Lífið

Ben Affleck í áfengismeðferð í kjölfar Íslandsreisu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jason Momoa, best þekktur sem Khal Drogo úr Game of Thrones og Ben Affleck í miklu fjöri hér á Íslandi.
Jason Momoa, best þekktur sem Khal Drogo úr Game of Thrones og Ben Affleck í miklu fjöri hér á Íslandi. instagram.
„Ég hef lokið við meðferð vegna áfengisfíknar, eitthvað sem ég hef þurft að glíma við í gegnum tíðina,“ segir leikarinn Ben Affleck í stöðufærslu á Facebook. Á dögunum kom fram í erlendum miðlum að hann og Jennifer Garner, eiginkona hans, hafi ákveðið í sameiningu að hætta við að skilja.

„Mig langar að lifa lífinu til hins ýtrasta og vera besti pabbi sem ég mögulega get. Mig langar að börnin mín viti að það sé ekkert að því að leita sér hjálpar þegar maður þarf á henni að halda.“

Affleck var hér á landi undir lok síðasta árs við tökur á stórmyndinni Justice League en hann fer með hlutverk Batman í myndinni.

Sjá einnig: Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi

Þar sást hann meðal annars skemmta sér með leikaranum Jason Momoa, sem er best þekktur sem Khal Drogo úr Game of Thrones. Saman drukku þeir Guinnes-bjór og var greinilega mikið djammað hér á landi.

„Ég er gríðarlega heppinn að fá stuðning, ást og umhyggju frá fjölskyldunni minni. Jen [Jennifer Garner] stóð við bakið á mér og sá um börnin á meðan ég var í meðferð. Þetta var aðeins fyrsta skrefið af mörgum í baráttu minni við fíknina.“

Hér má sjá myndina sem Jason Momoa setti inn á Instagram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.