Útflatt drama um ábyrgð Sigríður Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2017 10:00 Stefán Hallur Stefánsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir í hlutverkum sínum í sýningunni Gott fólk, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Hörður Sveinsson Leikhús Gott fólk Byggt á samnefndri bók eftir Val Grettisson Þjóðleikhúsið Leikgerð: Símon Birgisson og Valur Grettisson í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Baltasar Breki Samper, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson og Birgitta Birgisdóttir Dramatúrg og aðstoðarleikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson og Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðhönnun: Kristinn Gauti Einarsson Myndbandshönnun: Roland Hamilton og Eva Signý Berger Myndefni: Guðmundur Erlingsson og Roland Hamilton Síðastliðinn föstudag var Gott fólk eftir Val Grettisson frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins, byggt á umdeildri bók með sama nafni sem kom út árið 2015. Verkið er tilraun til að rannsaka hið svokallaða ábyrgðarferli sem „snýst um færslu ábyrgðar á verknaði frá þolanda til geranda, sem og sameiginlega, samfélagslega ábyrgð nærumhverfis á hvers kyns ofbeldi“, eins og segir í leikskrá. Leikstjórnin er í höndum Unu Þorleifsdóttur sem sviðsetur verkið í hálfgerðu tómarúmi þar sem leikararnir hafa við lítið annað að styðjast heldur en textann. Aðferðin sem Una notast við virkar nánast eingöngu þegar handritið, samtölin og framvindan eru nægilega sterk til þess að þola slíka naumhyggju. Brestir í handritinu birtast mjög fljótlega og ágerast eftir því sem líður á verkið. Leikgerðin er í höndum höfundar bókarinnar og Símonar Birgissonar, dramatúrgs Þjóðleikhússins, í samvinnu við Unu. Tímaflakk og skörp senuskipti aftra áhorfandanum við að tengjast þessum persónum tilfinningaböndum. Áhugavert er að nefna að þrátt fyrir langar umræður persóna á milli, sem endurtaka sig allt of oft, þar sem hinum ýmsu hugmyndafræðilegu og sálfræðilegu hugtökum er varpað fram, er orðið „siðblinda“ aldrei notað í verkinu, ekki einu sinni. Er það ekki eitt af aðaleinkennum siðblindunnar að sjá aldrei sökina hjá sjálfum sér og iðrast ekki? Mikil ábyrgð liggur á herðum Stefáns Halls Stefánssonar en hann stendur á sviðinu nánast allan tímann í hlutverki ungs manns sem þarf að endurskilgreina fortíð sína og gjörðir eftir að vera ásakaður um ofbeldishegðun í garð fyrrverandi kærustu sinnar. Hann keyrir áfram á reiðinni og leikurinn verður afskaplega blæbrigðalaus. Vigdís Hrefna Pálsdóttir snýr aftur á svið en fær lítið annað að gera nema þylja upp bréfið umdeilda og horfa tómlega út í sal. Af aukapersónunum er vinur aðalpersónunnar áhugaverðastur en þó Snorri Engilbertsson geri sitt besta þá er hlutverkið takmarkað, líkt og þau öll. Persóna Láru Jóhönnu Jónsdóttur virkar eins málpípa málstaðar frekar en þrívíð manneskja og Birgitta Birgisdóttir bregður sér í ýmis hlutverk kvenna í valdastöðum en fær aldrei að njóta sín. Baltasar Breki Samper er einnig heftur í hlutverki Grímars sem hefur fátt annað að gera heldur en að vera sendiboði eða hóta ofbeldi. Búningarnir, hannaðir af Evu Signý Berger, eiga að þurrka út samfélagslegan bakgrunn persónanna en þau eru öll íklædd svörtum vinnugöllum og þykkbotna skóm. Tilætlunin fellur hins vegar um sjálfa sig vegna þess að stöðugt er vitnað í bakgrunn og umhverfi bæði í samtölum, s.s. hvar fólkið býr, við hvað það vinnur og í myndefninu sem varpað er í bakgrunninum. Eva Signý er hæfileikaríkur hönnuður en nú bregst henni bogalistin. Myndvörpunin í bakgrunni sviðsins verður líka fljótlega einhæf, flöt og gefur verkinu lítið annað en ofangreint vandamál. Lítið fer fyrir tónlist Gísla Galdurs Þorgeirssonar og hljóðhönnun Kristins Gauta Einarssonar er frekar vandræðalega komið fyrir í framvindunni, jafnvel hefði verið betra að sleppa henni alveg. Jóhann Friðrik Ágústsson og Magnús Arnar Sigurðarson sjá um ljósahönnunina sem virkar vel þegar þeir búa til fókus á persónurnar en snörpu ljósaskiptin verða fljótlega þreytt. Þegar allt kemur til alls er sýningin ekki einungis byggð á veikum grunni og vanhugsaðri útfærslu, heldur hreinlega slöppum skáldskap. Handritið er engan veginn nægilega gott og þrátt fyrir umtal, deilur og siðsferðislega grá svæði sem hafa verið til umræðu nýlega og verkið á að fjalla um þá tekst sýningunni að vera einstaklega óspennandi.Niðurstaða: Misreiknuð tilraun til að fjalla um grafalvarleg málefni. Leikhús Menning Tengdar fréttir „Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36 „Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt“ Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna umdeildrar leiksýningar. 11. janúar 2017 12:20 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús Gott fólk Byggt á samnefndri bók eftir Val Grettisson Þjóðleikhúsið Leikgerð: Símon Birgisson og Valur Grettisson í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Baltasar Breki Samper, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson og Birgitta Birgisdóttir Dramatúrg og aðstoðarleikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson og Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðhönnun: Kristinn Gauti Einarsson Myndbandshönnun: Roland Hamilton og Eva Signý Berger Myndefni: Guðmundur Erlingsson og Roland Hamilton Síðastliðinn föstudag var Gott fólk eftir Val Grettisson frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins, byggt á umdeildri bók með sama nafni sem kom út árið 2015. Verkið er tilraun til að rannsaka hið svokallaða ábyrgðarferli sem „snýst um færslu ábyrgðar á verknaði frá þolanda til geranda, sem og sameiginlega, samfélagslega ábyrgð nærumhverfis á hvers kyns ofbeldi“, eins og segir í leikskrá. Leikstjórnin er í höndum Unu Þorleifsdóttur sem sviðsetur verkið í hálfgerðu tómarúmi þar sem leikararnir hafa við lítið annað að styðjast heldur en textann. Aðferðin sem Una notast við virkar nánast eingöngu þegar handritið, samtölin og framvindan eru nægilega sterk til þess að þola slíka naumhyggju. Brestir í handritinu birtast mjög fljótlega og ágerast eftir því sem líður á verkið. Leikgerðin er í höndum höfundar bókarinnar og Símonar Birgissonar, dramatúrgs Þjóðleikhússins, í samvinnu við Unu. Tímaflakk og skörp senuskipti aftra áhorfandanum við að tengjast þessum persónum tilfinningaböndum. Áhugavert er að nefna að þrátt fyrir langar umræður persóna á milli, sem endurtaka sig allt of oft, þar sem hinum ýmsu hugmyndafræðilegu og sálfræðilegu hugtökum er varpað fram, er orðið „siðblinda“ aldrei notað í verkinu, ekki einu sinni. Er það ekki eitt af aðaleinkennum siðblindunnar að sjá aldrei sökina hjá sjálfum sér og iðrast ekki? Mikil ábyrgð liggur á herðum Stefáns Halls Stefánssonar en hann stendur á sviðinu nánast allan tímann í hlutverki ungs manns sem þarf að endurskilgreina fortíð sína og gjörðir eftir að vera ásakaður um ofbeldishegðun í garð fyrrverandi kærustu sinnar. Hann keyrir áfram á reiðinni og leikurinn verður afskaplega blæbrigðalaus. Vigdís Hrefna Pálsdóttir snýr aftur á svið en fær lítið annað að gera nema þylja upp bréfið umdeilda og horfa tómlega út í sal. Af aukapersónunum er vinur aðalpersónunnar áhugaverðastur en þó Snorri Engilbertsson geri sitt besta þá er hlutverkið takmarkað, líkt og þau öll. Persóna Láru Jóhönnu Jónsdóttur virkar eins málpípa málstaðar frekar en þrívíð manneskja og Birgitta Birgisdóttir bregður sér í ýmis hlutverk kvenna í valdastöðum en fær aldrei að njóta sín. Baltasar Breki Samper er einnig heftur í hlutverki Grímars sem hefur fátt annað að gera heldur en að vera sendiboði eða hóta ofbeldi. Búningarnir, hannaðir af Evu Signý Berger, eiga að þurrka út samfélagslegan bakgrunn persónanna en þau eru öll íklædd svörtum vinnugöllum og þykkbotna skóm. Tilætlunin fellur hins vegar um sjálfa sig vegna þess að stöðugt er vitnað í bakgrunn og umhverfi bæði í samtölum, s.s. hvar fólkið býr, við hvað það vinnur og í myndefninu sem varpað er í bakgrunninum. Eva Signý er hæfileikaríkur hönnuður en nú bregst henni bogalistin. Myndvörpunin í bakgrunni sviðsins verður líka fljótlega einhæf, flöt og gefur verkinu lítið annað en ofangreint vandamál. Lítið fer fyrir tónlist Gísla Galdurs Þorgeirssonar og hljóðhönnun Kristins Gauta Einarssonar er frekar vandræðalega komið fyrir í framvindunni, jafnvel hefði verið betra að sleppa henni alveg. Jóhann Friðrik Ágústsson og Magnús Arnar Sigurðarson sjá um ljósahönnunina sem virkar vel þegar þeir búa til fókus á persónurnar en snörpu ljósaskiptin verða fljótlega þreytt. Þegar allt kemur til alls er sýningin ekki einungis byggð á veikum grunni og vanhugsaðri útfærslu, heldur hreinlega slöppum skáldskap. Handritið er engan veginn nægilega gott og þrátt fyrir umtal, deilur og siðsferðislega grá svæði sem hafa verið til umræðu nýlega og verkið á að fjalla um þá tekst sýningunni að vera einstaklega óspennandi.Niðurstaða: Misreiknuð tilraun til að fjalla um grafalvarleg málefni.
Leikhús Menning Tengdar fréttir „Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36 „Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt“ Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna umdeildrar leiksýningar. 11. janúar 2017 12:20 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
„Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36
„Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt“ Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna umdeildrar leiksýningar. 11. janúar 2017 12:20
RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32