WarMonkeys ganga til liðs við CAZ eSports Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2017 10:30 Meðlimir WarMonkeys. Leikmenn íslenska Counter-strike liðsins WarMonkeys skrifuðu í gær undir samning til sex mánaða við breska fyrirtækið CAZ eSports sem rekur rætur sínar til atvinnumennsku í Call Of Duty leiknum. Fyrirtækið hefur átt atvinnumenn í Heartstone, Counter-strike: source, Counter-strike:GO og Call Of Duty. CAZ er eitt af stærstu eSports fyrirtækjum í Bretlandi. Samningurinn kveður upp á stuðning við leikmenn liðsins svo þeir geti einbeitt sér að því að spila leikinn. Liðsmenn WarMonkeys hafa allir verið meðal bestu Counter-Strike spilara landsins bæði í CS:source og CS:GO, liðið er margverðlaunað á Íslandi og hefur náð eftirtektarverðum árangri á erlendum mótum. WarMonkeys fær þó sérmeðferð og halda samböndum við íslensk fyrirtæki, en liðið hefur átt mjög farsælt samstarf við Tölvutek og mun það halda áfram. Aron Ólafsson, framkvæmdarstjóri WarMonkeys, segir í tilkynningu að umgjörðin í kringum liðið mun breytast talsvert þó leikmennirnir munu líklega ekki finna mikið fyrir því. „Þeir fá að einbeita sér að því að bæta sig en bæði ég og þjálfarinn þeirra munum fylgja liðinu. Ég verð starfsmaður CAZ eSports og verð nokkurs konar liðsstjóri. Það er ágætt að þurfa ekki að vera allt í öllu lengur samhliða fullri vinnu. Uppgangur rafíþrótta hefur verið gríðarlegur út í heimi og eru fleiri milljónir sem horfa á rafíþróttir. Það eru fá íslensk fyrirtæki sem hafa séð sóknartækifæri í þessari menningu sem er ótrúlegt. Það eru þúsundir manns sem lesa stöðufærslur á netinu og fylgjast með liðinu þegar það keppir. Þess vegna er þetta mikill munur að komast inn á markað erlendis þar sem má finna meiri pening í þessu.“ Kristján Finnsson, fyrirliði liðsins var sammála Aroni. „Þetta er svolítið skemmtilegt, gaman að fá tækifæri að spila fyrir þekkt félag. Nú munum við fá enn meiri stuðning en við höfum fengið og talsvert meiri athygli erlendis að spila fyrir svona CAZ. Fyrir okkur í liðinu þá skiptir mestu málið að CAZ sér um mikið af þeim útgjöldum sem við höfum þurft að greiða. Það er mikill léttir þó svo að við fáum ekki beinharða peninga frá þeim þá er virði svona samnings mikið, því útgjöldin eru há þar sem við tökum þátt í mörgum mótum.“ Framvegis mun liðið mun ekki lengur spila undir nafninu WarMonkeys heldur CAZ eSports.Liðið samanstendur af Þorsteinn „th0rsteinnf“ Friðfinnsson Kristinn „CaPPiNg!“ Jóhannesson Ólafur Barði „ofvirkur“ Guðmundsson Pétur Örn „peterrr“ Helgason Kristján „kruzer“ Finnsson - Fyrirliði Þjálfari Caspian –L- Manager Aron „Aron Olafs***“ ÓlafssonWe are delighted to announce that we have officially signed team WarMonkeys from Iceland! #CAZarmy READ - https://t.co/HhYODcCE1Q pic.twitter.com/0Y4p5H7auc— CAZ eSports (@CAZeSports) February 26, 2017 Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Leikmenn íslenska Counter-strike liðsins WarMonkeys skrifuðu í gær undir samning til sex mánaða við breska fyrirtækið CAZ eSports sem rekur rætur sínar til atvinnumennsku í Call Of Duty leiknum. Fyrirtækið hefur átt atvinnumenn í Heartstone, Counter-strike: source, Counter-strike:GO og Call Of Duty. CAZ er eitt af stærstu eSports fyrirtækjum í Bretlandi. Samningurinn kveður upp á stuðning við leikmenn liðsins svo þeir geti einbeitt sér að því að spila leikinn. Liðsmenn WarMonkeys hafa allir verið meðal bestu Counter-Strike spilara landsins bæði í CS:source og CS:GO, liðið er margverðlaunað á Íslandi og hefur náð eftirtektarverðum árangri á erlendum mótum. WarMonkeys fær þó sérmeðferð og halda samböndum við íslensk fyrirtæki, en liðið hefur átt mjög farsælt samstarf við Tölvutek og mun það halda áfram. Aron Ólafsson, framkvæmdarstjóri WarMonkeys, segir í tilkynningu að umgjörðin í kringum liðið mun breytast talsvert þó leikmennirnir munu líklega ekki finna mikið fyrir því. „Þeir fá að einbeita sér að því að bæta sig en bæði ég og þjálfarinn þeirra munum fylgja liðinu. Ég verð starfsmaður CAZ eSports og verð nokkurs konar liðsstjóri. Það er ágætt að þurfa ekki að vera allt í öllu lengur samhliða fullri vinnu. Uppgangur rafíþrótta hefur verið gríðarlegur út í heimi og eru fleiri milljónir sem horfa á rafíþróttir. Það eru fá íslensk fyrirtæki sem hafa séð sóknartækifæri í þessari menningu sem er ótrúlegt. Það eru þúsundir manns sem lesa stöðufærslur á netinu og fylgjast með liðinu þegar það keppir. Þess vegna er þetta mikill munur að komast inn á markað erlendis þar sem má finna meiri pening í þessu.“ Kristján Finnsson, fyrirliði liðsins var sammála Aroni. „Þetta er svolítið skemmtilegt, gaman að fá tækifæri að spila fyrir þekkt félag. Nú munum við fá enn meiri stuðning en við höfum fengið og talsvert meiri athygli erlendis að spila fyrir svona CAZ. Fyrir okkur í liðinu þá skiptir mestu málið að CAZ sér um mikið af þeim útgjöldum sem við höfum þurft að greiða. Það er mikill léttir þó svo að við fáum ekki beinharða peninga frá þeim þá er virði svona samnings mikið, því útgjöldin eru há þar sem við tökum þátt í mörgum mótum.“ Framvegis mun liðið mun ekki lengur spila undir nafninu WarMonkeys heldur CAZ eSports.Liðið samanstendur af Þorsteinn „th0rsteinnf“ Friðfinnsson Kristinn „CaPPiNg!“ Jóhannesson Ólafur Barði „ofvirkur“ Guðmundsson Pétur Örn „peterrr“ Helgason Kristján „kruzer“ Finnsson - Fyrirliði Þjálfari Caspian –L- Manager Aron „Aron Olafs***“ ÓlafssonWe are delighted to announce that we have officially signed team WarMonkeys from Iceland! #CAZarmy READ - https://t.co/HhYODcCE1Q pic.twitter.com/0Y4p5H7auc— CAZ eSports (@CAZeSports) February 26, 2017
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira