Elextra er 2,3 sekúndur í 100 Finnur Thorlacius skrifar 21. febrúar 2017 12:56 Þetta er eina myndin sem Elextra hefur birt af nýjum bíl sínum. Gestir í Genf fá að berja hann augum Þeim fjölgar stöðugt rafmagnsbílaframleiðendunum sem velgja vilja Tesla undir uggum hvað getu bíla þeirra varðar. Einn þeirra er Elextra sem er í eigu danska frumkvöðulsins Poul Sohl og svissneska hönnuðarins Robert Palm. Þeir ætla að sýna þennan Elextra bíl sinn á bílasýningunni í Genf sem hefst fljótlega í næsta mánuði. Þarna fer enginn aumingi því hann er fær um að komast á 100 km hraða á litlum 2,3 sekúndum. Þar er hann lítill eftirbátur Tesla Model S P100D sem samkvæmt mælingum MotorTrend Magazine tekur sprettinn í 60 mílur á 2,28 sekúndum. Rétt er að hafa í huga að 100 km hraði er 62 mílna hraði. Fleiri og fleiri rafmagnsbílar gera nú mörgum ofurbílnum með brunavélar mikla skömm hvað upptöku varðar. Góð dæmi um það er að Audi R8 Plus er 3,2 sekúndur í hundraðið og McLaren P1 ofurbíllinn er 2,5 sekúndur. Markmiðið með smíði Elextra, að sögn Poul Sohl, er að sameina fagrar línur sem minna á ítalska sportbíla fortíðarinnar, en þó með framúrstefnulegri hönnun og gríðarlegu afli og akstursgetu. Elextra er smíðaður í nágrenni Stuttgart í Þýskalandi en teiknaður í Sviss. Stefnan hjá Elextra í fyrstu er að smíða 100 svona bíla og þeir hvetja áhugasama kaupendur að hafa samband og kynnast bílum þeirra. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Þeim fjölgar stöðugt rafmagnsbílaframleiðendunum sem velgja vilja Tesla undir uggum hvað getu bíla þeirra varðar. Einn þeirra er Elextra sem er í eigu danska frumkvöðulsins Poul Sohl og svissneska hönnuðarins Robert Palm. Þeir ætla að sýna þennan Elextra bíl sinn á bílasýningunni í Genf sem hefst fljótlega í næsta mánuði. Þarna fer enginn aumingi því hann er fær um að komast á 100 km hraða á litlum 2,3 sekúndum. Þar er hann lítill eftirbátur Tesla Model S P100D sem samkvæmt mælingum MotorTrend Magazine tekur sprettinn í 60 mílur á 2,28 sekúndum. Rétt er að hafa í huga að 100 km hraði er 62 mílna hraði. Fleiri og fleiri rafmagnsbílar gera nú mörgum ofurbílnum með brunavélar mikla skömm hvað upptöku varðar. Góð dæmi um það er að Audi R8 Plus er 3,2 sekúndur í hundraðið og McLaren P1 ofurbíllinn er 2,5 sekúndur. Markmiðið með smíði Elextra, að sögn Poul Sohl, er að sameina fagrar línur sem minna á ítalska sportbíla fortíðarinnar, en þó með framúrstefnulegri hönnun og gríðarlegu afli og akstursgetu. Elextra er smíðaður í nágrenni Stuttgart í Þýskalandi en teiknaður í Sviss. Stefnan hjá Elextra í fyrstu er að smíða 100 svona bíla og þeir hvetja áhugasama kaupendur að hafa samband og kynnast bílum þeirra.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent