Fjör og fútt í Fjarskalandi Sigríður Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2017 10:30 Dansarinn Ísabella Rós í hlutverki Garðabrúðu er fremst en á brúnni sjást Snæfríður Ingvarsdóttir í gervi Dóru, Hallgrímur Ólafsson í hlutverki Númenors og Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverki Krúellu. Mynd/Hörður Sveinsson Leikhús Fjarskaland Höfundur: Guðjón Davíð Karlsson Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Gunnar Jónsson (Gussi), Hallgrímur Ólafsson, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Kolbrún María Másdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Oddur Júlíusson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Rakel María Gísladóttir, Selma Rún Rúnarsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Snæfríður Ingvarsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson Dansarar: Bjartey Elín Hauksdóttir, Hólmgeir Gauti Agnarsson, Stefán Franz Guðnason og Viktor Máni Baldursson Tónlist: Vignir Snær Vigfússon Tónlistarfólk: Benedikt Brynleifsson, Ingvar Alfreðsson, Róbert Þórhallsson, Vignir Snær Vigfússon Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir Áhorfendum Þjóðleikhússins var boðið til Fjarskalands síðastliðna helgi, þar sem ævintýrin gerast bókstaflega. Höfundur Fjarskalands er Guðjón Davíð Karlsson sem er auðvitað þjóðþekktur fyrir leiklistarstarf í þágu barna en þetta er í fyrsta sinn sem hann skrifar svona stórt verk fyrir sviðið. Dóra og fjölskylda hennar ætla að eyða helginni uppi í sumarbústað til að flýja hið daglega amstur. Amma hennar ætlaði að taka á móti þeim en hana er hvergi að finna. En þegar Dóra fer upp á loft til að blaða í ævintýrabók ömmu sinnar hrekkur ævintýrapersónan Númenór upp úr bókinni og segir að vondi úlfurinn úr Rauðhettu hafi rænt henni. Ástæðan er að amman úr sögunni er horfin og persónur ævintýrabókarinnar eru að hverfa ein af annarri vegna þess að börn eru hætt að lesa ævintýri og foreldrar gefa sér ekki tíma til að lesa fyrir þau. Sýningin hlýtur að hluta til að vera innblásin af kvikmyndinni Sagan endalausa sem byggð er á bók Michaels Ende og er frábær grunnur. Þó hefði mátt hnýta þessa tvo heima betur saman en handritið er örlítið endasleppt. Snæfríður Ingvarsdóttir stígur hér sín fyrstu skref í burðarhlutverki og stendur sig með ágætum þó að tilfinningabreiddina mætti kannski bæta, það kemur með reynslunni. Hallgrímur Ólafsson leikur Númenór, leiðsögumann Dóru um Fjarskaland, af krafti og glaðværð. Þröstur Leó Gunnarsson er nánast óþekkjanlegur sem vondi úlfurinn en hann er fantagóður, eins og endranær. Oddur Júlíusson fer algjörlega á kostum sem vonda nornin. Hann lifir sig algjörlega inn í hlutverkið, ýkir hressilega alla takta og er alveg með á nótunum. Sömuleiðis er Sigurður Þór Óskarsson í fínu formi og á flotta innkomu í hlutverki Haralds, hins fýlda bróður Dóru. Baldur Trausti Hreinsson og Edda Arnljótsdóttir njóta sín best í smærri hlutverkum innan Fjarskalands þar sem þau fá tauminn lausan: hún sem vonda stjúpan og hann í ónefndu hlutverki sem kemur skemmtilega á óvart. Selma Björnsdóttir er hér algjörlega á heimavelli og gætir þess, með aðstoð Láru Stefánsdóttur danshöfundar, að sýningin fljúgi áfram. Leikhópurinn er gríðarstór og ákaflega ánægjulegt að sjá okkar yngstu leikara vinna svona vel. Þrátt fyrir fínustu spretti og glaðværa tónlist samda af Vigni Snæ Vigfússyni þá virðist einhver doði yfir söngleikjatónsmíðum á Íslandi. Úlfalagið ber af en hin lögin eru ansi keimlík og koma lítið á óvart, þó er söngurinn góður. Leikmyndin er hugarsmíð Finns Arnars Arnarsonar og er virkilega vel heppnuð nánast í alla staði. Hringsviðið er hugvitssamlega notað og persónurnar þeysast um og þræða sviðið skemmtilega. Aftur á móti var lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar ekki nægilega góð. Sumir kaflarnir voru litríkir en grunnlýsingin allt of dimm. María Th. Ólafsdóttir skapar ævintýralega búninga af listfengi og ljósakjóll Dísu ljósálfs fær sérstakt hrós. Á þessu leikári hafa barnasýningar Þjóðleikhússins verið með besta móti og Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er á sömu vegferð. Það á eftir að heilla áhorfendur með þeim töfrandi heimi sem Selma og Guðjón Davíð skapa. Gallar á handritinu gleymast og gleðin, sérstaklega hjá smærri áhorfendunum, er það sem situr eftir.Niðurstaða: Heillandi fjölskyldusýning sem ætti að gleðja alla aldurshópa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. janúar 2016. Leikhús Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús Fjarskaland Höfundur: Guðjón Davíð Karlsson Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Gunnar Jónsson (Gussi), Hallgrímur Ólafsson, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Kolbrún María Másdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Oddur Júlíusson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Rakel María Gísladóttir, Selma Rún Rúnarsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Snæfríður Ingvarsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson Dansarar: Bjartey Elín Hauksdóttir, Hólmgeir Gauti Agnarsson, Stefán Franz Guðnason og Viktor Máni Baldursson Tónlist: Vignir Snær Vigfússon Tónlistarfólk: Benedikt Brynleifsson, Ingvar Alfreðsson, Róbert Þórhallsson, Vignir Snær Vigfússon Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir Áhorfendum Þjóðleikhússins var boðið til Fjarskalands síðastliðna helgi, þar sem ævintýrin gerast bókstaflega. Höfundur Fjarskalands er Guðjón Davíð Karlsson sem er auðvitað þjóðþekktur fyrir leiklistarstarf í þágu barna en þetta er í fyrsta sinn sem hann skrifar svona stórt verk fyrir sviðið. Dóra og fjölskylda hennar ætla að eyða helginni uppi í sumarbústað til að flýja hið daglega amstur. Amma hennar ætlaði að taka á móti þeim en hana er hvergi að finna. En þegar Dóra fer upp á loft til að blaða í ævintýrabók ömmu sinnar hrekkur ævintýrapersónan Númenór upp úr bókinni og segir að vondi úlfurinn úr Rauðhettu hafi rænt henni. Ástæðan er að amman úr sögunni er horfin og persónur ævintýrabókarinnar eru að hverfa ein af annarri vegna þess að börn eru hætt að lesa ævintýri og foreldrar gefa sér ekki tíma til að lesa fyrir þau. Sýningin hlýtur að hluta til að vera innblásin af kvikmyndinni Sagan endalausa sem byggð er á bók Michaels Ende og er frábær grunnur. Þó hefði mátt hnýta þessa tvo heima betur saman en handritið er örlítið endasleppt. Snæfríður Ingvarsdóttir stígur hér sín fyrstu skref í burðarhlutverki og stendur sig með ágætum þó að tilfinningabreiddina mætti kannski bæta, það kemur með reynslunni. Hallgrímur Ólafsson leikur Númenór, leiðsögumann Dóru um Fjarskaland, af krafti og glaðværð. Þröstur Leó Gunnarsson er nánast óþekkjanlegur sem vondi úlfurinn en hann er fantagóður, eins og endranær. Oddur Júlíusson fer algjörlega á kostum sem vonda nornin. Hann lifir sig algjörlega inn í hlutverkið, ýkir hressilega alla takta og er alveg með á nótunum. Sömuleiðis er Sigurður Þór Óskarsson í fínu formi og á flotta innkomu í hlutverki Haralds, hins fýlda bróður Dóru. Baldur Trausti Hreinsson og Edda Arnljótsdóttir njóta sín best í smærri hlutverkum innan Fjarskalands þar sem þau fá tauminn lausan: hún sem vonda stjúpan og hann í ónefndu hlutverki sem kemur skemmtilega á óvart. Selma Björnsdóttir er hér algjörlega á heimavelli og gætir þess, með aðstoð Láru Stefánsdóttur danshöfundar, að sýningin fljúgi áfram. Leikhópurinn er gríðarstór og ákaflega ánægjulegt að sjá okkar yngstu leikara vinna svona vel. Þrátt fyrir fínustu spretti og glaðværa tónlist samda af Vigni Snæ Vigfússyni þá virðist einhver doði yfir söngleikjatónsmíðum á Íslandi. Úlfalagið ber af en hin lögin eru ansi keimlík og koma lítið á óvart, þó er söngurinn góður. Leikmyndin er hugarsmíð Finns Arnars Arnarsonar og er virkilega vel heppnuð nánast í alla staði. Hringsviðið er hugvitssamlega notað og persónurnar þeysast um og þræða sviðið skemmtilega. Aftur á móti var lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar ekki nægilega góð. Sumir kaflarnir voru litríkir en grunnlýsingin allt of dimm. María Th. Ólafsdóttir skapar ævintýralega búninga af listfengi og ljósakjóll Dísu ljósálfs fær sérstakt hrós. Á þessu leikári hafa barnasýningar Þjóðleikhússins verið með besta móti og Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er á sömu vegferð. Það á eftir að heilla áhorfendur með þeim töfrandi heimi sem Selma og Guðjón Davíð skapa. Gallar á handritinu gleymast og gleðin, sérstaklega hjá smærri áhorfendunum, er það sem situr eftir.Niðurstaða: Heillandi fjölskyldusýning sem ætti að gleðja alla aldurshópa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. janúar 2016.
Leikhús Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira