Lífið

Fyrsta plakat Game of Thrones birt

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
HBO hefur birt fyrsta plakatið fyrir sjöundu þáttaröð Game Of Thrones. Ís og eldur mætast og virðast blandast saman, en myndina má sjá hér að neðan. Enn hefur þó ekkert verið gefið út um hvenær fyrsti þátturinn verður sýndur, en það síðasta sem HBO sagði var að þættirnir yrðu sýnir um sumarið 2017.

Þessi mynd gefur auðvitað lítið sem ekkert upp, en það er hægt að ýminda sér að eldur og ís séu að blandast saman, eða bara hittast. Það gæti verið einhver tilvísun í hitting Jon Snow og Daenerys Targaryen.

Annað sem kemur einnig til greina er að ísinn tákni White Walkers og eldurinn tákni drekana.

Á morgun hefst SXSW ráðstefnan í Texas og munu þeir David Benioff og Dan Weiss ræða Game of Thrones ásamt þeim Maisie Williams og Sophie Turner. Það verður að teljast að líklegt að frekari upplýsingar um sjöundu þáttaröðina komi í ljós þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.