Að vinna tapað tafl Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 17. janúar 2017 07:00 Ekkert hefur reynst mér eins erfitt á ævinni og það að vera unglingur. Man ég eftir löngum tímabilum á því æviskeiði þar sem ég vaknaði með kvíðahnút í maganum sem herptist meðan allt snerist í höndunum á mér. Draumar sem ég hafði alið í barnslegu brjóstinu hurfu í einu vetfangi og skildu mig eftir í tómi. Ástæðurnar til að vakna á morgnana voru teljandi á þumalfingri annarrar handar. Ólund mín var slík að ég var aðeins einstaka manni aðgengilegur. Einhver skyldi halda að slík tímabil séu æði ómerkileg. Raunin er hins vegar sú að líklegast eru færri mikilvægari. Á þessum tímum er það einmitt tilhneigingunni næst að bregðast við með háskalegum hætti. Segja heiminum stríð á hendur og vera síðan endalaust að særast og deyja á vígvelli veraldar sem skilur ekki snillinga eins og mig. Þetta eru jafn sjálfsögð viðbrögð og að klóra sér þegar mann klæjar. Þægilegt í smá stund en óþolandi til lengdar. Það að mæta ósigrum með auðmýkt og viðurkenna að líklegast hafi ég sjálfur skapað þetta óréttlæti heimsins, sem leikur mig svo grátt, er jafn erfitt og að hífa sig upp á bringuhárunum. Afraksturinn er hins vegar ríkulegri en flest annað. Eflaust gengur enginn á slíkum rósavegi að hann þekki ekki svona aðstæður. Þær verða á vegi allra, ekki aðeins unglinga. Ég hef undanfarin ár unnið með ungmennum í skólum víða um Andalúsíu en hvergi verð ég var við að þeim sé veitt veganesti fyrir áskorun sem þessa. Það er undarlegt. Því maður getur átt góða ævi þó að maður fari á mis við kvíslgreiningu og sögufræga kónga. En getur maður lifað lífinu til fulls, ef maður lærir aldrei að snúa töpuðu tafli sér í vil? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Ekkert hefur reynst mér eins erfitt á ævinni og það að vera unglingur. Man ég eftir löngum tímabilum á því æviskeiði þar sem ég vaknaði með kvíðahnút í maganum sem herptist meðan allt snerist í höndunum á mér. Draumar sem ég hafði alið í barnslegu brjóstinu hurfu í einu vetfangi og skildu mig eftir í tómi. Ástæðurnar til að vakna á morgnana voru teljandi á þumalfingri annarrar handar. Ólund mín var slík að ég var aðeins einstaka manni aðgengilegur. Einhver skyldi halda að slík tímabil séu æði ómerkileg. Raunin er hins vegar sú að líklegast eru færri mikilvægari. Á þessum tímum er það einmitt tilhneigingunni næst að bregðast við með háskalegum hætti. Segja heiminum stríð á hendur og vera síðan endalaust að særast og deyja á vígvelli veraldar sem skilur ekki snillinga eins og mig. Þetta eru jafn sjálfsögð viðbrögð og að klóra sér þegar mann klæjar. Þægilegt í smá stund en óþolandi til lengdar. Það að mæta ósigrum með auðmýkt og viðurkenna að líklegast hafi ég sjálfur skapað þetta óréttlæti heimsins, sem leikur mig svo grátt, er jafn erfitt og að hífa sig upp á bringuhárunum. Afraksturinn er hins vegar ríkulegri en flest annað. Eflaust gengur enginn á slíkum rósavegi að hann þekki ekki svona aðstæður. Þær verða á vegi allra, ekki aðeins unglinga. Ég hef undanfarin ár unnið með ungmennum í skólum víða um Andalúsíu en hvergi verð ég var við að þeim sé veitt veganesti fyrir áskorun sem þessa. Það er undarlegt. Því maður getur átt góða ævi þó að maður fari á mis við kvíslgreiningu og sögufræga kónga. En getur maður lifað lífinu til fulls, ef maður lærir aldrei að snúa töpuðu tafli sér í vil? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun