Thomas Lundin telur að Svala eigi mesta möguleika í Kíev Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2017 11:02 Thomas Lundin vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að Ísland muni eigi mesta möguleika á að komast upp úr undanúrslitum Eurovision-keppninnar í Kiev í maí ef landsmenn myndu velja stuðlag sem framlag sitt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar næsta laugardag. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum.Svala, Aron og Hildur í uppáhaldi Thomas segir í samtali við Vísi að eftir fyrstu hlustun telji hann gæði íslensku laganna vera mikil – eins og alltaf. „Góðir listamenn og góð lög. Þið komið til með að fá flott úrslitakvöld. Uppáhaldslögin mín eru lög Svölu Björgvinsdóttur, Arons Brink og Hildar Kristínar Stefánsdóttur. Mér líkar líka við fallega ballöðu Arnars Jónssonar og Rakelar Pálsdóttur en minnir ansi mikið á „Blackbird“, lagið sem keppir fyrir hönd Finnlands í Kíev í maí.“ Hann bendir á að mörg lönd hafa þegar valið hvaða lög munu keppa í keppninni í maí og að ljóst sé að það verði mikið um ballöður í ár. „Stuðlag frá Íslandi myndi því auka breiddina í Eurovision-keppninni 2017 og örugglega auka möguleikana á að komast í úrslitin og gera vel.“Grípandi viðlagThomas telur að Svala Björgvins myndi eiga mesta möguleika þegar kæmi að stóru stundinni Úkraínu. „Gott lag með sterkt viðlag sem grípur mann við fyrstu hlustun. En það er sama hvaða lag þið veljið – framlag Íslands verður gott í ár. Öll sjö lögin eru góð, þó að einhver gætu átt á hættu að standa ekki nógu mikið upp úr á stóra sviðinu í Kíev.“ Ísland keppnir á fyrra undanúrslitakvöldinu þriðjudaginn 9. maí ásamt Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlandi, Georgíu, Svartfjallalandi, Portúgal, Svíþjóð, Armeníu, Kýpur, Tékklandi, Grikklandi, Lettlandi, Moldóvu, Póllandi og Slóveníu. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 11. maí og úrslitakvöldið laugardaginn 13. maí. Eurovision Tengdar fréttir Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16 Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að Ísland muni eigi mesta möguleika á að komast upp úr undanúrslitum Eurovision-keppninnar í Kiev í maí ef landsmenn myndu velja stuðlag sem framlag sitt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar næsta laugardag. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum.Svala, Aron og Hildur í uppáhaldi Thomas segir í samtali við Vísi að eftir fyrstu hlustun telji hann gæði íslensku laganna vera mikil – eins og alltaf. „Góðir listamenn og góð lög. Þið komið til með að fá flott úrslitakvöld. Uppáhaldslögin mín eru lög Svölu Björgvinsdóttur, Arons Brink og Hildar Kristínar Stefánsdóttur. Mér líkar líka við fallega ballöðu Arnars Jónssonar og Rakelar Pálsdóttur en minnir ansi mikið á „Blackbird“, lagið sem keppir fyrir hönd Finnlands í Kíev í maí.“ Hann bendir á að mörg lönd hafa þegar valið hvaða lög munu keppa í keppninni í maí og að ljóst sé að það verði mikið um ballöður í ár. „Stuðlag frá Íslandi myndi því auka breiddina í Eurovision-keppninni 2017 og örugglega auka möguleikana á að komast í úrslitin og gera vel.“Grípandi viðlagThomas telur að Svala Björgvins myndi eiga mesta möguleika þegar kæmi að stóru stundinni Úkraínu. „Gott lag með sterkt viðlag sem grípur mann við fyrstu hlustun. En það er sama hvaða lag þið veljið – framlag Íslands verður gott í ár. Öll sjö lögin eru góð, þó að einhver gætu átt á hættu að standa ekki nógu mikið upp úr á stóra sviðinu í Kíev.“ Ísland keppnir á fyrra undanúrslitakvöldinu þriðjudaginn 9. maí ásamt Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlandi, Georgíu, Svartfjallalandi, Portúgal, Svíþjóð, Armeníu, Kýpur, Tékklandi, Grikklandi, Lettlandi, Moldóvu, Póllandi og Slóveníu. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 11. maí og úrslitakvöldið laugardaginn 13. maí.
Eurovision Tengdar fréttir Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16 Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16
Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00