Forseti ÍSÍ biðst afsökunar: Hefði átt að orða hug minn betur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2017 15:29 Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ er annar frá hægri. Hér er hann á blaðamannafundi ÍSÍ fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Afrekssjóður ÍSÍ kynnti fyrr í vikunni fyrri úthlutun sína á árinu 2017 en tvö sérsambönd lýstu yfir óánægju með sinn hlut, sérstaklega forráðamenn Fimleikasambands Íslands. Sagði Lárus í fréttunum í gær að ummæli þau sem bæði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, létu falla væru ekki til þess fallin að þau fengju meira í næstu úthlutun. Lárus segir að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki haft í hótunum við þessi tvö sambönd, eins og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, lögmaður og meðstjórnandi hjá Fimleikasambands Íslands, sagði á Facebook-síðu sinni. Yfirlýsingu Lárusar má lesa í heild sinni hér: „Yfirlýsing frá Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ Með vísan í viðtal við mig á Stöð2 í gærkvöldi varðandi úthlutun úr Afrekssjóði og umræðna sem um það hefur sprottið í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Mér finnst leitt að orð mín hafi misskilist og að einhverjum finnist ég hafa haft í hótunum við þau tvö sambönd sem lýstu yfir óánægju með úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ. Það var alls ekki meining mín og vil ég biðja þá hina sömu afsökunar á því að orða hug minn ekki betur. Ég var spurður að því hvort þau gætu vænst þess að „fá stærri bita af kökunni” þegar úthlutað verður úr sjóðnum síðar á árinu og svaraði ég því þannig að þessar athugasemdir út af fyrir sig myndu ekki leiða til þess heldur fengju þau úthlutun í samræmi við þær reglur sem þá gilda. Eins og ítarlega hefur verið kynnt á liðnum mánuðum þá stendur yfir endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ. Næsta úthlutun úr sjóðnum mun taka mið af þeim reglum og að sjálfsögðu mun það gilda um alla þá sem sækja munu um til sjóðsins. Tilvísun til reglna sjóðsins átti því ekki að skiljast sem hótun til þessara tveggja sérsambanda sem athugasemdir gerðu. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍVefslóð á umrætt viðtal á Stöð2: Aðrar íþróttir Tengdar fréttir 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Afrekssjóður ÍSÍ kynnti fyrr í vikunni fyrri úthlutun sína á árinu 2017 en tvö sérsambönd lýstu yfir óánægju með sinn hlut, sérstaklega forráðamenn Fimleikasambands Íslands. Sagði Lárus í fréttunum í gær að ummæli þau sem bæði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, létu falla væru ekki til þess fallin að þau fengju meira í næstu úthlutun. Lárus segir að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki haft í hótunum við þessi tvö sambönd, eins og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, lögmaður og meðstjórnandi hjá Fimleikasambands Íslands, sagði á Facebook-síðu sinni. Yfirlýsingu Lárusar má lesa í heild sinni hér: „Yfirlýsing frá Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ Með vísan í viðtal við mig á Stöð2 í gærkvöldi varðandi úthlutun úr Afrekssjóði og umræðna sem um það hefur sprottið í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Mér finnst leitt að orð mín hafi misskilist og að einhverjum finnist ég hafa haft í hótunum við þau tvö sambönd sem lýstu yfir óánægju með úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ. Það var alls ekki meining mín og vil ég biðja þá hina sömu afsökunar á því að orða hug minn ekki betur. Ég var spurður að því hvort þau gætu vænst þess að „fá stærri bita af kökunni” þegar úthlutað verður úr sjóðnum síðar á árinu og svaraði ég því þannig að þessar athugasemdir út af fyrir sig myndu ekki leiða til þess heldur fengju þau úthlutun í samræmi við þær reglur sem þá gilda. Eins og ítarlega hefur verið kynnt á liðnum mánuðum þá stendur yfir endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ. Næsta úthlutun úr sjóðnum mun taka mið af þeim reglum og að sjálfsögðu mun það gilda um alla þá sem sækja munu um til sjóðsins. Tilvísun til reglna sjóðsins átti því ekki að skiljast sem hótun til þessara tveggja sérsambanda sem athugasemdir gerðu. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍVefslóð á umrætt viðtal á Stöð2:
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sjá meira
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50
Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49
Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15
Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13