Arnold Schwarzenegger fær rafdrifinn G-Class Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2017 11:28 Kraftatröllið og stjórnmálamaðurinn austurríski, Arnold Schwarzenegger, hefur nú fengið afhentan rafmagnsdrifinn Mercedes Benz G-Class, eða Geländewagen eins og hann er stundum nefndur. Í þessum bíl hefur verið skipt út brunavélinni fyrir rafmagnsmótorum og stórum rafhlöðum og því mengar þessi bíll ekki neitt. Það var Kreisel Electric fyrirtækið sem sá um að koma rafmagnsdrifrásinni fyrir í bílnum. Schwarzenegger hefur ekki þurft að fórna aflinu í bílnum með þessum umskiptum því í stað 245 hestafla dísilvélar er komin 483 hestfla rafmagnsdrifrás. Bílnum sem breytt var er af gerðinni Mercedes Benz G 350 d, en undir húddinu og í stað eldsneytistanksins eru nú komnar öflugar rafhlöður. Engu af innanrými bílsins var fórnað til að koma nýju drifrásinni fyrir og bíllinn er alveg jafn hæfur til torfæruaksturs, jafnvel hæfari sökum meira afls. Bíllinn er nú aðeins 5,6 sekúndur í 100 km hraða og meira en 3 sekúndum sneggri en með dísilvélinni. Hann er með 300 km drægi, 183 km hámarkshraða og hlaða má rafhlöður bílsins að 80% marki á aðeins 25 mínútum. Á myndinni er Arnold Schwarzenegger að taka á móti bílnum í austurríska skíðabænum Kitzbühel. Schwarzenegger ætlar að flytja þennan bíl með sér til Kaliforníu, þar sem hann á heima og njóta eiginleika hans þar, þó svo austurrísk skíðasvæði séu ef til vill heppilegri til slíkra prófana. Sjá má myndskeið um tilurð þessa rafmagnsdrifna G-Class frá hendi Kreisel.Kassalaga en flottur G-Class. Bílar video Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent
Kraftatröllið og stjórnmálamaðurinn austurríski, Arnold Schwarzenegger, hefur nú fengið afhentan rafmagnsdrifinn Mercedes Benz G-Class, eða Geländewagen eins og hann er stundum nefndur. Í þessum bíl hefur verið skipt út brunavélinni fyrir rafmagnsmótorum og stórum rafhlöðum og því mengar þessi bíll ekki neitt. Það var Kreisel Electric fyrirtækið sem sá um að koma rafmagnsdrifrásinni fyrir í bílnum. Schwarzenegger hefur ekki þurft að fórna aflinu í bílnum með þessum umskiptum því í stað 245 hestafla dísilvélar er komin 483 hestfla rafmagnsdrifrás. Bílnum sem breytt var er af gerðinni Mercedes Benz G 350 d, en undir húddinu og í stað eldsneytistanksins eru nú komnar öflugar rafhlöður. Engu af innanrými bílsins var fórnað til að koma nýju drifrásinni fyrir og bíllinn er alveg jafn hæfur til torfæruaksturs, jafnvel hæfari sökum meira afls. Bíllinn er nú aðeins 5,6 sekúndur í 100 km hraða og meira en 3 sekúndum sneggri en með dísilvélinni. Hann er með 300 km drægi, 183 km hámarkshraða og hlaða má rafhlöður bílsins að 80% marki á aðeins 25 mínútum. Á myndinni er Arnold Schwarzenegger að taka á móti bílnum í austurríska skíðabænum Kitzbühel. Schwarzenegger ætlar að flytja þennan bíl með sér til Kaliforníu, þar sem hann á heima og njóta eiginleika hans þar, þó svo austurrísk skíðasvæði séu ef til vill heppilegri til slíkra prófana. Sjá má myndskeið um tilurð þessa rafmagnsdrifna G-Class frá hendi Kreisel.Kassalaga en flottur G-Class.
Bílar video Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent