Mest seldu sendibílar í heimi 31. janúar 2017 16:15 Transit Van fæst í þremur lengdum og er fáanlegur með háum toppi sem eykur hæð hleðslurýmis verulega. Ford Transit atvinnubílarnir hafa verið til sölu í mörg ár hjá Brimborg. Bílarnir hafa unnið til fjölda verðlauna. Þeir eru harðgerðir, sparneytnir og hafa lága bilanatíðni. Nú er Ford Transit línan enn breiðari, kraftmeiri, fjölbreyttari og umhverfisvænni.Brimborg hefur til fjölda ára selt Ford Transit atvinnubíla. Á síðasta ári var Ford Transit stærsta merkið í flokki sendibíla á heimsvísu. Þeir hafa fengið fjölda verðlauna enda harðgerðir, sparneytnir og þekktir fyrir lága bilanatíðni. Þá eru nýju Euro6 vélarnar í Transit bílunum sparneytnari, aflmeiri, hljóðlátari og menga auk þess minna. „Viðskiptavinir okkar hafa í gegnum árin endurnýjað Transit bílana hjá okkur reglulega enda hafa þeir reynst þeim vel. Endursala og endursöluverð hefur einnig verið mjög gott á Ford Transit sem hefur auðveldað bílaskiptin,“ segir Gísli Jón Bjarnason, sölustjóri Ford og Volvo hjá Brimborg. Transit bílarnir hafa verið hannaðir í samvinnu við notendur í gegnum árin sem gerir bílinn, að sögn Gísla Jóns, sérlega þægilegan í allri umgengni. „Hann er því fyrsta flokks vinnuaðstaða enda hafa fyrirtæki og einyrkjar í áratugi sett traust sitt á styrk, virkni og áreiðanleika Ford sendibíla.“Hörður Guðjónsson er Transit sérfræðingur Brimborgar. Transit sendibílalínan er mjög breið og skiptist í þrjár gerðir sem eru Connect, Custom og Transit Van.Breið lína sendi- og pallbíla Transit sendibílalínan er mjög breið og skiptist í þrjár gerðir sem eru Connect, Custom og Transit Van. Stærð bílanna er fjölbreytt, allt frá Transit Connect sem er 2,9 m3 upp í Transit Van sem getur verið allt að 15,1 m3. Transit Connect og Custom bílarnir eru fáanlegir í tveimur lengdum og Transit Van í þremur lengdum. Custom og Transit Van bílarnir eru fáanlegir með háum toppi sem eykur hæð hleðslurýmis verulega. Connect bíllinn hefur verið fáanlegur sjálfskiptur en Custom og Transit Van koma sjálfskiptir í sölu í vor. Transit er einnig fáanlegur sem grindarbíll með palli eða vörukassa, með einföldu þriggja sæta húsi (Single Cab) og sjö sæta með tvöföldu húsi (Double Cab). Staðalbúnaður Transit sendibílanna er mjög ríkulegur, hér má nefna staðalbúnað sem er aukabúnaður hjá flestum öðrum framleiðendum eða jafnvel ófáanlegur. Olíumiðstöð með tímastilli er til dæmis staðalbúnaður og geta eigendur bílanna gengið að því vísu að þeir eru heitir og notalegir á köldum vetrarmorgnum. Bluetooth fyrir gsm er staðalbúnaður í öllum og upphitanleg framrúða í Custom og Transit Van.Fáanlegur 9 til 18 manna Transit bílarnir eru einnig fáanlegir sem farþegabílar, Custom sem átta til níu sæta og Transit Bus sem er fimmtán til átján sæta. Þess má geta að Transit Custom fékk fimm stjörnur í árekstraprófun hjá EuroNCAP sem sannað hefur ágæti sitt, meðal annars á Íslandi. Transit Connect hefur einnig hlotið 5 stjörnur hjá þeim. Spennandi tímar fram undan „Við kynnum í vor Custom og Transit Van með sjálfskiptingu. Þetta eru bílar sem viðskiptavinir okkar hafa beðið eftir og erum við þegar búnir að selja nokkra slíka til Transit eigenda þó svo að þeir hafi ekki prófað þá enn þá. Þeir segja að þess þurfi ekki,“ segir Gísli Jón og brosir. Hann bætir við að Transit Van verði fáanlegur aftur fjórhjóladrifinn. „Nýtt og öflugra fjórhjóladrif er núna komið í bílinn og á hann örugglega eftir að seljast mjög vel því hann hentar svo vel við íslenskar aðstæður. Margar fyrirspurnir hafa einmitt borist af landsbyggðinni um þennan bíl. Við höfum ekki farið varhluta af uppgangi í ferðaþjónustunni því það varð sprenging í sölu á 15 til 18 manna Transit rútum á liðnu ári enda flottir bílar sem henta vel í ferðaþjónustuna. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá okkur og við vitum að nú er Ford Transit línan enn breiðari, kraftmeiri, fjölbreyttari og umhverfisvænni og augljóst að núverandi og framtíðarviðskiptavinir okkar munu gleðjast yfir enn betri atvinnubílalínu Ford.“ Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Ford Transit atvinnubílarnir hafa verið til sölu í mörg ár hjá Brimborg. Bílarnir hafa unnið til fjölda verðlauna. Þeir eru harðgerðir, sparneytnir og hafa lága bilanatíðni. Nú er Ford Transit línan enn breiðari, kraftmeiri, fjölbreyttari og umhverfisvænni.Brimborg hefur til fjölda ára selt Ford Transit atvinnubíla. Á síðasta ári var Ford Transit stærsta merkið í flokki sendibíla á heimsvísu. Þeir hafa fengið fjölda verðlauna enda harðgerðir, sparneytnir og þekktir fyrir lága bilanatíðni. Þá eru nýju Euro6 vélarnar í Transit bílunum sparneytnari, aflmeiri, hljóðlátari og menga auk þess minna. „Viðskiptavinir okkar hafa í gegnum árin endurnýjað Transit bílana hjá okkur reglulega enda hafa þeir reynst þeim vel. Endursala og endursöluverð hefur einnig verið mjög gott á Ford Transit sem hefur auðveldað bílaskiptin,“ segir Gísli Jón Bjarnason, sölustjóri Ford og Volvo hjá Brimborg. Transit bílarnir hafa verið hannaðir í samvinnu við notendur í gegnum árin sem gerir bílinn, að sögn Gísla Jóns, sérlega þægilegan í allri umgengni. „Hann er því fyrsta flokks vinnuaðstaða enda hafa fyrirtæki og einyrkjar í áratugi sett traust sitt á styrk, virkni og áreiðanleika Ford sendibíla.“Hörður Guðjónsson er Transit sérfræðingur Brimborgar. Transit sendibílalínan er mjög breið og skiptist í þrjár gerðir sem eru Connect, Custom og Transit Van.Breið lína sendi- og pallbíla Transit sendibílalínan er mjög breið og skiptist í þrjár gerðir sem eru Connect, Custom og Transit Van. Stærð bílanna er fjölbreytt, allt frá Transit Connect sem er 2,9 m3 upp í Transit Van sem getur verið allt að 15,1 m3. Transit Connect og Custom bílarnir eru fáanlegir í tveimur lengdum og Transit Van í þremur lengdum. Custom og Transit Van bílarnir eru fáanlegir með háum toppi sem eykur hæð hleðslurýmis verulega. Connect bíllinn hefur verið fáanlegur sjálfskiptur en Custom og Transit Van koma sjálfskiptir í sölu í vor. Transit er einnig fáanlegur sem grindarbíll með palli eða vörukassa, með einföldu þriggja sæta húsi (Single Cab) og sjö sæta með tvöföldu húsi (Double Cab). Staðalbúnaður Transit sendibílanna er mjög ríkulegur, hér má nefna staðalbúnað sem er aukabúnaður hjá flestum öðrum framleiðendum eða jafnvel ófáanlegur. Olíumiðstöð með tímastilli er til dæmis staðalbúnaður og geta eigendur bílanna gengið að því vísu að þeir eru heitir og notalegir á köldum vetrarmorgnum. Bluetooth fyrir gsm er staðalbúnaður í öllum og upphitanleg framrúða í Custom og Transit Van.Fáanlegur 9 til 18 manna Transit bílarnir eru einnig fáanlegir sem farþegabílar, Custom sem átta til níu sæta og Transit Bus sem er fimmtán til átján sæta. Þess má geta að Transit Custom fékk fimm stjörnur í árekstraprófun hjá EuroNCAP sem sannað hefur ágæti sitt, meðal annars á Íslandi. Transit Connect hefur einnig hlotið 5 stjörnur hjá þeim. Spennandi tímar fram undan „Við kynnum í vor Custom og Transit Van með sjálfskiptingu. Þetta eru bílar sem viðskiptavinir okkar hafa beðið eftir og erum við þegar búnir að selja nokkra slíka til Transit eigenda þó svo að þeir hafi ekki prófað þá enn þá. Þeir segja að þess þurfi ekki,“ segir Gísli Jón og brosir. Hann bætir við að Transit Van verði fáanlegur aftur fjórhjóladrifinn. „Nýtt og öflugra fjórhjóladrif er núna komið í bílinn og á hann örugglega eftir að seljast mjög vel því hann hentar svo vel við íslenskar aðstæður. Margar fyrirspurnir hafa einmitt borist af landsbyggðinni um þennan bíl. Við höfum ekki farið varhluta af uppgangi í ferðaþjónustunni því það varð sprenging í sölu á 15 til 18 manna Transit rútum á liðnu ári enda flottir bílar sem henta vel í ferðaþjónustuna. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá okkur og við vitum að nú er Ford Transit línan enn breiðari, kraftmeiri, fjölbreyttari og umhverfisvænni og augljóst að núverandi og framtíðarviðskiptavinir okkar munu gleðjast yfir enn betri atvinnubílalínu Ford.“
Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira