Lamborghini Huracan slátraði Nürburgring metinu Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2017 11:02 Það hafði spurst út um daginn að Lamborghini Huracan bíll hefði rækilega slegið við mettíma Porsche 918 Spyder á hinni 20 km löngu Nürburgring braut, en nú hefur það verið staðfest. Lamborghini greindi frá þessu í dag og lét fylgja með þetta myndskeið af metsláttinum. Tími Lamborghini Huracan bílsins var 6:52,01 mínúta, en Porsche 918 Spyder hafði náð 6:57 mínútum áður. Þessi tveir bílar einir, af fjöldaframleiddum bílum, hafa náð því að fara brautina á undir 7 mínútum. Það þótti mikið afrek er Porsche 918 Spyder náði fyrstur bíla að brjóta 7 mínútna múrinn, en það hefur nú verið bætt um heilar 5 sekúndur. Það er dulítið magnað að sjá hve oft Lamborghini bíllinn nær að vera á yfir 200 km hraða í brautinni og á lengsta beina kaflanum nær hann 304 km hraða. Víst má vera að þessi bíll liggur eins og klessa og þolir mikinn hraða í beygjum. Það gæti sviðið hjá Þjóðverjum að ítalskur bíll hafi náð Nürburgring metinu af þýskum bíl. Sjá má alla ferð Lamborghini bílsins hér að ofan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent
Það hafði spurst út um daginn að Lamborghini Huracan bíll hefði rækilega slegið við mettíma Porsche 918 Spyder á hinni 20 km löngu Nürburgring braut, en nú hefur það verið staðfest. Lamborghini greindi frá þessu í dag og lét fylgja með þetta myndskeið af metsláttinum. Tími Lamborghini Huracan bílsins var 6:52,01 mínúta, en Porsche 918 Spyder hafði náð 6:57 mínútum áður. Þessi tveir bílar einir, af fjöldaframleiddum bílum, hafa náð því að fara brautina á undir 7 mínútum. Það þótti mikið afrek er Porsche 918 Spyder náði fyrstur bíla að brjóta 7 mínútna múrinn, en það hefur nú verið bætt um heilar 5 sekúndur. Það er dulítið magnað að sjá hve oft Lamborghini bíllinn nær að vera á yfir 200 km hraða í brautinni og á lengsta beina kaflanum nær hann 304 km hraða. Víst má vera að þessi bíll liggur eins og klessa og þolir mikinn hraða í beygjum. Það gæti sviðið hjá Þjóðverjum að ítalskur bíll hafi náð Nürburgring metinu af þýskum bíl. Sjá má alla ferð Lamborghini bílsins hér að ofan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent