Lífið

Fólkið á Sónar: Ætla að láta koma sér á óvart

Guðný Hrönn skrifar
Ano og Stefanie eru hrifin af íslensku tónlistarsenunni.
Ano og Stefanie eru hrifin af íslensku tónlistarsenunni. Vísir/Eyþór
Ano Weihs og Stefanie Schelte Elfert koma frá Þýskalandi en þau hafa dvalið undanfarna tvo mánuði á Íslandi sem listamenn á  gestavinnustofu. Þau ákváðu að gefa sér tíma til að fara á tónlistarhátíðina Sónar til að kynna sér íslenska tónlist betur.

„Við höfum komið oft áður til Íslands, sex sinnum. Okkur þykir gott að vera hér því við erum farin að þekkja Ísland vel og þurfum því ekki að leita hluti uppi.“

Bæði eru þau miklir tónlistarunnendur og hingað til hafa þau verið dugleg að hlusta á íslenska tónlist. GusGus er í miklu uppáhaldi hjá þeim sem og Sin Fang, Kiasmos og Ólafur Arnalds.

„Þar sem við elskum Ísland þá höfum við verið dugleg að kynna okkur íslenska tónlist,“ segir Stefanie.

Annars eru þau Stefanie og Ano ekki með neitt ákveðið plan fyrir Sónar-helgina. „Við ætlum bara að láta koma okkur á óvart.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×