Hin stóra persóna Sigríður Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 09:15 Friðrik fær það gríðarstóra verkefni að líkamna sjálfan Þórberg. Vísir/Eyþór Tjarnarbíó, í samastarfi við Eddu Productions, býður leikhúsgestum að vera áhorfendur í sjónvarpssal þar sem gesturinn er enginn annar en hinn margrómaði rithöfundur Þórbergur Þórðarson. Sýningin Þórbergur var frumsýnd nú á fimmtudaginn þar sem kafað er ofan í líf og áhrifavalda skáldsins með hjálp frá manninum sjálfum. Víðfrægt viðtal Magnúsar Bjarnfreðssonar við Þórberg á RÚV myndar grunnstoðir sýningarinnar en samræður þeirra tveggja eru kryddaðar með innskotum úr fortíðinni, upplestrum og tónlist. Edda Björg Eyjólfsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og hópurinn reyndar allur er skrifaður fyrir handritinu og hefur greinilega lagst í mikla rannsóknarvinnu. Í leikskrá stendur að hópurinn hafði notið aðstoðar rithöfundarins Péturs Gunnarssonar við mótun leikgerðarinnar. Hópavinna af þessu tagi er erfið í úrvinnslu. Í þetta skipti eru afleiðingarnar þær að djúp rannsóknarvinnan skilar sér ekki í innri kjarna og gangverk handritisins. Persónur þróast lítið og of mikið er treyst á texta Þórbergs í staðinn fyrir að nálgast hann á nýjan hátt. Friðrik Friðriksson snýr aftur á leiksvið eftir að hafa sinnt öðrum verkefnum tímabundið og fær það gríðarstóra verkefni að líkamna sjálfan Þórberg. Friðrik fellur ekki ofan í gryfju eftirhermunnar heldur skilar hlutverkinu á sínum eigin forsendum og gerir það af mikilli næmni. Nákvæmar líkamshreyfingar og málrómur gefa til kynna mann sem aldrei fann sig almennilega í samfélagi manna og sjálfhverfan er honum stundum til ama. Sjónvarpsmanninn Magnús leikur Sveinn Ólafur, hann fer bæði vel með texta og skapar geðþekkan og taugaveiklaðan mann á sviðinu, vandamálið er að persóna hans er einskonar spurningabanki í handritinu fremur en heildstæður karakter. Slíkt takmarkar túlkun. María Heba Þorkelsdóttir sýnir, í frekar óþakklátu hlutverki Margrétar Jónsdóttur, hversu góða kómíska tímasetningu hún hefur. Sólu leikur Birna Rún Eiríksdóttir og kemst hún ágætlega frá því en hefði mátt sýna meiri tilfinningaleg blæbrigði þegar samband þeirra Þórbergs er í andarslitrunum. Í leikstjórastólnum situr Edda Björg og ræðst hún ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda liggur nánast allt líf Þórbergs undir. Fínar áherslur og góður grunnur sýningarinnar líða fyrir skort á áherslubreytingum, bæði í handriti og sviðshreyfingum. Framvindan treystir of mikið á endursögu og innri heimur sýningarinnar er frekar óskýr. Eftir hlé kemur aftur á móti sterkasta atriði verksins þar sem fortíð og nútíð fléttast saman á áhrifaríkan hátt og tilfinningalíf höfundarins opnast upp á gátt í virkilega áhrifaríkri og vel leikstýrðri senu. Einfaldleikinn er ríkjandi í leikmynd þeirra Stígs Steinþórssonar og Bjarna Þórs Sigurbjörnssonar: Fremst á sviðinu eru tveir stólar þar sem þeir Magnús og Þórbergur ræða saman en aftast er fjölnota hvítt tjald sem notað er til að varpa á myndum og gefa áhorfendum tækifæri til að gægjast inn í aðrar og stærri víddir. Leikmyndin er sprengd út með ágætu hljóð- og tónlistarvali Stefáns Más Magnússonar en stundum verður of mikið af því góða, s.s. þegar Magnús fer með ljóðabrot undir tónum Claude Debussy. Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur eru fagurlega hannaðir að vanda, látlausir en úthugsaðir. Sömu sögu má segja um ljósahönnun Kjartans Darra Kristjánssonar sem er lágstemmd en smellpassar sýningunni. Snilli Þórbergs Þórðarssonar ljómar í gegnum sýninguna enda var hann stílisti mikill með einstaka sýn á bæði þennan heim og möguleika handanheima, allífið og astralplanið. Hljóðbrotin þar sem rödd skáldsins hljómar eru óborganleg og gefa sýningunni mikið. Ekki er Friðrik síðri í sínu hlutverki. Aftur á móti eru taktbreytingarnar of fáar og sýningin kemst aldrei á hið æðsta plan þrátt fyrir spennandi fyrirheit en þó er lokaatriðið sérlega eftirminnilegt.Niðurstaða: Friðrik Friðriksson stelur senunni en leikræn úrvinnsla er misjöfn. Leikhús Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tjarnarbíó, í samastarfi við Eddu Productions, býður leikhúsgestum að vera áhorfendur í sjónvarpssal þar sem gesturinn er enginn annar en hinn margrómaði rithöfundur Þórbergur Þórðarson. Sýningin Þórbergur var frumsýnd nú á fimmtudaginn þar sem kafað er ofan í líf og áhrifavalda skáldsins með hjálp frá manninum sjálfum. Víðfrægt viðtal Magnúsar Bjarnfreðssonar við Þórberg á RÚV myndar grunnstoðir sýningarinnar en samræður þeirra tveggja eru kryddaðar með innskotum úr fortíðinni, upplestrum og tónlist. Edda Björg Eyjólfsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og hópurinn reyndar allur er skrifaður fyrir handritinu og hefur greinilega lagst í mikla rannsóknarvinnu. Í leikskrá stendur að hópurinn hafði notið aðstoðar rithöfundarins Péturs Gunnarssonar við mótun leikgerðarinnar. Hópavinna af þessu tagi er erfið í úrvinnslu. Í þetta skipti eru afleiðingarnar þær að djúp rannsóknarvinnan skilar sér ekki í innri kjarna og gangverk handritisins. Persónur þróast lítið og of mikið er treyst á texta Þórbergs í staðinn fyrir að nálgast hann á nýjan hátt. Friðrik Friðriksson snýr aftur á leiksvið eftir að hafa sinnt öðrum verkefnum tímabundið og fær það gríðarstóra verkefni að líkamna sjálfan Þórberg. Friðrik fellur ekki ofan í gryfju eftirhermunnar heldur skilar hlutverkinu á sínum eigin forsendum og gerir það af mikilli næmni. Nákvæmar líkamshreyfingar og málrómur gefa til kynna mann sem aldrei fann sig almennilega í samfélagi manna og sjálfhverfan er honum stundum til ama. Sjónvarpsmanninn Magnús leikur Sveinn Ólafur, hann fer bæði vel með texta og skapar geðþekkan og taugaveiklaðan mann á sviðinu, vandamálið er að persóna hans er einskonar spurningabanki í handritinu fremur en heildstæður karakter. Slíkt takmarkar túlkun. María Heba Þorkelsdóttir sýnir, í frekar óþakklátu hlutverki Margrétar Jónsdóttur, hversu góða kómíska tímasetningu hún hefur. Sólu leikur Birna Rún Eiríksdóttir og kemst hún ágætlega frá því en hefði mátt sýna meiri tilfinningaleg blæbrigði þegar samband þeirra Þórbergs er í andarslitrunum. Í leikstjórastólnum situr Edda Björg og ræðst hún ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda liggur nánast allt líf Þórbergs undir. Fínar áherslur og góður grunnur sýningarinnar líða fyrir skort á áherslubreytingum, bæði í handriti og sviðshreyfingum. Framvindan treystir of mikið á endursögu og innri heimur sýningarinnar er frekar óskýr. Eftir hlé kemur aftur á móti sterkasta atriði verksins þar sem fortíð og nútíð fléttast saman á áhrifaríkan hátt og tilfinningalíf höfundarins opnast upp á gátt í virkilega áhrifaríkri og vel leikstýrðri senu. Einfaldleikinn er ríkjandi í leikmynd þeirra Stígs Steinþórssonar og Bjarna Þórs Sigurbjörnssonar: Fremst á sviðinu eru tveir stólar þar sem þeir Magnús og Þórbergur ræða saman en aftast er fjölnota hvítt tjald sem notað er til að varpa á myndum og gefa áhorfendum tækifæri til að gægjast inn í aðrar og stærri víddir. Leikmyndin er sprengd út með ágætu hljóð- og tónlistarvali Stefáns Más Magnússonar en stundum verður of mikið af því góða, s.s. þegar Magnús fer með ljóðabrot undir tónum Claude Debussy. Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur eru fagurlega hannaðir að vanda, látlausir en úthugsaðir. Sömu sögu má segja um ljósahönnun Kjartans Darra Kristjánssonar sem er lágstemmd en smellpassar sýningunni. Snilli Þórbergs Þórðarssonar ljómar í gegnum sýninguna enda var hann stílisti mikill með einstaka sýn á bæði þennan heim og möguleika handanheima, allífið og astralplanið. Hljóðbrotin þar sem rödd skáldsins hljómar eru óborganleg og gefa sýningunni mikið. Ekki er Friðrik síðri í sínu hlutverki. Aftur á móti eru taktbreytingarnar of fáar og sýningin kemst aldrei á hið æðsta plan þrátt fyrir spennandi fyrirheit en þó er lokaatriðið sérlega eftirminnilegt.Niðurstaða: Friðrik Friðriksson stelur senunni en leikræn úrvinnsla er misjöfn.
Leikhús Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira