KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. mars 2017 17:31 Páll Óskar Hjálmtýsson er ekki ánægður með ummæli Frosta um konur í tónlist. Vísir/Stefán/Ólöf/Stefán KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum útvarpsmannsins Frosta Logasonar um lag Hildar og konur í tónlist, er svarað. Félagið óskar eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra í jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson, dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar. Þá hafa fjöldi tónlistarmanna og opinberra persóna, líkt og Páll Óskar og Helga Braga, svarað Frosta og hvatt Hildi áfram.Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Í yfirlýsingunni er ummælum Frosta svarað í sex liðum. Þar er Frosta meðal annars bent á að tónlistariðnaðurinn eins og hann leggur sig sé félag karla í tónlist, enda karlar í miklum meirihluta. Þá er Frosta bent á að tal hans um aumingjavæðingu sé augljós tilraun til að þagga niður í konum og augljóst að viðkomandi ber ekki hag kvenna í brjósti. Þá er fullyrðingum Frosta um að pródúsering lags Hildar, hafi verið góð, enda unnin af karlinum Loga Pedro, svarað, en Logi Pedro svarar því jafnframt sjálfur á Facebook síðu sinni þar sem hann bendir á að hann og Hildur hafi unnið lagið saman.Þá er því hafnað í tilkynningunni að strákar séu betur til þess fallnir að spila á trommur vegna líffræði sinnar og bent á að líffræðilegur styrkur hefur ekkert að gera með hæfni trommuspilara. Þá er bent á að ummæli Frosta um að Björk sé sönnun þess að konum sé ekki mismunað í tónlist eru fráleit, þar sem Björk hefur sjálf tjáð sig á opinberum vettvangi um mismunun sem hún hefur orðið fyrir. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, tjáir sig einnig um ummæli Frosta við stöðuuppfærslu KÍTÓN, þar sem hann segir ummæli Frosta vera ljót og vanhugsuð og bendir hann á að ef hvatningin er engin, fyrirmyndirnar enn færri, þá sé hann ekki hissa að stelpur velji sér sjaldan trommur sem fyrsta hljóðfæri. „Ég vona heitt og innilega að þú, Frosti Logason sjáir þér líka fært um að kyngja bullinu um að konur séu "líffræðilega" vanhæfir trommarar. Þetta er einfaldlega ekki satt. Konur tromma víst, spila á bassa, rafmagnsgítar, hljómborð, semja lög, texta, pródúsera og geta almennt sparkað í rass.“ Þá óskar Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, Hildi til hamingju með að hafa fengið verðlaun fyrir lag sitt og hvetur hana til dáða. „Til hamingju með verðlaunin! Við verðum að sparka niður þessa karlrembumúra í tónlistarbransanum og grínbransanum ... don't get me started there! Karlrembuviðhorfin geta verið mjög lúmsk...eins og þoka og maður áttar sig ekki fyrr en maður kemur út úr henni. En klippan úr þessum þætti er meira svona steinaldar og stupid!“ Tengdar fréttir Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum útvarpsmannsins Frosta Logasonar um lag Hildar og konur í tónlist, er svarað. Félagið óskar eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra í jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson, dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar. Þá hafa fjöldi tónlistarmanna og opinberra persóna, líkt og Páll Óskar og Helga Braga, svarað Frosta og hvatt Hildi áfram.Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Í yfirlýsingunni er ummælum Frosta svarað í sex liðum. Þar er Frosta meðal annars bent á að tónlistariðnaðurinn eins og hann leggur sig sé félag karla í tónlist, enda karlar í miklum meirihluta. Þá er Frosta bent á að tal hans um aumingjavæðingu sé augljós tilraun til að þagga niður í konum og augljóst að viðkomandi ber ekki hag kvenna í brjósti. Þá er fullyrðingum Frosta um að pródúsering lags Hildar, hafi verið góð, enda unnin af karlinum Loga Pedro, svarað, en Logi Pedro svarar því jafnframt sjálfur á Facebook síðu sinni þar sem hann bendir á að hann og Hildur hafi unnið lagið saman.Þá er því hafnað í tilkynningunni að strákar séu betur til þess fallnir að spila á trommur vegna líffræði sinnar og bent á að líffræðilegur styrkur hefur ekkert að gera með hæfni trommuspilara. Þá er bent á að ummæli Frosta um að Björk sé sönnun þess að konum sé ekki mismunað í tónlist eru fráleit, þar sem Björk hefur sjálf tjáð sig á opinberum vettvangi um mismunun sem hún hefur orðið fyrir. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, tjáir sig einnig um ummæli Frosta við stöðuuppfærslu KÍTÓN, þar sem hann segir ummæli Frosta vera ljót og vanhugsuð og bendir hann á að ef hvatningin er engin, fyrirmyndirnar enn færri, þá sé hann ekki hissa að stelpur velji sér sjaldan trommur sem fyrsta hljóðfæri. „Ég vona heitt og innilega að þú, Frosti Logason sjáir þér líka fært um að kyngja bullinu um að konur séu "líffræðilega" vanhæfir trommarar. Þetta er einfaldlega ekki satt. Konur tromma víst, spila á bassa, rafmagnsgítar, hljómborð, semja lög, texta, pródúsera og geta almennt sparkað í rass.“ Þá óskar Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, Hildi til hamingju með að hafa fengið verðlaun fyrir lag sitt og hvetur hana til dáða. „Til hamingju með verðlaunin! Við verðum að sparka niður þessa karlrembumúra í tónlistarbransanum og grínbransanum ... don't get me started there! Karlrembuviðhorfin geta verið mjög lúmsk...eins og þoka og maður áttar sig ekki fyrr en maður kemur út úr henni. En klippan úr þessum þætti er meira svona steinaldar og stupid!“
Tengdar fréttir Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16