Æfir af fullum krafti fyrir Landvættina í sumar Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 21. febrúar 2017 10:00 „Ég var í slæmu líkamlegu ástandi, var alltof þung og ekki með þol til að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég byrjaði að æfa hlaup með Stjörnunni í maí 2014 en aðeins með hálfum huga. Ég ákvað síðan að setja meiri kraft í æfingarnar í janúar í fyrra og taka mataræðið föstum tökum. Jafnframt setti ég mér það markmið að taka þátt í Landvættunum nú í sumar,“ segir Guðný sem hleypur með Stjörnunni þrisvar til fjórum sinnum í viku. „Í fyrstu hljóp ég bara á milli ljósastaura en í fyrrasumar hljóp ég, ásamt hlaupahópnum mínum, hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og sömu vegalengd í maraþoni í München. Það var mikil upplifun. Ég finn mjög mikinn mun á mér og er komin í þokkalegt form. Ég hef miklu meira úthald en áður, er búin að léttast um sextán kíló og hef meiri kraft í að hjóla, hlaupa og synda,“ segir Guðný og bætir við að hún hafi þurft að endurnýja fataskápinn, sem hafi verið stór plús. Henni fannst ekki erfitt að byrja að hreyfa sig eftir að hafa lifað kyrrsetulífi um langt skeið en Guðný vinnur á skrifstofu. „Það kom bara af sjálfu sér þegar ég hafði tekið þessa ákvörðun. Ég missti aldrei trúna á að ég gæti breytt um lífsstíl.“ Guðný breytti mataræðinu um leið og hún hóf að stunda reglulegar hlaupaæfingar. „Ég gerði það jafnhliða því að ég fór að hreyfa mig. Ég tók mataræðið alveg í gegn, fylgdist með því hvað ég borðaði og hversu mikið. Ég vil ekki eyða hitaeiningunum í eitthvert sukk, heldur borða það sem er gott fyrir líkamann.“ Hlaupahópurinn hefur veitt henni mikinn stuðning en hún fer einnig vikulega á samæfingar með hóp á vegum Ferðafélags Íslands sem heldur utan um Landvættaverkefnið. „Þar fæ ég lista yfir þær æfingar sem við eigum að gera á hverjum degi, fyrir utan sunnudaga sem er hvíldardagur. Þetta byggist allt á því að mæta á æfingar. Það gerist ekkert öðruvísi,“ fullyrðir hún. Landvættir ganga út á að ljúka þrautum í hverjum landsfjórðungi fyrir sig á innan við tólf mánuðum. „Ég hef aldrei tekið þátt í neinu svona áður og finnst þetta ofsalega spennandi. Þetta skiptist í Fossagönguna sem er 50 km skíðaganga á Ísafirði, Jökulsárhlaup en það er 32,7 km hlaup frá Dettifossi til Ásbyrgis, 2,5 km sund í Urriðavatni í nágrenni Fellabæjar og Bláalónsþrautina sem eru 60 km hjólreiðar.“ Guðný mælir tvímælalaust með því að setja sér markmið og ganga til liðs við hlaupahóp, sé vilji til að koma sér í betra form. „Það er bara gaman. Maður kynnist skemmtilegu fólki og ég finn hvað mér líður miklu betur andlega og líkamlega.“ Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Ég var í slæmu líkamlegu ástandi, var alltof þung og ekki með þol til að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég byrjaði að æfa hlaup með Stjörnunni í maí 2014 en aðeins með hálfum huga. Ég ákvað síðan að setja meiri kraft í æfingarnar í janúar í fyrra og taka mataræðið föstum tökum. Jafnframt setti ég mér það markmið að taka þátt í Landvættunum nú í sumar,“ segir Guðný sem hleypur með Stjörnunni þrisvar til fjórum sinnum í viku. „Í fyrstu hljóp ég bara á milli ljósastaura en í fyrrasumar hljóp ég, ásamt hlaupahópnum mínum, hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og sömu vegalengd í maraþoni í München. Það var mikil upplifun. Ég finn mjög mikinn mun á mér og er komin í þokkalegt form. Ég hef miklu meira úthald en áður, er búin að léttast um sextán kíló og hef meiri kraft í að hjóla, hlaupa og synda,“ segir Guðný og bætir við að hún hafi þurft að endurnýja fataskápinn, sem hafi verið stór plús. Henni fannst ekki erfitt að byrja að hreyfa sig eftir að hafa lifað kyrrsetulífi um langt skeið en Guðný vinnur á skrifstofu. „Það kom bara af sjálfu sér þegar ég hafði tekið þessa ákvörðun. Ég missti aldrei trúna á að ég gæti breytt um lífsstíl.“ Guðný breytti mataræðinu um leið og hún hóf að stunda reglulegar hlaupaæfingar. „Ég gerði það jafnhliða því að ég fór að hreyfa mig. Ég tók mataræðið alveg í gegn, fylgdist með því hvað ég borðaði og hversu mikið. Ég vil ekki eyða hitaeiningunum í eitthvert sukk, heldur borða það sem er gott fyrir líkamann.“ Hlaupahópurinn hefur veitt henni mikinn stuðning en hún fer einnig vikulega á samæfingar með hóp á vegum Ferðafélags Íslands sem heldur utan um Landvættaverkefnið. „Þar fæ ég lista yfir þær æfingar sem við eigum að gera á hverjum degi, fyrir utan sunnudaga sem er hvíldardagur. Þetta byggist allt á því að mæta á æfingar. Það gerist ekkert öðruvísi,“ fullyrðir hún. Landvættir ganga út á að ljúka þrautum í hverjum landsfjórðungi fyrir sig á innan við tólf mánuðum. „Ég hef aldrei tekið þátt í neinu svona áður og finnst þetta ofsalega spennandi. Þetta skiptist í Fossagönguna sem er 50 km skíðaganga á Ísafirði, Jökulsárhlaup en það er 32,7 km hlaup frá Dettifossi til Ásbyrgis, 2,5 km sund í Urriðavatni í nágrenni Fellabæjar og Bláalónsþrautina sem eru 60 km hjólreiðar.“ Guðný mælir tvímælalaust með því að setja sér markmið og ganga til liðs við hlaupahóp, sé vilji til að koma sér í betra form. „Það er bara gaman. Maður kynnist skemmtilegu fólki og ég finn hvað mér líður miklu betur andlega og líkamlega.“
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira