Isavia fær þrjá Kia Soul EV rafbíla Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2017 09:19 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, og Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri flotasölu Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, takast í hendur við afhendingu Kia Soul EV bílanna til Isavia. Isavia hefur fengið afhenda þrjá nýja Kia Soul EV rafbíla frá Bílaumboðinu Öskju. Bílarnir eru mjög umhverfismildir og hagkvæmir enda hreinir rafbílar. Kia Soul EV hefur 212 km drægni við bestu aðstæður. „Við erum spennt fyrir því að taka rafmagnsbíla í notkun við eftirlit innan flugvallarsvæðisins og teljum þá smellpassa við þarfir okkar. Auk þess mun notkun þeirra stuðla að minni útblæstri og þannig eru kaupin á þeim liður í því að minnka kolefnisspor starfseminnar á Keflavíkurflugvelli, en við höfum sett okkur markmið um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda umtalsvert í samræmi við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum," segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar. ,,Við hjá Öskju erum sannfærð um að Kia Soul EV bílarnir munu koma vel út í þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna hjá Isavia. Kia Soul EV hefur verið að standa sig mjög vel. Bílarnir eru allir með 7 ára ábyrgð og einnig rafhlöður þeirra. Þeir eru allir vel útbúnir m.a. með íslensku leiðsögukerfi, bakkmyndavél, nálægðaskynjurum að framan og aftan, leðursætum, hita í sætum frammí og afturí. Kia Soul EV er einnig vel búinn öryggisbúnaði og m.a. með svonefndum VESS-búnaði er sendir frá sér vélarhljóð til viðvörunar á undir 20 km/klst ferð og ávallt þegar bakkað er. Þessi búnaður er m.a. til að auka öryggi gangandi vegfarenda," segir Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri flotasölu Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent
Isavia hefur fengið afhenda þrjá nýja Kia Soul EV rafbíla frá Bílaumboðinu Öskju. Bílarnir eru mjög umhverfismildir og hagkvæmir enda hreinir rafbílar. Kia Soul EV hefur 212 km drægni við bestu aðstæður. „Við erum spennt fyrir því að taka rafmagnsbíla í notkun við eftirlit innan flugvallarsvæðisins og teljum þá smellpassa við þarfir okkar. Auk þess mun notkun þeirra stuðla að minni útblæstri og þannig eru kaupin á þeim liður í því að minnka kolefnisspor starfseminnar á Keflavíkurflugvelli, en við höfum sett okkur markmið um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda umtalsvert í samræmi við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum," segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar. ,,Við hjá Öskju erum sannfærð um að Kia Soul EV bílarnir munu koma vel út í þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna hjá Isavia. Kia Soul EV hefur verið að standa sig mjög vel. Bílarnir eru allir með 7 ára ábyrgð og einnig rafhlöður þeirra. Þeir eru allir vel útbúnir m.a. með íslensku leiðsögukerfi, bakkmyndavél, nálægðaskynjurum að framan og aftan, leðursætum, hita í sætum frammí og afturí. Kia Soul EV er einnig vel búinn öryggisbúnaði og m.a. með svonefndum VESS-búnaði er sendir frá sér vélarhljóð til viðvörunar á undir 20 km/klst ferð og ávallt þegar bakkað er. Þessi búnaður er m.a. til að auka öryggi gangandi vegfarenda," segir Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri flotasölu Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.
Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent