Bíó og sjónvarp

Telja næsta víst að Dea­dpool muni hljóta Óskars­verð­launa­til­nefningu

Birgir Olgeirsson skrifar
Allar líkur eru á að ofurhetjumyndin Deadpool muni hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Fjölmiðlar vestanhafstelja þetta næsta víst, sé tekið mið af því hvaða samtök hafa nú þegar tilnefnt myndina.

Nýjasta tilnefningin kemur frá samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum, sem kynnti tilnefningar fyrir sína verðlaunahátíð í gær.

Á meðal mynda sem þar eru tilnefndar eru La La Land, Moonlight og Manchester by the Sea, sem allar eru taldar líklegar fyrir komandi Óskarsverðlaunahátíð.

Deadpool er ein blóðugasta og dónalegasta ofurhetjumynd sem ratað hefur í kvikmyndahús síðastliðin ár en hún stóð uppi sem sextánda tekjuhæsta kvikmynd ársins 2016. Hún hefur ratað á marga árslista og þegar fengið tilnefningar á nokkrum verðlaunahátíðum, þar á meðal á Golden Globes þar sem hún var tilnefnd sem besta myndin í flokki söngva- og gamanmynda og hlaut Ryan Reynolds tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni.

Hún hreppti þó engin verðlaun á Golden Globes en á enn möguleika á Eddie-verðlaunum á verðlaunahátíð félags kvikmyndaklippara í Bandaríkjunum og er myndin einnig tilnefnd af samtökum handritshöfunda.

Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kunngjörðar 24. janúar næstkomandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.