Hún undirbjó dauða sinn Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Í síðustu viku jarðsöng ég Hólmfríði Sigurðardóttur frá Hlíð í Garðahverfi. Hólmfríður var fædd árið 1925 og skildi eftir sig mikið ævistarf. Hún var bóndi og húsmóðir sem eignaðist tvo syni með eiginmanni sínum Kristni Gíslasyni. Hólmfríður hlúði að öllu sem henni var trúað fyrir, hún þekkti allar sínar kindur með nafni og ræddi við þær þegar hún gaf á garðann, hundarnir á bænum, Perla og Tása, fylgdu henni hvert fótmál og aldraðir tengdaforeldrar bjuggu á heimili hennar í sinni elli. Hólmfríður var líka ein af þeim sterku konum sem gengu fram í Garðahreppi og komu í veg fyrir að rústir Garðakirkju yrðu nýttar í uppfyllingu og tók virkan þátt í að reisa kirkjuna að nýju. Árum saman sinnti hún svo kirkjuvörslu af mikilli umhyggju. Þegar þessi merkilega ættmóðir lést fundu afkomendur þykkt bréf í herberginu hennar þar sem hún hafði skrifað æviágripið sitt, valið prest til útfararþjónustu, raðað allri tónlist og sálmum á blað, sett niður líkmenn og kveðið skýrt á um skoðanir sínar á erfidrykkjum um leið og hún minnti á frátekið grafarstæði í Garðakirkjugarði. Hólmfríður hafði margoft undirbúið Garðakirkju undir útfarir og tekið á móti syrgjandi ástvinum sem komu til kveðjustundar og fyrir henni var það hluti af lífinu að undirbúa dauðann af sömu fyrirhyggju og alúð og hún umvafði öll önnur verkefni lífsins. Memento mori – var sagt í Rómaveldi til forna; Mundu að þú munt deyja. Ég fékk leyfi ástvina til að deila sögu Hólmfríðar Sigurðardóttur því í mínum huga ber hún vitni um visku genginna kynslóða sem við höfum ekki efni á að glata: Sá sem telur daga sína öðlast viturt hjarta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Í síðustu viku jarðsöng ég Hólmfríði Sigurðardóttur frá Hlíð í Garðahverfi. Hólmfríður var fædd árið 1925 og skildi eftir sig mikið ævistarf. Hún var bóndi og húsmóðir sem eignaðist tvo syni með eiginmanni sínum Kristni Gíslasyni. Hólmfríður hlúði að öllu sem henni var trúað fyrir, hún þekkti allar sínar kindur með nafni og ræddi við þær þegar hún gaf á garðann, hundarnir á bænum, Perla og Tása, fylgdu henni hvert fótmál og aldraðir tengdaforeldrar bjuggu á heimili hennar í sinni elli. Hólmfríður var líka ein af þeim sterku konum sem gengu fram í Garðahreppi og komu í veg fyrir að rústir Garðakirkju yrðu nýttar í uppfyllingu og tók virkan þátt í að reisa kirkjuna að nýju. Árum saman sinnti hún svo kirkjuvörslu af mikilli umhyggju. Þegar þessi merkilega ættmóðir lést fundu afkomendur þykkt bréf í herberginu hennar þar sem hún hafði skrifað æviágripið sitt, valið prest til útfararþjónustu, raðað allri tónlist og sálmum á blað, sett niður líkmenn og kveðið skýrt á um skoðanir sínar á erfidrykkjum um leið og hún minnti á frátekið grafarstæði í Garðakirkjugarði. Hólmfríður hafði margoft undirbúið Garðakirkju undir útfarir og tekið á móti syrgjandi ástvinum sem komu til kveðjustundar og fyrir henni var það hluti af lífinu að undirbúa dauðann af sömu fyrirhyggju og alúð og hún umvafði öll önnur verkefni lífsins. Memento mori – var sagt í Rómaveldi til forna; Mundu að þú munt deyja. Ég fékk leyfi ástvina til að deila sögu Hólmfríðar Sigurðardóttur því í mínum huga ber hún vitni um visku genginna kynslóða sem við höfum ekki efni á að glata: Sá sem telur daga sína öðlast viturt hjarta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun