Breski sportbílaframleiðandinn Zenos gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2017 09:00 Zenos E10 var eitt hugarfóstra verkfræðinga sem áður unnu hjá Lotus og Caterham. Heimur smárra sportbílaframleiðenda varð enn smærri í vikunni þar sem breski sportbílaframleiðandinn Zenos lýsti yfir gjaldþroti og leitar nú fjárfesta til að bjarga tilvist þess. Fyrirtækinu er nú stjórnað af Begbies Traynor LLP í London en það sérhæfir sig í endurreisn gjaldþrota fyrirtækja. Eflaust kannast ekki margir við Zenos bílaframleiðandann en margir slíkir litlir bílaframleiðendur fyrirfinnast þó. Zenos á þó ekki langa sögu, eða frá árinu 2012 og var stofnað af verkfræðingum sem unnið höfðu hjá Lotus og Caterham sportbílafyrirtækjunum. Fyrsti bíll Zenos var E10 og honum fylgdu svo enn öflugri E10 S og E10 R bílar. Allir þessir bílar voru litlir og léttir og enginn þeirra þyngri en 725 kíló. Þeir eru þó afar snarpir bílar með 200 til 350 hestafla vélar sem fengnar voru hjá Ford, meðal annars 2,3 lítra EcoBoost vélin úr Ford Focus ST. Með henni var Zenos E10 R aðeins 3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn 250 km/klst. Vélarnar voru miðjusettar í bílunum og afturhjóladrifnir. Zenos bílar voru alls ekki ódýrir og kostuðu frá 5,3 milljónum króna og skýrir það ef til vill út af hverju fyrirtækið er nú gjaldþrota. Vonandi verður þó tilvist Zenos bjargað af áhugasömum fjárfestum. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent
Heimur smárra sportbílaframleiðenda varð enn smærri í vikunni þar sem breski sportbílaframleiðandinn Zenos lýsti yfir gjaldþroti og leitar nú fjárfesta til að bjarga tilvist þess. Fyrirtækinu er nú stjórnað af Begbies Traynor LLP í London en það sérhæfir sig í endurreisn gjaldþrota fyrirtækja. Eflaust kannast ekki margir við Zenos bílaframleiðandann en margir slíkir litlir bílaframleiðendur fyrirfinnast þó. Zenos á þó ekki langa sögu, eða frá árinu 2012 og var stofnað af verkfræðingum sem unnið höfðu hjá Lotus og Caterham sportbílafyrirtækjunum. Fyrsti bíll Zenos var E10 og honum fylgdu svo enn öflugri E10 S og E10 R bílar. Allir þessir bílar voru litlir og léttir og enginn þeirra þyngri en 725 kíló. Þeir eru þó afar snarpir bílar með 200 til 350 hestafla vélar sem fengnar voru hjá Ford, meðal annars 2,3 lítra EcoBoost vélin úr Ford Focus ST. Með henni var Zenos E10 R aðeins 3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn 250 km/klst. Vélarnar voru miðjusettar í bílunum og afturhjóladrifnir. Zenos bílar voru alls ekki ódýrir og kostuðu frá 5,3 milljónum króna og skýrir það ef til vill út af hverju fyrirtækið er nú gjaldþrota. Vonandi verður þó tilvist Zenos bjargað af áhugasömum fjárfestum.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent