"Ég hef alltaf verið tískudrós“ Ritstjórn skrifar 23. febrúar 2017 08:30 Myndir: Annelise Phillips „Þetta er eiginlega svona draumaferli fyrir einhvern eins og mig sem er bara “tískuflört”,“ segir íslenska listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, betur þekkt undir listamannanafninu Shoplifter, um samstarf sitt við sænsku verslanakeðjuna & Other Stories, sem er í eigu Hennes & Mauritz, en línan kemur í verslanir út um allan heim í dag. Fatalínuna einkenna litir og mynstur sem eru innblásin af verkum Hrafnhildar. Búist er við að línan seljist upp á nokkrum dögum en hún kemur í um 30 verslanir & Other Stories út um allan heim. Glamour fékk að spyrja Hrafnhildi nánar út í verkefni og skoða línuna í heild sinni (sjá myndaalbúm neðst í fréttinni)Hvernig kom samstarfið til? David Castenfors sem er ritstjóri Artlover Magazine í Svíþjóð mælti með mér við & Other Stories þegar þau voru að leita að áhugaverðum listamanni til að vinna með. Blaðið hafði gert við mig viðtal árið 2011 þegar ég hlaut Textílverðlaun Norðurlanda og David á verk eftir mig svo hann benti þeim á að tala við mig. Þegar ég fór í viðtal hélt ég að ég væri í hópi umsækjanda en það kom fljótt í ljós að þau voru búin að ákveða sig og ég þurfti bara að segja já. Það sem mér fannst áhugaverðast er að þau hjá & Other Stories höfðu ekki hugmynd um að ég ynni við hönnun við og við heldur skoðuðu þau bara vefsíðuna mína og voru eingöngu að hugsa þetta útfrá myndlistarverkunum mínum. Hvernig gekk ferlið fyrir sig? Ég hef ekki viljað taka of mikinn tíma frá myndlistinni til að vinna í hönnun og þetta er bara svona eins og eitthvað framhjáhald finnst mér. Mitt hlutverk í samstarfinu var að gera línu sem er innblásin af myndlistinni minni og það er mér mjög eðlislægt að framlengja myndlist inní heim hönnunar þar sem hef alltaf verið að gera föt og fylgihluti fyrir sjálfa mig og vini. Það virðist vera mér eðlislægt að vera á þessu gráa svæði listar og hönnuna og gefur mér innblástur enda kem ég inná sjálfsímyndir og hégóma í verkunum mínum. Fyrir mér er ég að taka myndheiminn út úr safni eða galleríi og inní hversdagsleikann. Myndlistin laumar sér inní umhverfið í formi fatnaðar og fylgihluta og ég gef mér frelsi til að vinna utan myndlistar rammans. Mér finnst hressandi að leyfa mér það í starfsumhverfi myndlistar sem tekur sig soldið of alvarlega á köflum. Ég nota húmor og eigið fegurðarskyn til að skapa myndheim sem er innblásinn af öllu sem ég upplifi og ég hef alltaf verið tískudrós.Hvaðan kom innblásturinn fyrir línuna? Það var augljóst að þau hjá & Other Stories vildu að ég gerði framlengingu á verkunum mínum, og er það besta við þetta verkefni, enda sé ég mig ekki sem týpískan hönnuð heldur frekar svona hugmyndasmið sem getur unnið myndheim inní hvað sem er. Ég hef unnið mestmegnis með manns- og gervihár og lét það ráða för og hannaði prent útfrá ljósmyndum af ýmsum verkum í gegnum tíðina. Teymið sem ég vann með hjá & Other Stories var mjög jákvætt strax frá byrjun og einhvernvegin til í allt og gaf mér mikið frelsi og stuðning við að velja það sem ég vildi segja um verkin í svona þétta mini-línu. Við völdum “signature” verk til að vinna útfrá, fléttur, hárflóka, loðna broskalla og krumpuverk. Úr þessum útgangspunktum spannst línan sem samanstendur af gammosíum, stuttermajoggingkjólum, anorak og klútum sem hægt er að leika sér með fram og til baka og svo í miðju verkefninu spurðu þau hvort þau mættu bæta við augnskuggum og naglalökkum með litum úr línunni sem ég samþykkti um hæl og náði að smella nokkrum augnhárum í nokkur naglökkin til að fá þetta til að "meika sens".Er þetta í fyrsta sinn sem þú ferð í samstarf við fatakeðju og gætir þú hugsað þér að gera það aftur?Í gegnum tíðina hef ég hannað með Eddu Guðmundsdóttur stílista svona "finale pieces” á NY tískuvikunni fyrir m.a. Victoria Bartlett og Chromat. Og þar áður gerði ég svona einn og einn hlut fyrir ThreeAsFour og Tess Giberson og þá alltaf unnið með minn efnivið eða stíl inní þema hönnuðarins í hvert skipti. En núna fékk ég að gera þetta algerlega á eigin forsendum og ég myndi algjörlega vera til í að gera það aftur í samhengi eins og þessu þar sem ég fæ að einbeita mér að hugmyndavinnunni og framkvæmdin og framleiðslan er í höndum fagmanna.Það skemmtilegasta við samstarfið? Að búa til akkúrt það sem mig langar að vera í og koma almennilega útúr fataskápnum sem hönnuður!Þín uppáhalds flík úr línunni og afhverju?Soldið erfitt að velja verð ég að viðurkenna en hressasta stykkið er broskalla T-shirt kjóllinn af því ég kemst í gott skap þegar ég er í honum og hann er með vösum!... Svo finnst mér anorakkurinn geggjaður af því hann er eins og gegnsær skúlptúr og brotajárnsgull og silfur línan er svo brútal og groddalegt skart, ekkert pempíudót.Hvað er svo framundan hjá þér?Samsýning í International Print Center í NY þar sem íslenskir myndlistarmenn sýna prentverk. Í apríl set ég upp stóra innsetningu í LA fyrir Reykjavik Music Festival í Walt Disney Concert Hall byggingunni sem er eftir Frank Gehry og er hún mögnuð útaf fyrir sig og heiður að vinna inní henni. Á þessu festivali koma fram íslenskir tónlistarmenn eins og Jóhann Jóhannsson og Sigur Rós spilar einnig með LA Philharmonic. Svo kem ég heim og geri einkasýningu í Listasafni Íslands í lok maí og svo ætla ég að fá sumarfrí með fjölskyldunni minni sem hefur þurft að vera ansi þolinmóð undanfarið. Virkilega skemmtilegt hönnunarsamstarf íslensku listakonunnar við sænska fatamerkið - sjáðu fatalínuna og herferðina i heild sinni í myndaalbúmi neðst í fréttinni. Glamour Tíska Mest lesið Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Selena Gomez í Galvan kjól á stjörnuprýddum tónleikum Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Selena Gomez frumsýnir nýja klippingu Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Beyoncé prýðir forsíðu september Vogue Glamour
„Þetta er eiginlega svona draumaferli fyrir einhvern eins og mig sem er bara “tískuflört”,“ segir íslenska listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, betur þekkt undir listamannanafninu Shoplifter, um samstarf sitt við sænsku verslanakeðjuna & Other Stories, sem er í eigu Hennes & Mauritz, en línan kemur í verslanir út um allan heim í dag. Fatalínuna einkenna litir og mynstur sem eru innblásin af verkum Hrafnhildar. Búist er við að línan seljist upp á nokkrum dögum en hún kemur í um 30 verslanir & Other Stories út um allan heim. Glamour fékk að spyrja Hrafnhildi nánar út í verkefni og skoða línuna í heild sinni (sjá myndaalbúm neðst í fréttinni)Hvernig kom samstarfið til? David Castenfors sem er ritstjóri Artlover Magazine í Svíþjóð mælti með mér við & Other Stories þegar þau voru að leita að áhugaverðum listamanni til að vinna með. Blaðið hafði gert við mig viðtal árið 2011 þegar ég hlaut Textílverðlaun Norðurlanda og David á verk eftir mig svo hann benti þeim á að tala við mig. Þegar ég fór í viðtal hélt ég að ég væri í hópi umsækjanda en það kom fljótt í ljós að þau voru búin að ákveða sig og ég þurfti bara að segja já. Það sem mér fannst áhugaverðast er að þau hjá & Other Stories höfðu ekki hugmynd um að ég ynni við hönnun við og við heldur skoðuðu þau bara vefsíðuna mína og voru eingöngu að hugsa þetta útfrá myndlistarverkunum mínum. Hvernig gekk ferlið fyrir sig? Ég hef ekki viljað taka of mikinn tíma frá myndlistinni til að vinna í hönnun og þetta er bara svona eins og eitthvað framhjáhald finnst mér. Mitt hlutverk í samstarfinu var að gera línu sem er innblásin af myndlistinni minni og það er mér mjög eðlislægt að framlengja myndlist inní heim hönnunar þar sem hef alltaf verið að gera föt og fylgihluti fyrir sjálfa mig og vini. Það virðist vera mér eðlislægt að vera á þessu gráa svæði listar og hönnuna og gefur mér innblástur enda kem ég inná sjálfsímyndir og hégóma í verkunum mínum. Fyrir mér er ég að taka myndheiminn út úr safni eða galleríi og inní hversdagsleikann. Myndlistin laumar sér inní umhverfið í formi fatnaðar og fylgihluta og ég gef mér frelsi til að vinna utan myndlistar rammans. Mér finnst hressandi að leyfa mér það í starfsumhverfi myndlistar sem tekur sig soldið of alvarlega á köflum. Ég nota húmor og eigið fegurðarskyn til að skapa myndheim sem er innblásinn af öllu sem ég upplifi og ég hef alltaf verið tískudrós.Hvaðan kom innblásturinn fyrir línuna? Það var augljóst að þau hjá & Other Stories vildu að ég gerði framlengingu á verkunum mínum, og er það besta við þetta verkefni, enda sé ég mig ekki sem týpískan hönnuð heldur frekar svona hugmyndasmið sem getur unnið myndheim inní hvað sem er. Ég hef unnið mestmegnis með manns- og gervihár og lét það ráða för og hannaði prent útfrá ljósmyndum af ýmsum verkum í gegnum tíðina. Teymið sem ég vann með hjá & Other Stories var mjög jákvætt strax frá byrjun og einhvernvegin til í allt og gaf mér mikið frelsi og stuðning við að velja það sem ég vildi segja um verkin í svona þétta mini-línu. Við völdum “signature” verk til að vinna útfrá, fléttur, hárflóka, loðna broskalla og krumpuverk. Úr þessum útgangspunktum spannst línan sem samanstendur af gammosíum, stuttermajoggingkjólum, anorak og klútum sem hægt er að leika sér með fram og til baka og svo í miðju verkefninu spurðu þau hvort þau mættu bæta við augnskuggum og naglalökkum með litum úr línunni sem ég samþykkti um hæl og náði að smella nokkrum augnhárum í nokkur naglökkin til að fá þetta til að "meika sens".Er þetta í fyrsta sinn sem þú ferð í samstarf við fatakeðju og gætir þú hugsað þér að gera það aftur?Í gegnum tíðina hef ég hannað með Eddu Guðmundsdóttur stílista svona "finale pieces” á NY tískuvikunni fyrir m.a. Victoria Bartlett og Chromat. Og þar áður gerði ég svona einn og einn hlut fyrir ThreeAsFour og Tess Giberson og þá alltaf unnið með minn efnivið eða stíl inní þema hönnuðarins í hvert skipti. En núna fékk ég að gera þetta algerlega á eigin forsendum og ég myndi algjörlega vera til í að gera það aftur í samhengi eins og þessu þar sem ég fæ að einbeita mér að hugmyndavinnunni og framkvæmdin og framleiðslan er í höndum fagmanna.Það skemmtilegasta við samstarfið? Að búa til akkúrt það sem mig langar að vera í og koma almennilega útúr fataskápnum sem hönnuður!Þín uppáhalds flík úr línunni og afhverju?Soldið erfitt að velja verð ég að viðurkenna en hressasta stykkið er broskalla T-shirt kjóllinn af því ég kemst í gott skap þegar ég er í honum og hann er með vösum!... Svo finnst mér anorakkurinn geggjaður af því hann er eins og gegnsær skúlptúr og brotajárnsgull og silfur línan er svo brútal og groddalegt skart, ekkert pempíudót.Hvað er svo framundan hjá þér?Samsýning í International Print Center í NY þar sem íslenskir myndlistarmenn sýna prentverk. Í apríl set ég upp stóra innsetningu í LA fyrir Reykjavik Music Festival í Walt Disney Concert Hall byggingunni sem er eftir Frank Gehry og er hún mögnuð útaf fyrir sig og heiður að vinna inní henni. Á þessu festivali koma fram íslenskir tónlistarmenn eins og Jóhann Jóhannsson og Sigur Rós spilar einnig með LA Philharmonic. Svo kem ég heim og geri einkasýningu í Listasafni Íslands í lok maí og svo ætla ég að fá sumarfrí með fjölskyldunni minni sem hefur þurft að vera ansi þolinmóð undanfarið. Virkilega skemmtilegt hönnunarsamstarf íslensku listakonunnar við sænska fatamerkið - sjáðu fatalínuna og herferðina i heild sinni í myndaalbúmi neðst í fréttinni.
Glamour Tíska Mest lesið Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Selena Gomez í Galvan kjól á stjörnuprýddum tónleikum Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Selena Gomez frumsýnir nýja klippingu Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Beyoncé prýðir forsíðu september Vogue Glamour