26 sundlaugar á 28 dögum Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2017 10:15 Hinrik hugsaði út fyrir boxið og ákvað að stinga sér til sunds í öllum laugum frá póstnúmeri 101 og upp í 310. MYND/GVA Hinrik Wöhler planar að heimsækja 26 almenningssundlaugar áður en febrúar rennur sitt skeið á enda. Hann ætlar ekki aðeins að synda heldur njóta þess að vera laus við síma, tölvur og annað áreiti. „Vinnustaðurinn minn heldur meistaramánuðinn hátíðlegan og flestir vinnufélaganna ætla að breyta mataræðinu til hins betra eða hreyfa sig meira. Ég ákvað að hugsa aðeins út fyrir boxið og finna mér eitthvað annað að gera og þetta varð niðurstaðan. Á þessum árstíma er líka frekar lítið um afþreyingu þannig að mér datt í hug að fara í sund til að krydda upp á febrúarmánuð,“ segir Hinrik en hann vinnur hjá Íslandsbanka. Ætlunin er að heimsækja allar sundlaugar frá póstnúmeri 101 upp í 310. Þær eru tuttugu og átta talsins en sundlaugin í Garðabæ er lokuð vegna breytinga og sundlaugin að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit er ekki opin yfir vetrartímann. „Þetta gerir því alls tuttugu og sex sundlaugar. Sextán þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, sex á Reykjanesskaganum og fjórar í póstnúmeri 300 til 310. Það er spurning um að ég leiti til Spalar og ÍTR og fái styrk því að 26 sundferðir eru ekki ókeypis,“ segir Hinrik. Spurður hvort hann hafi nægan tíma fyrir allar þessar sundferðir segist hann vera barnlaus og mun öll hans orka og einbeiting fara í sundferðirnar. „Suma daga þarf ég sennilega að fara tvisvar svo ég nái þessu markmiði, eins og þegar ég fer í sundlaugarnar á Reykjanesskaga. Ég tek líklega Grindavík og Njarðvík sama daginn, enda er ekkert sem bannar það. Það þarf bara að hafa gott rakakrem við höndina og þá er þetta ekkert mál,“ segir Hinrik. Uppáhaldslaugarnar hans eru Varmárlaug í Mosfellsbæ, sem er hans heimabær, og Klébergslaug á Kjalarnesi. „Sú laug er óslípaður demantur sem leynir á sér,“ segir hann. Stefnan er ekki að synda langar vegalengdir heldur fyrst og fremst að njóta þess að sitja í heita pottinum og slappa af. „Ég ætla að hóa í félaga mína og fjölskylduna og fá með mér í laugina og rækta þannig vinaböndin. Í sundi er maður alveg frjáls. Það er enginn sem nær í mann og enginn sími eða tölva sem truflar svo það er vel hægt að vera í rólegheitum með vinum og vandamönnum að spjalla um líf og leik. Draumurinn er að fara í allar almenningssundlaugar landsins en ég þyrfti kannski að taka gott ár eða tvö í það verkefni,“ segir Hinrik en síðasta sundlaugarferðin í þessari lotu verður farin í Lágafellslaug þann 28. febrúar næstkomandi. Meistaramánuður Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Sjá meira
Hinrik Wöhler planar að heimsækja 26 almenningssundlaugar áður en febrúar rennur sitt skeið á enda. Hann ætlar ekki aðeins að synda heldur njóta þess að vera laus við síma, tölvur og annað áreiti. „Vinnustaðurinn minn heldur meistaramánuðinn hátíðlegan og flestir vinnufélaganna ætla að breyta mataræðinu til hins betra eða hreyfa sig meira. Ég ákvað að hugsa aðeins út fyrir boxið og finna mér eitthvað annað að gera og þetta varð niðurstaðan. Á þessum árstíma er líka frekar lítið um afþreyingu þannig að mér datt í hug að fara í sund til að krydda upp á febrúarmánuð,“ segir Hinrik en hann vinnur hjá Íslandsbanka. Ætlunin er að heimsækja allar sundlaugar frá póstnúmeri 101 upp í 310. Þær eru tuttugu og átta talsins en sundlaugin í Garðabæ er lokuð vegna breytinga og sundlaugin að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit er ekki opin yfir vetrartímann. „Þetta gerir því alls tuttugu og sex sundlaugar. Sextán þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, sex á Reykjanesskaganum og fjórar í póstnúmeri 300 til 310. Það er spurning um að ég leiti til Spalar og ÍTR og fái styrk því að 26 sundferðir eru ekki ókeypis,“ segir Hinrik. Spurður hvort hann hafi nægan tíma fyrir allar þessar sundferðir segist hann vera barnlaus og mun öll hans orka og einbeiting fara í sundferðirnar. „Suma daga þarf ég sennilega að fara tvisvar svo ég nái þessu markmiði, eins og þegar ég fer í sundlaugarnar á Reykjanesskaga. Ég tek líklega Grindavík og Njarðvík sama daginn, enda er ekkert sem bannar það. Það þarf bara að hafa gott rakakrem við höndina og þá er þetta ekkert mál,“ segir Hinrik. Uppáhaldslaugarnar hans eru Varmárlaug í Mosfellsbæ, sem er hans heimabær, og Klébergslaug á Kjalarnesi. „Sú laug er óslípaður demantur sem leynir á sér,“ segir hann. Stefnan er ekki að synda langar vegalengdir heldur fyrst og fremst að njóta þess að sitja í heita pottinum og slappa af. „Ég ætla að hóa í félaga mína og fjölskylduna og fá með mér í laugina og rækta þannig vinaböndin. Í sundi er maður alveg frjáls. Það er enginn sem nær í mann og enginn sími eða tölva sem truflar svo það er vel hægt að vera í rólegheitum með vinum og vandamönnum að spjalla um líf og leik. Draumurinn er að fara í allar almenningssundlaugar landsins en ég þyrfti kannski að taka gott ár eða tvö í það verkefni,“ segir Hinrik en síðasta sundlaugarferðin í þessari lotu verður farin í Lágafellslaug þann 28. febrúar næstkomandi.
Meistaramánuður Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Sjá meira