Er líkur pabba sínum í fasi og útliti Guðrún Jón Stefánsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Lagið Þú hefur dáleitt mig keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Vísir/Vilhelm „Aron er mjög líkur pabba sínum, bæði í fasi og útliti, hann hefur líka svona bjarta, háa söngrödd. Hann byrjaði ungur að leika og koma fram og það er yndislegt að sjá hann vera að þroskast og blómstra í því. Ég fyllist alltaf af gríðarlegu stolti og tárast reglulega á æfingum, en hann sýnir manni að lífið heldur áfram í börnunum okkar og að minning elsku Sjonna okkur lifir,“ segir Þórunn Erna Clausen, höfundur lagsins Þú hefur dáleitt mig svo og textans, en stjúpsonur hennar, Aron Brink, syngur lagið, sem keppir í seinni undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fer þann 4. mars í Háskólabíói. Þórunn segir lagið vera mikla gleðisprengju, og vonar innilega að fólk fái þá tilfinningu þegar það hlustar á lagið. „Það er fjörugt, líflegt og svona suðrænn taktur í því, svolítið svona eins og fótboltakeppnislag. Ég held að það sé alveg kominn tími á svoleiðis lag í Eurovision, sérstaklega nú á þessum tímum, lag sem fær okkur til að dansa, sjá fegurðina í ástinni í kringum okkur og minnir okkur á að njóta augnabliksins og vera góð við aðra,“ útskýrir Þórunn. En hvernig kom það til að Aron Brink var valinn til að syngja lagið? „Það var þannig að við Þórunn vorum stödd í barnaafmæli hjá litlu frænku okkar í fyrra. Það var þá sem við heyrðum lagið hans Justins Timberlake, „Can't Stop the Feeling“, í fyrsta sinn. Við töluðum um það hvað það væri gaman að gera svona lag fyrir mig til að syngja. Svona glaðlegt og skemmtilegt með danstakti. Þannig byrjaði þetta allt að rúlla og nú erum við að fara með litlu hugmyndina okkar sem er ekki lítil lengur að keppa í Söngvakeppninni,“ segir Aron Brink spenntur. Aron á ekki langt að sækja hæfileika sína, en faðir hans, Sjonni Brink heitinn, var mikill tónlistarmaður. Hann tók meðal annars nokkrum sinnum þátt í Söngvakeppninni Sjónvarpsins og var mikill aðdáandi Eurovision. „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi og spenningurinn var alltaf meiri ef pabbi var að keppa. Mér finnst það æðislegt. Það væri draumurinn að fara út í aðalkeppnina sex árum eftir að lagið þeirra pabba og Þórunnar fór alla leið,“ segir hann. Aðspurður hvort Aron hugsi oft til pabba síns, þegar hann kemur fram segir hann svo ekki vera. „Ég einhvern veginn næ að skilja mig frá öllu og hugsa ekki um neitt eða neinn og er bara ég. Ég hugsa oft til hans áður en ég kem fram og hugsa hvaða ráð hann myndi gefa mér áður en ég færi á sviðið. En ég veit að hann fylgist með mér og passar upp á mig,“ segir Aron. Lagið Þú hefur dáleitt mig fjallar um ástina og hvernig hún getur hjálpað manni upp úr sorginni. „Og líka hvernig áhyggjurnar og sorgirnar hverfa þegar ástin er til staðar,“ segir Aron Brink. Viðbrögðin við laginu hafa verið góð og fjöldi barna er farinn að söngla með laginu nú þegar. „Við erum búin að fá svo yndisleg viðbrögð frá fólki við laginu sem við erum gríðarlega þakklát fyrir. Æfingar hafa gengið ótrúlega vel, og ég verð að segja að hópurinn í atriðinu er alveg sérstaklega hress og skemmtilegur, það er mikið fjör á æfingum, við gætum ekki verið heppnari með hóp og hlökkum ekkert smá til að sýna ykkur atriðið á sviðinu,“ segja þau. Eurovision Tengdar fréttir Álitsgjafar um Söngvakeppnina: Engin Júrósnilld en slagarar inn á milli „Fátt sem er fullkomlega drepleiðinlegt,“ segir einn af álitsgjöfum Vísis um Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 31. janúar 2017 10:15 Eurovision-sérfræðingur veðjar á Aron Brink Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um Söngkeppni sjónvarpsins árið 2017. 3. febrúar 2017 13:15 Frumsýning: „Gleðisprengja“ frá Aroni Brink Aron Brink flytur lagið Þú hefur dáleitt mig í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. 7. febrúar 2017 09:50 Sjonni keypti gítarinn í laumi rétt áður en hann lést: „Upp úr því byrjaði ég að fikta“ "Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“ 27. janúar 2017 10:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Aron er mjög líkur pabba sínum, bæði í fasi og útliti, hann hefur líka svona bjarta, háa söngrödd. Hann byrjaði ungur að leika og koma fram og það er yndislegt að sjá hann vera að þroskast og blómstra í því. Ég fyllist alltaf af gríðarlegu stolti og tárast reglulega á æfingum, en hann sýnir manni að lífið heldur áfram í börnunum okkar og að minning elsku Sjonna okkur lifir,“ segir Þórunn Erna Clausen, höfundur lagsins Þú hefur dáleitt mig svo og textans, en stjúpsonur hennar, Aron Brink, syngur lagið, sem keppir í seinni undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fer þann 4. mars í Háskólabíói. Þórunn segir lagið vera mikla gleðisprengju, og vonar innilega að fólk fái þá tilfinningu þegar það hlustar á lagið. „Það er fjörugt, líflegt og svona suðrænn taktur í því, svolítið svona eins og fótboltakeppnislag. Ég held að það sé alveg kominn tími á svoleiðis lag í Eurovision, sérstaklega nú á þessum tímum, lag sem fær okkur til að dansa, sjá fegurðina í ástinni í kringum okkur og minnir okkur á að njóta augnabliksins og vera góð við aðra,“ útskýrir Þórunn. En hvernig kom það til að Aron Brink var valinn til að syngja lagið? „Það var þannig að við Þórunn vorum stödd í barnaafmæli hjá litlu frænku okkar í fyrra. Það var þá sem við heyrðum lagið hans Justins Timberlake, „Can't Stop the Feeling“, í fyrsta sinn. Við töluðum um það hvað það væri gaman að gera svona lag fyrir mig til að syngja. Svona glaðlegt og skemmtilegt með danstakti. Þannig byrjaði þetta allt að rúlla og nú erum við að fara með litlu hugmyndina okkar sem er ekki lítil lengur að keppa í Söngvakeppninni,“ segir Aron Brink spenntur. Aron á ekki langt að sækja hæfileika sína, en faðir hans, Sjonni Brink heitinn, var mikill tónlistarmaður. Hann tók meðal annars nokkrum sinnum þátt í Söngvakeppninni Sjónvarpsins og var mikill aðdáandi Eurovision. „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi og spenningurinn var alltaf meiri ef pabbi var að keppa. Mér finnst það æðislegt. Það væri draumurinn að fara út í aðalkeppnina sex árum eftir að lagið þeirra pabba og Þórunnar fór alla leið,“ segir hann. Aðspurður hvort Aron hugsi oft til pabba síns, þegar hann kemur fram segir hann svo ekki vera. „Ég einhvern veginn næ að skilja mig frá öllu og hugsa ekki um neitt eða neinn og er bara ég. Ég hugsa oft til hans áður en ég kem fram og hugsa hvaða ráð hann myndi gefa mér áður en ég færi á sviðið. En ég veit að hann fylgist með mér og passar upp á mig,“ segir Aron. Lagið Þú hefur dáleitt mig fjallar um ástina og hvernig hún getur hjálpað manni upp úr sorginni. „Og líka hvernig áhyggjurnar og sorgirnar hverfa þegar ástin er til staðar,“ segir Aron Brink. Viðbrögðin við laginu hafa verið góð og fjöldi barna er farinn að söngla með laginu nú þegar. „Við erum búin að fá svo yndisleg viðbrögð frá fólki við laginu sem við erum gríðarlega þakklát fyrir. Æfingar hafa gengið ótrúlega vel, og ég verð að segja að hópurinn í atriðinu er alveg sérstaklega hress og skemmtilegur, það er mikið fjör á æfingum, við gætum ekki verið heppnari með hóp og hlökkum ekkert smá til að sýna ykkur atriðið á sviðinu,“ segja þau.
Eurovision Tengdar fréttir Álitsgjafar um Söngvakeppnina: Engin Júrósnilld en slagarar inn á milli „Fátt sem er fullkomlega drepleiðinlegt,“ segir einn af álitsgjöfum Vísis um Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 31. janúar 2017 10:15 Eurovision-sérfræðingur veðjar á Aron Brink Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um Söngkeppni sjónvarpsins árið 2017. 3. febrúar 2017 13:15 Frumsýning: „Gleðisprengja“ frá Aroni Brink Aron Brink flytur lagið Þú hefur dáleitt mig í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. 7. febrúar 2017 09:50 Sjonni keypti gítarinn í laumi rétt áður en hann lést: „Upp úr því byrjaði ég að fikta“ "Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“ 27. janúar 2017 10:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Álitsgjafar um Söngvakeppnina: Engin Júrósnilld en slagarar inn á milli „Fátt sem er fullkomlega drepleiðinlegt,“ segir einn af álitsgjöfum Vísis um Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 31. janúar 2017 10:15
Eurovision-sérfræðingur veðjar á Aron Brink Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um Söngkeppni sjónvarpsins árið 2017. 3. febrúar 2017 13:15
Frumsýning: „Gleðisprengja“ frá Aroni Brink Aron Brink flytur lagið Þú hefur dáleitt mig í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. 7. febrúar 2017 09:50
Sjonni keypti gítarinn í laumi rétt áður en hann lést: „Upp úr því byrjaði ég að fikta“ "Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“ 27. janúar 2017 10:30