Barnaníð Bjarni Karlsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Hvert barn sem fæðist er gætt þeim stórkostlega hæfileika að geta myndað tengsl. Jafnvel strax í móðurkviði venst það röddum og hljóðum sem það byrjar að tengja sig við. Í dag bregða margir foreldrar nýbura á það ráð ef barnið er órólegt, að fara á netið og finna upptökur af innyflahljóðum úr manneskju. Áhrifin eru sögð ótvíræð þegar barnið heyrir kunnugleg umhverfishljóð úr móðurkviði. Við erum fædd sem tengslaverur. Ástvinir bíða eftir fyrsta brosi því það er staðfesting á því að tengsl séu komin á. Tengsl sem öllu varða. Fárra mánaða gömul gerast börn svo mannafælur eins og við segjum. Þá eru þau komin á þann stað í þroska að þau hafa uppgötvað sig sem persónur, hafa fest auga á aðal umönnunaraðila sínum og þurfa tímabundið að fá að draga sín mörk gagnvart flestu öðru fólki. Smám saman stækkar tengslanetið og barnið eflir með sér hæfileikann til þess að treysta og elska. Þegar persónan nær kynþroska færist tengslahæfnin upp á nýtt plan og hæfileikinn vaknar til að mynda kynferðisleg tengsl, gera sáttmála um kynferðislega ást. Það er ekki lítið. Mannslíf eru viðkvæm og berskjölduð og hæfnin til þess að elska og treysta er eitt það viðkvæmasta af öllu viðkvæmu. Þegar einhver sem er eldri og reyndari nálgast barn kynferðislega þá er þessi stórkostlegi hæfileiki sem blundar í barninu allt frá fæðingu vakinn til þess eins að meiða og skemma. Þess vegna heitir það níð, barnaníð. Hæfileikinn til að gera kynferðislegan sáttmála um ást getur bara dafnað í samskiptum jafningja. Aðal öryggisatriðið í þessum efnum er því það að vera með jafningjum sínum. Gerum það með jafningjum okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvert barn sem fæðist er gætt þeim stórkostlega hæfileika að geta myndað tengsl. Jafnvel strax í móðurkviði venst það röddum og hljóðum sem það byrjar að tengja sig við. Í dag bregða margir foreldrar nýbura á það ráð ef barnið er órólegt, að fara á netið og finna upptökur af innyflahljóðum úr manneskju. Áhrifin eru sögð ótvíræð þegar barnið heyrir kunnugleg umhverfishljóð úr móðurkviði. Við erum fædd sem tengslaverur. Ástvinir bíða eftir fyrsta brosi því það er staðfesting á því að tengsl séu komin á. Tengsl sem öllu varða. Fárra mánaða gömul gerast börn svo mannafælur eins og við segjum. Þá eru þau komin á þann stað í þroska að þau hafa uppgötvað sig sem persónur, hafa fest auga á aðal umönnunaraðila sínum og þurfa tímabundið að fá að draga sín mörk gagnvart flestu öðru fólki. Smám saman stækkar tengslanetið og barnið eflir með sér hæfileikann til þess að treysta og elska. Þegar persónan nær kynþroska færist tengslahæfnin upp á nýtt plan og hæfileikinn vaknar til að mynda kynferðisleg tengsl, gera sáttmála um kynferðislega ást. Það er ekki lítið. Mannslíf eru viðkvæm og berskjölduð og hæfnin til þess að elska og treysta er eitt það viðkvæmasta af öllu viðkvæmu. Þegar einhver sem er eldri og reyndari nálgast barn kynferðislega þá er þessi stórkostlegi hæfileiki sem blundar í barninu allt frá fæðingu vakinn til þess eins að meiða og skemma. Þess vegna heitir það níð, barnaníð. Hæfileikinn til að gera kynferðislegan sáttmála um ást getur bara dafnað í samskiptum jafningja. Aðal öryggisatriðið í þessum efnum er því það að vera með jafningjum sínum. Gerum það með jafningjum okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun