…og hún vill leggja Ríkisútvarpið niður Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. mars 2017 07:00 Enn einu sinni fáum við fregnir af frjálshyggjuhegrum sem umfram allt vilja leggja Ríkisútvarpið niður. Segja fráleitt að ríkið sé að standa í slíkum rekstri því aðrir geti vel sinnt því. En af hverju er það þá ekki gert? Hvers vegna er engin útvarpsstöð á Íslandi á pari við það sem gert er á Rás 1 og 2? Hvernig stendur á því að ekki ein einasta útvarpsstöð sinnir öðru en dægurmálum og íþróttum? Spilar lög af geisladiskum og opnar fyrir símann? Umfjöllun um fréttir vikunnar er á stöku stað en engin rýni. Engin umfjöllun heldur bara kallað í þá sem eiga auðvelt með að tjá sig, og kveikt á míkrafónum. Malið sent út á öldur ljósvakans. „Samkeppnisaðilarnir“, sem frjálshyggjufólk vill meina að geti vel sinnt því starfi sem unnið er í Efstaleiti, fjalla ekkert um sögulega hluti. Fjalla ekki ítarlega um hljómsveitir eða tónverk. Flytja ekki útvarpsleikrit, útvarpssögur eða flakka um borg og bæi með sagnfræðingi sem tjáir sig um sögu húsa og gatna. Það er vegna þess að það kostar tíma og fyrirhöfn sem þessar stöðvar hafa bara ekkert ráð á. Hinar stöðvarnar sinna sínu hlutverki sem afþreyingarstöðvar vel, enda ekki annars krafist af þeim. En þær eru bara í öðru. Það er þannig tómt mál að tala um samkeppnisrekstur. Það sinnir enginn annar menningar- og fræðsluhlutverki Ríkisútvarpsins. Það er líklega þess vegna sem 70% landsmanna treysta Ríkisútvarpinu á meðan næsti fjölmiðill fyrir neðan er með 40% traust og aðrir enn neðar. Ekki skemma það sem vel er gert. Það er nóg samt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun
Enn einu sinni fáum við fregnir af frjálshyggjuhegrum sem umfram allt vilja leggja Ríkisútvarpið niður. Segja fráleitt að ríkið sé að standa í slíkum rekstri því aðrir geti vel sinnt því. En af hverju er það þá ekki gert? Hvers vegna er engin útvarpsstöð á Íslandi á pari við það sem gert er á Rás 1 og 2? Hvernig stendur á því að ekki ein einasta útvarpsstöð sinnir öðru en dægurmálum og íþróttum? Spilar lög af geisladiskum og opnar fyrir símann? Umfjöllun um fréttir vikunnar er á stöku stað en engin rýni. Engin umfjöllun heldur bara kallað í þá sem eiga auðvelt með að tjá sig, og kveikt á míkrafónum. Malið sent út á öldur ljósvakans. „Samkeppnisaðilarnir“, sem frjálshyggjufólk vill meina að geti vel sinnt því starfi sem unnið er í Efstaleiti, fjalla ekkert um sögulega hluti. Fjalla ekki ítarlega um hljómsveitir eða tónverk. Flytja ekki útvarpsleikrit, útvarpssögur eða flakka um borg og bæi með sagnfræðingi sem tjáir sig um sögu húsa og gatna. Það er vegna þess að það kostar tíma og fyrirhöfn sem þessar stöðvar hafa bara ekkert ráð á. Hinar stöðvarnar sinna sínu hlutverki sem afþreyingarstöðvar vel, enda ekki annars krafist af þeim. En þær eru bara í öðru. Það er þannig tómt mál að tala um samkeppnisrekstur. Það sinnir enginn annar menningar- og fræðsluhlutverki Ríkisútvarpsins. Það er líklega þess vegna sem 70% landsmanna treysta Ríkisútvarpinu á meðan næsti fjölmiðill fyrir neðan er með 40% traust og aðrir enn neðar. Ekki skemma það sem vel er gert. Það er nóg samt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun