Lífið samstarf

Tveir miðar á John Wick 2 fylgja Maraþon Now

Keanu Reeves er grjótharður í hlutverki John Wick.
Keanu Reeves er grjótharður í hlutverki John Wick.
Nú í haust setti Stöð 2 nýja streymisveitu í loftið, Maraþon Now. Í henni er hægt að horfa á efni stöðvarinnar í vefspilara á netinu, snjallsímum, spjaldtölvum, Apple TV og í myndlyklum Símans.

Aðgangur að þjónustunni fæst fyrir 2.990 krónur á mánuði.

Þessa dagana fylgja tveir bíómiðar á myndina John Wick 2 í kaupbæti fyrir þá sem kaupa áskrift. Þess má geta að almennt verð á tveimur miðum slagar upp í 2.990 krónur. Tilboðið gildir til 10. febrúar.

John Wick er leikinn af Keanu Reeves og vakti hann mikla lukku fyrir góðan hasar í fyrri myndinni um kappann sem var gerð fyrir nokkrum árum. Þá var fyrrum leynimorðinginn John Wick neyddur aftur í slaginn og nú í framhaldinu þarf hann að sinna beiðni félaga úr fortíðinni og takast á við stórhættulega morðingja alþjóðlegs glæpa- og njósnagengis sem hreiðrað hefur um sig í Róm.

Sjá einnig:Steindi kennir á Maraþon Now

Á Stöð 2 Maraþon Now er að finna fjölda vandaðra íslenskra þáttaraða, sjónvarpsefni frá HBO, talsett barnaefni, erlendar þáttaraðir, kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna, áhugavert heimildarefni, matreiðsluþætti, tónleika og ótal margt fleira. Nánar á 2now.is.


Tengdar fréttir

Allt sjónvarpsefnið aðgengilegt á netinu

Á dögunum kynnti 365 til leiks nýja þjónustu fyrir áskrifendur á síðunni sjonvarp.365.is þar sem hægt er að horfa á allt sjónvarpsefni fyrirtækisins, bæði línulegt og upptökur, í hvaða tölvu eða tæki sem er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.