Tónlist

Bergljót Arnalds flytur álfabæn á milli Evrópu og Ameríku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikkonan Bergljót Arnalds sendir frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Bæn álfkonu. Lagið samdi hún við texta álfkonunnar Tamínu.

Myndbandið er tekið yfir eins árs tímabil, meðal annars í sprungunni á Þingvöllum og við Svínafelljökul.

Magnað landslag prýðir myndbandið ásamt Bergljótu sem túlkar bæn álfkonunnar í fögrum rauðum kjól sem sker sig úr við hrikalegt landslagið og hvítan tindrandi snjóinn. Bergljót samdi lagið í Kaupmannahöfn og hefur flutt lagið þar á tónleikum oftar en einu sinni.

„Ég gerði grín að því við tökurnar að ég væri leikandi plötusnúður á milli Evrópu og Ameríku. Þetta eru auðvitað engar venjulegar plötur sem eru að snúast með jarðarkringlunni,“ segir Bergljót í samtali við Lífið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.