Stefnumót íslenskra hönnuða við erlenda framleiðendur Ritstjórn skrifar 24. mars 2017 15:15 TwinWithin, Shorebird og Graphic Posters eftir Sigga Odds. Kaupstefnan DesignMatch fer fram í húsakynnum Arion banka í dag. Þetta er annað árið í röð sem bankinn hýsir viðskiptastefnumót íslenskra hönnuða við erlenda framleiðendur og seljendur í bankanum á meðan HönnunarMars stendur. Á fundunum fá hönnuðurnir einstakt tæki til að kynna hugmyndir og verk sín fyrir framkvæmda- og framleiðslustjórum erlendu fyrirtækjanna, sem eru sex talsins í ár. Fjögur koma frá Danmörku, Kähler, Norr11, Normann Copenhagen og Menu, eitt frá Finnlandi, Lokal, og eitt frá Bandaríkjunum, WantedDesign.Jan Andersen og Poul Madsen eru stofnendur Normann Copenhagen. Þeir funduðu með íslenskum hönnuðum í dag í húsakynnum Arion en þeir hafa margoft áður tekið þátt í DesignMatch á Hönnunarmars.Að sögn Elínar Þorgeirsdóttur, sem heldur utanum kaupstefnuna fyrir hönd HönnunarMars, bárust tæplega sjötíu þátttökuumsóknir frá íslenskum hönnuðum. Eftir skoðun á umsóknunum voru tuttugu valdar áfram af erlendu gestunum, sem munu síðan funda með þeim sem urðu fyrrir valinu. Mikilvæg tengsl hafa orðið til á þessum viðburði. Meðal þeirrar íslensku hönnunar sem hefur verið keypt af erlendum seljendum og framleiðendum í kjölfar DesignMatch má nefna Graphic Posters eftir Sigga Odds fyrir Paper Collective, Dagatal eftir Snæfríði Þorsteinsdóttur og Hildigunni Gunnarsdóttur fyrir Wrong for Hay, hálsmen frá Twin Within fyrir Monoqi og Shorebird eftir Sigurjón Pálsson fyrir Normann Copenhagen. Mest lesið Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour American Apparel gjaldþrota í annað sinn Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Jennifer Lawrence komin með nýjan kærasta Glamour Asos klæðir lið Bretlands á Ólympíuleikum fatlaðra Glamour Kim og Kanye ástfangin á forsíðu Harper's Bazaar Glamour Býr frítt í 350 milljón króna íbúð í New York Glamour Samantha Jones fær mögulega sinn eigin þátt Glamour
Kaupstefnan DesignMatch fer fram í húsakynnum Arion banka í dag. Þetta er annað árið í röð sem bankinn hýsir viðskiptastefnumót íslenskra hönnuða við erlenda framleiðendur og seljendur í bankanum á meðan HönnunarMars stendur. Á fundunum fá hönnuðurnir einstakt tæki til að kynna hugmyndir og verk sín fyrir framkvæmda- og framleiðslustjórum erlendu fyrirtækjanna, sem eru sex talsins í ár. Fjögur koma frá Danmörku, Kähler, Norr11, Normann Copenhagen og Menu, eitt frá Finnlandi, Lokal, og eitt frá Bandaríkjunum, WantedDesign.Jan Andersen og Poul Madsen eru stofnendur Normann Copenhagen. Þeir funduðu með íslenskum hönnuðum í dag í húsakynnum Arion en þeir hafa margoft áður tekið þátt í DesignMatch á Hönnunarmars.Að sögn Elínar Þorgeirsdóttur, sem heldur utanum kaupstefnuna fyrir hönd HönnunarMars, bárust tæplega sjötíu þátttökuumsóknir frá íslenskum hönnuðum. Eftir skoðun á umsóknunum voru tuttugu valdar áfram af erlendu gestunum, sem munu síðan funda með þeim sem urðu fyrrir valinu. Mikilvæg tengsl hafa orðið til á þessum viðburði. Meðal þeirrar íslensku hönnunar sem hefur verið keypt af erlendum seljendum og framleiðendum í kjölfar DesignMatch má nefna Graphic Posters eftir Sigga Odds fyrir Paper Collective, Dagatal eftir Snæfríði Þorsteinsdóttur og Hildigunni Gunnarsdóttur fyrir Wrong for Hay, hálsmen frá Twin Within fyrir Monoqi og Shorebird eftir Sigurjón Pálsson fyrir Normann Copenhagen.
Mest lesið Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour American Apparel gjaldþrota í annað sinn Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Jennifer Lawrence komin með nýjan kærasta Glamour Asos klæðir lið Bretlands á Ólympíuleikum fatlaðra Glamour Kim og Kanye ástfangin á forsíðu Harper's Bazaar Glamour Býr frítt í 350 milljón króna íbúð í New York Glamour Samantha Jones fær mögulega sinn eigin þátt Glamour