Jackie Chan lét Ísland ekki stoppa sig Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 21. janúar 2017 07:00 Hasarhetjan Jackie Chan er enn í fullu fjöri. Nordicphotos/Getty Kvikmyndastjarnan Jackie Chan, lék í eigin áhættuatriðum á Íslandi fyrir myndina Kung Fu Yoga. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart enda hefur hann aldrei notað tvífara til að sjá um sín áhættuatriði. En Chan, sem er orðinn 62 ára, fór í aðgerð í London aðeins nokkrum dögum fyrr og átti því erfitt með að beita sér af fullum krafti. Chan var í Singapore í gær að kynna myndina þar sem hann sagðist hafa þurft að leita til læknis vegna verkjar í fætinum en eftir skoðun var ákveðið að senda hann í aðgerð. Hann flaug svo til Íslands skömmu síðar. „Ég hefði geta stöðvað framleiðsluna til að jafna mig. En eftir að hafa ferðast til Íslands ákvað ég að gera þetta sjálfur. Þetta var svo stór mynd að ég gat ekki látið allt fólkið bíða bara eftir mér,“ sagði Chan á blaðamannafundi. Tökur á myndinni fóru meðal annars fram í Skaftafelli og við Svínafellsjökul og þurfti Chan að leika í ísköldu vatni samkvæmt frásögn hans. „Ég þurfti að stinga mér ofan í ískalt vatn í tíu stiga frosti,“ sagði hasarhetjan. Í myndinni leikur hann kínverskan fornleifafræðing að nafni Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra. Amyra Dastur og Disha Patani leika aðalhlutverkin. Myndin verður frumsýnd um helgina í Singapore. Sjá má Ísland í athyglisverðri stiklu úr Kung Fu Yoga hér að neðan. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli á einkaþotu Leikarinn Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun á einkaþotu en með fréttinni má sjá mynd af vélinni. 26. febrúar 2016 13:34 Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53 Jackie Chan „algjör toppnáungi“ Hollywood-stjarnan Jackie Chan hélt af landi brott á laugardaginn eftir að tökum lauk á Kung Fu Yoga á Suðurlandi. 7. mars 2016 14:13 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndastjarnan Jackie Chan, lék í eigin áhættuatriðum á Íslandi fyrir myndina Kung Fu Yoga. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart enda hefur hann aldrei notað tvífara til að sjá um sín áhættuatriði. En Chan, sem er orðinn 62 ára, fór í aðgerð í London aðeins nokkrum dögum fyrr og átti því erfitt með að beita sér af fullum krafti. Chan var í Singapore í gær að kynna myndina þar sem hann sagðist hafa þurft að leita til læknis vegna verkjar í fætinum en eftir skoðun var ákveðið að senda hann í aðgerð. Hann flaug svo til Íslands skömmu síðar. „Ég hefði geta stöðvað framleiðsluna til að jafna mig. En eftir að hafa ferðast til Íslands ákvað ég að gera þetta sjálfur. Þetta var svo stór mynd að ég gat ekki látið allt fólkið bíða bara eftir mér,“ sagði Chan á blaðamannafundi. Tökur á myndinni fóru meðal annars fram í Skaftafelli og við Svínafellsjökul og þurfti Chan að leika í ísköldu vatni samkvæmt frásögn hans. „Ég þurfti að stinga mér ofan í ískalt vatn í tíu stiga frosti,“ sagði hasarhetjan. Í myndinni leikur hann kínverskan fornleifafræðing að nafni Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra. Amyra Dastur og Disha Patani leika aðalhlutverkin. Myndin verður frumsýnd um helgina í Singapore. Sjá má Ísland í athyglisverðri stiklu úr Kung Fu Yoga hér að neðan. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli á einkaþotu Leikarinn Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun á einkaþotu en með fréttinni má sjá mynd af vélinni. 26. febrúar 2016 13:34 Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53 Jackie Chan „algjör toppnáungi“ Hollywood-stjarnan Jackie Chan hélt af landi brott á laugardaginn eftir að tökum lauk á Kung Fu Yoga á Suðurlandi. 7. mars 2016 14:13 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli á einkaþotu Leikarinn Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun á einkaþotu en með fréttinni má sjá mynd af vélinni. 26. febrúar 2016 13:34
Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32
Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53
Jackie Chan „algjör toppnáungi“ Hollywood-stjarnan Jackie Chan hélt af landi brott á laugardaginn eftir að tökum lauk á Kung Fu Yoga á Suðurlandi. 7. mars 2016 14:13