Tónlist

JANA frumsýnir nýtt myndband á Vísi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í gær kom út myndband við lagið Leslie af fyrstu smáskífu tónlistarkonunnar JÖNU.

JANA gaf út smáskífuna Master Of Light síðastliðið haust sem hefur fengið þó nokkra spilun og fylgdi JANA henni eftir með tónleikum á off venue Airwaves, Kex & Kítón og Stúdíó 12 á Rás 2.

Laga- og textasmíðar JANA er undir áhrifum triphop, djass og indie og tengir við tónlistarmenn á borð við Duke Ellington, Florence & the Machine, Portishead og Feist.

Fyrsta breiðskífa JANA er væntanleg með hækkandi sól en hér að neðan má sjá myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.