Lífið

Biðst afsökunar á umdeildri þakkarræðu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þakkarræða Tom HIddleston á Golden Globe hátíðinni fór öfugt ofan í marga.
Þakkarræða Tom HIddleston á Golden Globe hátíðinni fór öfugt ofan í marga. Vísir/Getty
Breski leikarinn Tom Hiddleston hlaut Golden Globe verðlaun á sunnudag fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Night Manager.

Í þakkarræðu sinni minntist hann þess að hafa hitt lækna og hjúkrunarfræðinga í Suður-Súdan sem sögðust hafa horft á þættina. Ummæli Hiddleston fóru öfugt ofan í fólk á samfélagsmiðlum sem sögðu Hiddleston vera að upphefja sjálfan sig með ummælunum.

Hiddleston hefur nú gefið frá sér tilkynningu á þar sem hann segist hafa verið mjög taugaóstyrkur og að ræðan hans hafi verið illa orðuð.

„Ég vil bara segja að ég er hjartanlega sammála því að ræða mín í gær á Golden Globe verðlaunum var ekki vel orðuð. Í sannleika sagt var ég mjög taugaóstyrkur og náði ekki að koma orðunum almennilega frá mér. Ætlun mín var eingöngu að hylla hugrekki og kjark þeirra karla og kvenna sem vinna sleitulaust fyrir UNICEF í Bretlandi, Lækna án landamæra og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem og börnin í Suður-Súdan sem eru ætíð full vonar og gleði þrátt fyrir erfið lífsskilyrði. Ég biðst afsökunar á því að taugarnar hafi borið mig ofurliði,“ skrifar Hiddleston á Facebook síðu sinni.

Ræðu Hiddleston má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.