Lungun orðin risastór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 07:00 Aníta Hinriksdóttir kemur hér í mark á nýju Íslandsmeti. Vísir/Hann Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjöunda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta eignaðist Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss fyrir rétt rúmum fimm árum þegar hún sló tæplega 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur. Lilja hljóp á 2:09,72 mínútum árið 1977 en Aníta var þarna strax búin að bæta metið um næstum því fjórar sekúndur. Nú fimm árum síðar hefur hún skafið aðrar fjórar sekúndur af metinu. Aníta hljóp á 2:01,18 mínútum um helgina. Hún var búin að bæta þetta met 2012, 2013, 2014 og 2015 en nú voru að verða tvö ár síðan hún bætti það síðast. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu ekki bara í sjónvarpinu heldur líka í hátalarakerfi Laugardalshallarinnar. Það leit ekki út fyrir að þetta væri methlaup í byrjun. Kannski má segja sem svo að lýsing Sigurbjörns Árna hafi hreinlega kveikt í Anítu því hún átti frábæran endasprett í hlaupinu. „Þetta er svona í það rólegasta kannski en sjáum hvað gerist,“ lýsti Sigurbjörn Árni en svo fór íslenska hlaupadrottningin af stað. „Aníta er komin á fleygiferð og sjáum til hvað hún gerir hér. Hedda Hynne fylgir henni eftir og virðist vera sú eina sem á einhvern möguleika í hana, sagði Sigurbjörn Árni og var kominn á fullt eins og hlaupararnir. „Þvílíkir seinni 400 metrar. Þær áttu aldrei séns, þvílíkt hlaup hjá Anítu Hinriksdóttur,“ sagði Sigurbjörn og allir í salnum gátu tekið undir það. Aníta var ánægð í sjónvarpsviðtali strax eftir hlaupið. „Það er pressa að vera á heimavelli en ég var ánægð með hvernig ég tæklaði það.Það kom hrikalegur andi með heimaáhorfendunum. Þetta var jafnt hlaup en ég var sérstaklega ánægð með síðasta hringinn. Það hefur stundum verið minn akkillesarhæll,“ sagði Aníta í viðtali í útsendingu Sjónvarpsins frá mótinu en Aníta lítur vel út eftir æfingaferðina til Suður-Afríku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa. Þetta hefur verið öðruvísi uppbygging eins og við var að búast. Við erum meira í þoli núna og grunn fyrir sumarið. Það er minna af þessum hrikalega erfiðu innanhússæfingum. Ég er búin að vera í háfjallaþjálfun þannig að lungun eru vonandi orðin risastór,“ sagði Aníta. Hún er á leiðinni í EM í Belgrad og verður ekki sú eina því Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu í 400 metra hlaupi á mótinu. „Það er snilld að fá Örnu Stefaníu með á EM. Við erum vanar að vera saman í herbergi og gerum hvorri annarri mjög gott,“ sagði Aníta. EM í Belgrad fer fram 3. til 5. mars. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjöunda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta eignaðist Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss fyrir rétt rúmum fimm árum þegar hún sló tæplega 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur. Lilja hljóp á 2:09,72 mínútum árið 1977 en Aníta var þarna strax búin að bæta metið um næstum því fjórar sekúndur. Nú fimm árum síðar hefur hún skafið aðrar fjórar sekúndur af metinu. Aníta hljóp á 2:01,18 mínútum um helgina. Hún var búin að bæta þetta met 2012, 2013, 2014 og 2015 en nú voru að verða tvö ár síðan hún bætti það síðast. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu ekki bara í sjónvarpinu heldur líka í hátalarakerfi Laugardalshallarinnar. Það leit ekki út fyrir að þetta væri methlaup í byrjun. Kannski má segja sem svo að lýsing Sigurbjörns Árna hafi hreinlega kveikt í Anítu því hún átti frábæran endasprett í hlaupinu. „Þetta er svona í það rólegasta kannski en sjáum hvað gerist,“ lýsti Sigurbjörn Árni en svo fór íslenska hlaupadrottningin af stað. „Aníta er komin á fleygiferð og sjáum til hvað hún gerir hér. Hedda Hynne fylgir henni eftir og virðist vera sú eina sem á einhvern möguleika í hana, sagði Sigurbjörn Árni og var kominn á fullt eins og hlaupararnir. „Þvílíkir seinni 400 metrar. Þær áttu aldrei séns, þvílíkt hlaup hjá Anítu Hinriksdóttur,“ sagði Sigurbjörn og allir í salnum gátu tekið undir það. Aníta var ánægð í sjónvarpsviðtali strax eftir hlaupið. „Það er pressa að vera á heimavelli en ég var ánægð með hvernig ég tæklaði það.Það kom hrikalegur andi með heimaáhorfendunum. Þetta var jafnt hlaup en ég var sérstaklega ánægð með síðasta hringinn. Það hefur stundum verið minn akkillesarhæll,“ sagði Aníta í viðtali í útsendingu Sjónvarpsins frá mótinu en Aníta lítur vel út eftir æfingaferðina til Suður-Afríku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa. Þetta hefur verið öðruvísi uppbygging eins og við var að búast. Við erum meira í þoli núna og grunn fyrir sumarið. Það er minna af þessum hrikalega erfiðu innanhússæfingum. Ég er búin að vera í háfjallaþjálfun þannig að lungun eru vonandi orðin risastór,“ sagði Aníta. Hún er á leiðinni í EM í Belgrad og verður ekki sú eina því Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu í 400 metra hlaupi á mótinu. „Það er snilld að fá Örnu Stefaníu með á EM. Við erum vanar að vera saman í herbergi og gerum hvorri annarri mjög gott,“ sagði Aníta. EM í Belgrad fer fram 3. til 5. mars.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti