Tónlist

Sumarsmellurinn í ár: Páll Óskar og StopWaitGo í Einum dansi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Óskar.
Páll Óskar. Vísir/Anton Brink
Páll Óskar Hjálmtýsson gaf út nýtt lag í hádeginu í dag og ber það nafnið Einn dans. Lagið vann hann í samstarfi við strákana í StopWaitGo og sveitina Sísí Ey og Ellen Kristjáns.

Þetta er í fyrst skipti sem Palli vinnur með StopWaitGo og segir Páll í samtali við Vísi að samstarfið hafi gengið eins og í sögu.

Söngvarinn mætti til Ívar Guðmundssonar í morgun og var lagið frumspilað í þætti hans á Bylgjunni.

„Þetta er fyrsta lagið sem ég vinn með strákunum í StopWaitGo. Við hittumst fyrir svona einu og hálfu ári síðan og tókum smá fund, töluðum um músík en síðan kom einhvern veginn ekki rétta lagið fyrir mig, ekki fyrr enn núna,“ segir Páll Óskar á Bylgjunni í morgun.

„Rétt fyrir áramót sendir Ásgeir mér demo af þessu lagi sem við vorum að klára núna í nótt. Ég búinn að sitja með þeim í hljóðverinu alveg gapandi hvað þessir strákar eru brjálæðislega klárir og hvað þeir hafa yfirgripsmikla þekkingu á popptónlist, því það er ekkert grín að dæla endalaust frá sér hitturum.“

Hann segir að samstarfið hafi gengið eins og brauð og smjör.

„Boðskapurinn er bara sá að þú þarft að vera opinn fyrir öllum litlu kraftaverkinum og tækifærunum sem þú færð í lífinu, öllum litlu hlutunum sem kannski breyta lífinu þínu til framtíðar.“

Hér að neðan má sjá textamyndband sem Palli setti inn á Facebook-síðu sína.  

Hér að neðan má hlusta á viðtalið hjá Ívari frá því fyrir hádegi í dag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.