Of gömul til að ákveða núna að verða goth Guðný Hrönn skrifar 20. janúar 2017 13:45 Leikkonan Saga Garðarsdóttir er viss um að Steypustöðin muni leggjast vel í landsmenn. Vísir/Ernir Leikkonan Saga Garðarsdóttir er ein þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum Steypustöðinni sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Saga segir leikarateymið í þáttunum hafa náð einstaklega vel saman og í ferlinu komst hún að því að hún dýrkar Auðun Blöndal. „Þetta eru sem sagt sketsa-þættir sem Steindi, Sveppi og Auddi skrifa saman,“ segir leikkonan Saga um Steypustöðina en hún fer með hlutverk í þáttunum. „Og ég, Ágústa Eva og María Guðmundsdóttir leikum kvenhlutverkin. Þetta eru mjög fyndnir og súrir sketsar,“ segir Saga spurð um hvernig þætti sé að ræða. „Ég myndi segja að ég sé með leiksigur hvað varðar hissa-svip í þessum þáttum. Ég er alltaf alveg rosalega hissa á því sem strákarnir eru að gera. Uppáhaldssketsinn minn er þegar við Sveppi leikum par sem er að lýsa sínum fyrsta kossi. Þá geri ég líka alls konar svipbrigði sem ég held að muni öll slá í gegn. En uppáhaldið mitt í öllu ferlinu er þegar ég fæ að leika afgreiðslukonu í Fjarðarkaupum. Það er vissulega aukahlutverk en konan sem ég leik er goth-ari. Það augnablik endist kannski í fimm sekúndur, fimm yndislegar sekúndur,“ segir Saga sem gæti trúað að hún sé goth-ari inn við beinið. Henni þykir þó of seint að taka upp nýjan stíl núna. „Já, ég er komin á þann aldur að það er eiginlega of seint fyrir mig núna að prófa að vera goth-ari. Ég þarf að hafa afsökun fyrir að setja á mig svartan varalit og hleypa myrkrinu í gegn. En ég dýrkaði þetta hlutverk! Mig dreymir orðið um að sminka yfir freknurnar og leika eitthvað „dark“ og ógeðslegt.“Steypustöðin hefur göngu sína í kvöld.Saga segir hópinn á bak við Steypustöðina hafa smollið vel saman og að hún hafi skemmt sér vel við gerð þáttanna. „Ég vil meina að Steindi sé einn af mínum bestu vinum. Ég vona að hann sé sammála. Annað væri svo vandræðalegt. Svo finnst mér Sveppi fyndnasti maður Íslands. Ég reyni að hlæja ekki að öllu sem hann segir svo honum líði ekki óþægilega. En svo var ég bara að kynnast Auðuni Blöndal og ég dýrka hann. Núna vil ég bara fá hann yfir í minn vinahóp. Draga hann af Austri og fara með hann á erfitt gjörningakvöld í Mengi,“ segir Saga og hlær. Saga er vongóð um að þættirnir leggist vel í landsmenn. „Sko, á forsýningunni þá var ég svolítið stressuð. En Ágústa Eva kom til mín og spurði mig af hverju og þá áttaði ég mig. Ég meina, við skrifum þetta ekki, þannig að ef þetta fokkast allt upp þá segjum við: „Þeir sögðu mér að segja þetta.“ Núna er ég ekkert stressuð, bara spennt. Ég er fullviss um að þetta mun leggjast vel í alla. Svo vona ég að ég fái að vera með í skrifteyminu næst, til að auka fjölbreytileikann þar.“ Steypustöðin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Leikkonan Saga Garðarsdóttir er ein þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum Steypustöðinni sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Saga segir leikarateymið í þáttunum hafa náð einstaklega vel saman og í ferlinu komst hún að því að hún dýrkar Auðun Blöndal. „Þetta eru sem sagt sketsa-þættir sem Steindi, Sveppi og Auddi skrifa saman,“ segir leikkonan Saga um Steypustöðina en hún fer með hlutverk í þáttunum. „Og ég, Ágústa Eva og María Guðmundsdóttir leikum kvenhlutverkin. Þetta eru mjög fyndnir og súrir sketsar,“ segir Saga spurð um hvernig þætti sé að ræða. „Ég myndi segja að ég sé með leiksigur hvað varðar hissa-svip í þessum þáttum. Ég er alltaf alveg rosalega hissa á því sem strákarnir eru að gera. Uppáhaldssketsinn minn er þegar við Sveppi leikum par sem er að lýsa sínum fyrsta kossi. Þá geri ég líka alls konar svipbrigði sem ég held að muni öll slá í gegn. En uppáhaldið mitt í öllu ferlinu er þegar ég fæ að leika afgreiðslukonu í Fjarðarkaupum. Það er vissulega aukahlutverk en konan sem ég leik er goth-ari. Það augnablik endist kannski í fimm sekúndur, fimm yndislegar sekúndur,“ segir Saga sem gæti trúað að hún sé goth-ari inn við beinið. Henni þykir þó of seint að taka upp nýjan stíl núna. „Já, ég er komin á þann aldur að það er eiginlega of seint fyrir mig núna að prófa að vera goth-ari. Ég þarf að hafa afsökun fyrir að setja á mig svartan varalit og hleypa myrkrinu í gegn. En ég dýrkaði þetta hlutverk! Mig dreymir orðið um að sminka yfir freknurnar og leika eitthvað „dark“ og ógeðslegt.“Steypustöðin hefur göngu sína í kvöld.Saga segir hópinn á bak við Steypustöðina hafa smollið vel saman og að hún hafi skemmt sér vel við gerð þáttanna. „Ég vil meina að Steindi sé einn af mínum bestu vinum. Ég vona að hann sé sammála. Annað væri svo vandræðalegt. Svo finnst mér Sveppi fyndnasti maður Íslands. Ég reyni að hlæja ekki að öllu sem hann segir svo honum líði ekki óþægilega. En svo var ég bara að kynnast Auðuni Blöndal og ég dýrka hann. Núna vil ég bara fá hann yfir í minn vinahóp. Draga hann af Austri og fara með hann á erfitt gjörningakvöld í Mengi,“ segir Saga og hlær. Saga er vongóð um að þættirnir leggist vel í landsmenn. „Sko, á forsýningunni þá var ég svolítið stressuð. En Ágústa Eva kom til mín og spurði mig af hverju og þá áttaði ég mig. Ég meina, við skrifum þetta ekki, þannig að ef þetta fokkast allt upp þá segjum við: „Þeir sögðu mér að segja þetta.“ Núna er ég ekkert stressuð, bara spennt. Ég er fullviss um að þetta mun leggjast vel í alla. Svo vona ég að ég fái að vera með í skrifteyminu næst, til að auka fjölbreytileikann þar.“
Steypustöðin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira