Alheimsljós Magnús Guðmundsson skrifar 15. mars 2017 07:00 Börn eru í eðli sínu góð og hjartahrein, fædd alsaklaus inn í viðsjárverða veröld og því er sá tími sem okkur gefst með börnum eins og Laxness orðaði það í Vöggukvæði sínu: „Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér / var sólskinsstund og sæludraumur hár, / minn sáttmáli við guð um þúsund ár.“ Þessi sáttmáli er auðvitað réttur allra barna, ekki aðeins þeirra sem leika sér fyrir utan gluggann hjá okkur, heldur líka þeirra sem eru lengra í burtu. Líka réttur barnanna í Sýrlandi. Á síðasta ári voru fleiri börn drepin, særð og þvinguð til þess að taka þátt í borgarastríði þar í landi en nokkru sinni áður frá því skráning hófst á slíkum ósköpum árið 2014. Neyð þessara barna og áþján er ólýsanleg. Sorg þessa fólks óbærileg. „Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? / Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn / er orðin hljómlaus utangátta og tóm / hjá undrinu að heyra þennan róm,“. Þrátt fyrir fjarlægðina má það því heita döpur mannssál sem telur börnin í Sýrlandi ekki koma sér við. Og skömm er þeim sem segja að við skulum fyrst og síðast huga að okkar eigin vandamálum fremur en að leggjast á árar með börnunum í Sýrlandi. Misskipting auðs í ríki velsældar og friðar á ekki að standa í vegi fyrir því að rétta hjálparhönd í slíkri neyð. Heimurinn borðar íslenskan fisk og streymir til Íslands í formi ferðamanna með tilheyrandi hagvexti svo víst berum við líka ábyrgð á heiminum. En hvað getum við þá gert sem hér búum í landi heilags hagvaxtar? Jú, hver sá sem er aflögufær getur lagt UNICEF lið, það er einfalt og hver og einn getur gefið af sinni getu. Ríkisvaldið og fjöldi fyrirtækja sem vel ganga ættu líka að hafa til þess raunverulega getu og gætu látið að sér kveða með rausnarlegum hætti. Kjörnir fulltrúar okkar allra gætu líka séð sóma sinn í því að taka við mun fleiri stríðshrjáðum flóttamönnum og veitt þeim hér öruggt skjól. Séð til þess að fleiri börn geti gengið í skóla og farið út að leika sér án þess að eiga það á hættu að vera skotin á færi, sprengd í loft upp eða tekin af stríðandi fylkingum til brúks við sjálfsmorðsárásir. Ef það er ekki þess virði „hjá undri því, að líta lítinn fót / í litlum skóm, og vita heimsins grjót / svo hart og sárt er honum fjarri enn, / og heimsins ráð sem brugga vondir menn,“ þá er samfélag okkar afkomenda flóttafólksins hér norður í hafi ekki upp á marga fiska. Okkar ágætu kjörnu fulltrúar, forseti, ráðherrar og þingmenn, geta líka gerst málsvarar barnanna í Sýrlandi á alþjóðavettvangi við hvert tækifæri sem gefst og meira til. Látið í sér heyra við hvern sem vill leggja við hlustir og það gæti jafnvel komið okkur á óvart hversu margir þeir yrðu. Við erum kannski lítil þjóð en við getum að minnsta kosti sýnt heiminum að við erum með stórt hjarta. Að hér býr fólk sem lætur velferð allra barna sig varða. „já vita eitthvað anda hér á jörð / er ofar standi minni þakkargjörð / í stundareilífð eina sumarnótt. / Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt.“Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun
Börn eru í eðli sínu góð og hjartahrein, fædd alsaklaus inn í viðsjárverða veröld og því er sá tími sem okkur gefst með börnum eins og Laxness orðaði það í Vöggukvæði sínu: „Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér / var sólskinsstund og sæludraumur hár, / minn sáttmáli við guð um þúsund ár.“ Þessi sáttmáli er auðvitað réttur allra barna, ekki aðeins þeirra sem leika sér fyrir utan gluggann hjá okkur, heldur líka þeirra sem eru lengra í burtu. Líka réttur barnanna í Sýrlandi. Á síðasta ári voru fleiri börn drepin, særð og þvinguð til þess að taka þátt í borgarastríði þar í landi en nokkru sinni áður frá því skráning hófst á slíkum ósköpum árið 2014. Neyð þessara barna og áþján er ólýsanleg. Sorg þessa fólks óbærileg. „Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? / Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn / er orðin hljómlaus utangátta og tóm / hjá undrinu að heyra þennan róm,“. Þrátt fyrir fjarlægðina má það því heita döpur mannssál sem telur börnin í Sýrlandi ekki koma sér við. Og skömm er þeim sem segja að við skulum fyrst og síðast huga að okkar eigin vandamálum fremur en að leggjast á árar með börnunum í Sýrlandi. Misskipting auðs í ríki velsældar og friðar á ekki að standa í vegi fyrir því að rétta hjálparhönd í slíkri neyð. Heimurinn borðar íslenskan fisk og streymir til Íslands í formi ferðamanna með tilheyrandi hagvexti svo víst berum við líka ábyrgð á heiminum. En hvað getum við þá gert sem hér búum í landi heilags hagvaxtar? Jú, hver sá sem er aflögufær getur lagt UNICEF lið, það er einfalt og hver og einn getur gefið af sinni getu. Ríkisvaldið og fjöldi fyrirtækja sem vel ganga ættu líka að hafa til þess raunverulega getu og gætu látið að sér kveða með rausnarlegum hætti. Kjörnir fulltrúar okkar allra gætu líka séð sóma sinn í því að taka við mun fleiri stríðshrjáðum flóttamönnum og veitt þeim hér öruggt skjól. Séð til þess að fleiri börn geti gengið í skóla og farið út að leika sér án þess að eiga það á hættu að vera skotin á færi, sprengd í loft upp eða tekin af stríðandi fylkingum til brúks við sjálfsmorðsárásir. Ef það er ekki þess virði „hjá undri því, að líta lítinn fót / í litlum skóm, og vita heimsins grjót / svo hart og sárt er honum fjarri enn, / og heimsins ráð sem brugga vondir menn,“ þá er samfélag okkar afkomenda flóttafólksins hér norður í hafi ekki upp á marga fiska. Okkar ágætu kjörnu fulltrúar, forseti, ráðherrar og þingmenn, geta líka gerst málsvarar barnanna í Sýrlandi á alþjóðavettvangi við hvert tækifæri sem gefst og meira til. Látið í sér heyra við hvern sem vill leggja við hlustir og það gæti jafnvel komið okkur á óvart hversu margir þeir yrðu. Við erum kannski lítil þjóð en við getum að minnsta kosti sýnt heiminum að við erum með stórt hjarta. Að hér býr fólk sem lætur velferð allra barna sig varða. „já vita eitthvað anda hér á jörð / er ofar standi minni þakkargjörð / í stundareilífð eina sumarnótt. / Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt.“Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars.