Fjórar efnilegar frjálsíþróttastelpur í Íslandsmetaham um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 15:15 Mynd/Samsett/FRÍ Fjórar stórefnilegar frjálsíþróttastelpur settu allar Íslandsmet í sínum aldursflokki á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum um helgina. Það sem er líka athyglisvert er að þær koma úr fjórum mismundandi félögum og það er því greinilega verið að vinna flott starf á mörgum stöðum.Erna Sóley Gunnarsdóttir út Aftureldingu bætti Íslandsmet Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur með þriggja kílóa kúlunni í flokki 16-17 ára stúlkna. Erna Sóley kastaði 15,23 metra á Stórmóti ÍR en gamla metið var 15,06 metrar. Erna Sóley er gríðarlegt efni en hún keppir fyrir Aftureldingu og er þjálfuð af Pétri Guðmundssyni.Thelma Rós Hálfdánardóttir úr FH setti aldursflokkamet í stangarstökki 15 ára stúlkna með því að fara yfir 3,30 metra á Stórmóti ÍR. Thelma Rós átti sjálf gamla metið (3,20 metrar) en með Örnu Ýr Jónsdóttur. Arna Ýr er kannski þekktari fyrir það var vera kjörin Ungfrú Ísland árið 2015.Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR setti aldursflokkamet hjá 17 til 22 ára þegar hún kom í mark á 24,28 sekúndum í 200 metra hlaupi á Stórmóti ÍR. Guðbjörg Jóna bætti met Silju Úlfarsdóttur (24,32 sekúndur) í 20 til 22 ára flokki sem var orðið 14 ára gamalt. Guðbjörg Jóna átti sjálf metin í 16 til 17 ára flokki og 18 til 19 ára flokki. Ekki slæmt að bæta þrjú aldursflokkamet í sama hlaupi hjá þessari stórefnilegu fimmtán ára stelpu.Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki bætti aldursflokkamet í 60 metra grindahlaupi 15 ára stúlkna þegar hún hljóp á 9,05 sekúndum. Birna bætti met Blikans Irmu Gunnarsdóttur sem var búin að eiga það í fjögur ár. Hér fyrir neðan má sjá efni um afrek stelpnanna af fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Sjá meira
Fjórar stórefnilegar frjálsíþróttastelpur settu allar Íslandsmet í sínum aldursflokki á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum um helgina. Það sem er líka athyglisvert er að þær koma úr fjórum mismundandi félögum og það er því greinilega verið að vinna flott starf á mörgum stöðum.Erna Sóley Gunnarsdóttir út Aftureldingu bætti Íslandsmet Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur með þriggja kílóa kúlunni í flokki 16-17 ára stúlkna. Erna Sóley kastaði 15,23 metra á Stórmóti ÍR en gamla metið var 15,06 metrar. Erna Sóley er gríðarlegt efni en hún keppir fyrir Aftureldingu og er þjálfuð af Pétri Guðmundssyni.Thelma Rós Hálfdánardóttir úr FH setti aldursflokkamet í stangarstökki 15 ára stúlkna með því að fara yfir 3,30 metra á Stórmóti ÍR. Thelma Rós átti sjálf gamla metið (3,20 metrar) en með Örnu Ýr Jónsdóttur. Arna Ýr er kannski þekktari fyrir það var vera kjörin Ungfrú Ísland árið 2015.Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR setti aldursflokkamet hjá 17 til 22 ára þegar hún kom í mark á 24,28 sekúndum í 200 metra hlaupi á Stórmóti ÍR. Guðbjörg Jóna bætti met Silju Úlfarsdóttur (24,32 sekúndur) í 20 til 22 ára flokki sem var orðið 14 ára gamalt. Guðbjörg Jóna átti sjálf metin í 16 til 17 ára flokki og 18 til 19 ára flokki. Ekki slæmt að bæta þrjú aldursflokkamet í sama hlaupi hjá þessari stórefnilegu fimmtán ára stelpu.Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki bætti aldursflokkamet í 60 metra grindahlaupi 15 ára stúlkna þegar hún hljóp á 9,05 sekúndum. Birna bætti met Blikans Irmu Gunnarsdóttur sem var búin að eiga það í fjögur ár. Hér fyrir neðan má sjá efni um afrek stelpnanna af fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Sjá meira