600 km drægni og 20 mínútna hleðsla í nýjum rafhlöðum Samsung Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2017 10:25 Samsung kynnti þessar nýju langdrægu rafhlöður sínar á bílasýningunni í Detroit. Helsta ástæða þess að fólk hræðist að kaupa sér rafmagnsbíl er takmörkun á drægni þeirra og hræðslan við það að verða rafmagnslaus á óheppilegum stað. Rafhlöður fara þó síbatnandi í bílum og drægnin eykst hratt. Samsung kynnti um daginn nýja gerð rafhlaða sinna á bílasýningunni í Detroit í Bandaríkjunum. Þessar rafhlöður duga til 600 km aksturs, en að auki má hlaða þær að 80% hleðslu á aðeins 20 mínútum, eða einum þokkalegum kaffitíma. Samsung mun framleiða þessar rafhlöður í nýrri rafhlöðuverksmiðju sinni í Ungverjalandi, en Samsung hefur fjárfest fyrir 41 milljarð króna í þessari verksmiðju. Verksmiðjan mun geta framleitt rafhlöður fyrir 50.000 rafmagnsbíla á ári, en Samsung gerir ráð fyrir því að helstu kaupendur rafhlaðanna verði BMW, Tesla og Ford. Ekki er þó gert ráð fyrir komu fyrstu bílanna með þessum nýju rafhlöðum fyrr en árið 2020. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Helsta ástæða þess að fólk hræðist að kaupa sér rafmagnsbíl er takmörkun á drægni þeirra og hræðslan við það að verða rafmagnslaus á óheppilegum stað. Rafhlöður fara þó síbatnandi í bílum og drægnin eykst hratt. Samsung kynnti um daginn nýja gerð rafhlaða sinna á bílasýningunni í Detroit í Bandaríkjunum. Þessar rafhlöður duga til 600 km aksturs, en að auki má hlaða þær að 80% hleðslu á aðeins 20 mínútum, eða einum þokkalegum kaffitíma. Samsung mun framleiða þessar rafhlöður í nýrri rafhlöðuverksmiðju sinni í Ungverjalandi, en Samsung hefur fjárfest fyrir 41 milljarð króna í þessari verksmiðju. Verksmiðjan mun geta framleitt rafhlöður fyrir 50.000 rafmagnsbíla á ári, en Samsung gerir ráð fyrir því að helstu kaupendur rafhlaðanna verði BMW, Tesla og Ford. Ekki er þó gert ráð fyrir komu fyrstu bílanna með þessum nýju rafhlöðum fyrr en árið 2020.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent