Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna og lögreglu hefur frá því um miðnætti í nótt leitað að vísbendingum sem tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur við Hafnarfjarðarhöfn. Skór áþekkir þeim sem Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á fimmta tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun fannst á tólfta tímanum við höfnina í gærkvöldi. Engar frekari vísbendingar hafa fundist. Bræður úr Hafnarfirði fundu skóna við höfnina og gerðu lögreglu viðvart. Fyrst birtu þeir mynd af skónum í Facebook-hópnum „Leit að Birnu Brjánsdóttur“ en fjarlægðu myndina síðan að beiðni lögreglu. Birtingin varð til þess að líklega á fjórða eða fimmta tug manna hélt að Kaldárseli í Hafnarfirði til að leita en þar hafði annar bróðirinn leitað fyrr um kvöldið. Fólkið var hins vegar beðið um að halda aftur heim á leið enda höfðu skórnir alls ekkert fundist þar, heldur við höfnina. Þeir eru af gerðinni Dr. Martens og svartir að lit. Um mjög vinsæla tegund skóa er að ræða hjá ungu fólki.Svartir Dr. Martens skór. Birna átti slíka skó og par fannst við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi.Enginn liggur undir grun Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sérhæfir sig í leitaraðgerðum, sagði við Vísi á sjötta tímanum í morgun að bræðurnir hefðu fundist skóparið við leit niðri við höfn. Tekin hefði verið af þeim skýrsla varðandi fundinn. Enginn liggur undir grun og engar frekari vísbendingar hafa fundist aðrar en skóparið. Leitin hefur verið afar umfangsmikil og að henni komið fjöldi manns. Tveir drónar hafa verið nýttir við leitina og sömuleiðis bátur og sporleitarhundur. Athygli vakti að snjó var að finna undir skónum þegar þeir fundust við höfnina í kvöld. Um þrír sólarhringar eru liðnir síðan Birna hvarf og var nokkuð hlýtt á suðvesturhorni landsins á sunnudag. Öllu kaldara var í gær og snjóaði. Ágúst segir að tæknideild lögreglu hafi mætt á vettvang og hafi skóna til skoðunar.Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Ágúst á fjórða tímanum í nótt.Var í svaka stuði og rosalega hress Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom fram að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að hvarf Birnu væri með saknæmum hætti. Raunar hefði lögregla úr afar fáum vísbendingum að vinna en það breyttist í gærkvöldi þegar skórnir fundust. Ágúst segir að mál Birnu sé enn flokkað sem mannshvarf en ekki sakamál. Skór hafi vissulega fundist sem líklegt sé að séu Birnu en enn eigi eftir að leita af sér allan grun hvað það varði. Birna hefur nú verið týnd í tæpa þrjá sólarhringa. Hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu klukkan fimm að morgni laugardags. Þar hafði hún verið með vinkonu sinni, Matthildi Soffíu Jónsdóttur, og verið í svaka stuði og rosalega hress. Myndskeið úr eftirlitsmyndavél Húrra staðfesta þetta að því er fram kom á blaðamannafundinum í gær. Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan.Ólíklegt að Birna hafi stigið upp í rauðan Kia Prio Birna yfirgaf Húrra um klukkan 5 og sást næst í eftirlitsmyndavél á horni Klapparstígs og Laugavegs klukkan 05:25. Svo líða 15-16 sekúndur þar til rauður Kia Rio bíll sést í sömu myndavél aka niður Laugaveg. Ekkert sést til Birnu eftir að hún gekk út úr fyrrnefndri eftirlitsmyndavél. Mikil leit stendur yfir að rauðum fólksbílnum og hefur lögregla stöðvað nokkra rauða fólksbíla í leit sinni að Birnu undanfarinn sólarhring án þess að það hafi leitt til neins. Það hvernig síminn tengist símamöstrum miðbæjarins bendir til þess að sími Birnu hafi ferðast í öfuga átt við bílinn. Veldur það því að lögregla telur ólíklegt að Birna hafi farið upp í bílinn.Ýmsar mikilvægar upplýsingar er tengjast símanotkun Birnu og hvar merki frá síma hennar finnst.FréttablaðiðSlökkt á símanum handvirkt Lögreglan hefur birt myndband af Birnu þar sem hún gengur upp Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur. Í lok myndbandsins, þegar Birna er stödd við Klapparstíg, er sími hennar tengdur við símamastur í húsnæði Máls og menningar við Laugaveg. Skömmu síðar tengist sími Birnu símamastri við Lindargötu, sem getur bent til þess að Birna beygi niður af Laugavegi og á Hverfisgötu. Ekki löngu síðar tengist síminn símamastri á gamla Landsbankahúsinu á horni Barónsstígs og Laugavegar. Þremur til fjórum mínútum síðar tengist sími Birnu símamastri við Listaháskólann á horni Sæbrautar og Laugarnesvegar, en talið er fullvíst að þegar þangað sé komið, frá því að síminn tengist við Barónsstíg, sé sími Birnu kominn í ökutæki á ferð. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði.Rauði bíllinn, líklega Kia Rio, hvers ökumanns lögregla leitar.Þrír möguleikar í stöðunni Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er mun minna myndavélaeftirlit á Hverfisgötu en á Laugavegi. Samkvæmt ofangreindum upplýsingum kemur sterklega til greina, að mati lögreglu, að myndavél við Laugaveg 31, sem kviknar á við hreyfingu, hafi ekki numið hæga hreyfingu Birnu og hún gengið niður eftir Vatnsstíg. Rauði bíllinn sem lögreglan leitar nú, í þeirri von að ökumaður bílsins reynist mikilvægt vitni, sést í myndavél keyra í öfuga átt við Birnu. Akstur hans kveikir á myndavél við Laugaveg 31 hjá Kirkjuhúsinu og verkfæraverslunina Brynju. Fimmtán til sextán sekúndum síðar sést sami bíll á næsta horni aka yfir gatnamót Laugavegar og Klapparstígs. Myndavélar lögreglu missa sjónar á bílnum við Ingólfsstræti en tímaramminn og tenging símans gerir það að verkum að lögreglu finnst afar ólíklegt að Birna hafi farið upp í bílinn. Þó er það ekki útilokað. Lögregla segir þrjá möguleika í stöðunni, að Birna hafi farið inn í húsasund á leiðinni, en þau eru tvö, að Birna hafi farið upp í bíl eða Birna hafi beygt niður Vatnsstíg án þess að hreyfiskynjari á eftirlitsmyndavél lögreglunnar hafi numið ferðir hennar.Frá leit lögreglu og björgunarsveitarmanna í nótt.Vísir/VilhelmReyna að komast inn á Tinder-reikning Birnu Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sagði í viðtali við fréttamenn í gær að unnið væri með lögreglu að komast yfir upplýsingar af Tinder-reikningi Birnu. Tinder er stefnumótaforrit fyrir snjallsíma, afar vinsælt meðal ungs fólks. Í gegnum Tinder gæti Birna hafa mælt sér mót við einhvern. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa,“ sagði Sigurlaug. „Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“Síðustu samskipti á Facebook á fimmtudagLögregla reynir enn fremur að komast inn á Snapchat-aðgang Birnu til að skoða samskipti hennar þar aðfaranótt laugardagsins. Á blaðamannafundinum í gær kom fram að lögreglumenn hefðu fengið að skoða Facebook-síðu Birnu og að síðustu samskipti hennar þar hefðu átt sér stað á fimmtudag. „Það er þannig með þessi félög sem eru flest bandarísk að þau hafa stefnu um að hjálpa til þegar um er að ræða týnt fólk. Þá er það stundum þannig að þeir fallast á að gefa upplýsingar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, í samtali við Fréttablaðið í dag.Að neðan má sjá viðtal blaðamanna við móður Birnu, síðdegis í gær.Birna var að skemmta sér á Húrra en yfirgaf staðinn um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Hún var í miklu stuði að sögn vinkonu sinnar.VísirFjölmargar vísbendingar Lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Birnu. Þeirra á meðal er ábending frá konu sem setti sig í samband við lögreglu í gær og sagði frá árás sem hún varð fyrir ofarlega í Bankastræti aðfaranótt 8. janúar. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Í samtali við Fréttablaðið sagði konan frá því hvernig nokkrir menn réðust að henni þar sem hún var á göngu upp Bankastræti upp úr klukkan fimm að morgni. Eiginmaður hennar, sem var aðeins ofar í götunni, kom konu sinni til bjargar og lenti í stympingum við mennina. Þá leitaði önnur kona aðstoðar lögreglu vegna gruns um að hafa verið byrlað ólyfjan á skemmtistaðnum Húrra, kvöldið sem Birna hvarf. „Sem betur fer er hægt að halda því fram í þessu tilfelli að þó það sjáist að Birna hafi neytt áfengis þá ber hún sig ekki þannig að henni hafi verið gefið slíkt deyfiefni,“ segir Grímur.Símanum varla stolið „Ef við berum saman við það hvað fjölskylda hennar segir, að ekki sé líklegt að hún hafi verið að labba heim til sín, þá veltir maður fyrir sér hvert leið hennar getur legið. Var hún að fara eitthvert ákveðið eða búin að mæla sér mót? Þetta er eitt af því sem við erum að reyna að varpa ljósi á,“ segir Grímur. Velt hefur verið upp þeim möguleika að síma Birnu hafi verið stolið en það ekki talið líklegt, bæði vegna þess að sími Birnu virðist fylgja henni upp Laugaveginn, en einnig vegna þess að ekki hefur verið reynt að nota greiðslukort hennar frá því hún notaði þau sjálf í miðbænum, sem bendir til þess að veski Birnu hafi ekki verið stolið. Þá má sjá í myndbandi sem lögregla birti af ferðum Birnu að hún hefur heyrnartól tengd við tæki í vasa sér sem leiða má líkur að að sé sími hennar.Myndbandið sem lögregla birti má sjá hér að neðan.Ömurlegra með hverri einustu mínútu Lögreglumenn leituðu í gærmorgun fyrir utan skemmtistaðinn og björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leitar í miðbænum og við Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá voru flygildi einnig nýtt til leitar á strandlengjunni frá Hörpu að Laugarnesi. Lögreglu hefur ekki tekist að greina bílnúmer á hinum rauða Kia Rio hvers ökumanns er leitað. Bílnúmer ökutækisins er ógreinanlegt af myndunum sem lögregla dreifði sökum lélegra gæða. Lögð er áhersla á að ná tali af ökumanni bifreiðarinnar í þeirri von að hann reynist mikilvægt vitni. „Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn. Ég man ekki eftir svona máli þar sem við erum jafn grandalaus um hvað hefur gerst. Það hafa oft orðið mannshvörf en þá er á einhverju að byggja. Hér er á afar litlu að byggja,“ segir Grímur í Fréttablaðinu í dag.Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók við leitina í nótt. Leitin stendur enn yfir.Vilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm Gunnarsson Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent
Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna og lögreglu hefur frá því um miðnætti í nótt leitað að vísbendingum sem tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur við Hafnarfjarðarhöfn. Skór áþekkir þeim sem Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á fimmta tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun fannst á tólfta tímanum við höfnina í gærkvöldi. Engar frekari vísbendingar hafa fundist. Bræður úr Hafnarfirði fundu skóna við höfnina og gerðu lögreglu viðvart. Fyrst birtu þeir mynd af skónum í Facebook-hópnum „Leit að Birnu Brjánsdóttur“ en fjarlægðu myndina síðan að beiðni lögreglu. Birtingin varð til þess að líklega á fjórða eða fimmta tug manna hélt að Kaldárseli í Hafnarfirði til að leita en þar hafði annar bróðirinn leitað fyrr um kvöldið. Fólkið var hins vegar beðið um að halda aftur heim á leið enda höfðu skórnir alls ekkert fundist þar, heldur við höfnina. Þeir eru af gerðinni Dr. Martens og svartir að lit. Um mjög vinsæla tegund skóa er að ræða hjá ungu fólki.Svartir Dr. Martens skór. Birna átti slíka skó og par fannst við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi.Enginn liggur undir grun Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sérhæfir sig í leitaraðgerðum, sagði við Vísi á sjötta tímanum í morgun að bræðurnir hefðu fundist skóparið við leit niðri við höfn. Tekin hefði verið af þeim skýrsla varðandi fundinn. Enginn liggur undir grun og engar frekari vísbendingar hafa fundist aðrar en skóparið. Leitin hefur verið afar umfangsmikil og að henni komið fjöldi manns. Tveir drónar hafa verið nýttir við leitina og sömuleiðis bátur og sporleitarhundur. Athygli vakti að snjó var að finna undir skónum þegar þeir fundust við höfnina í kvöld. Um þrír sólarhringar eru liðnir síðan Birna hvarf og var nokkuð hlýtt á suðvesturhorni landsins á sunnudag. Öllu kaldara var í gær og snjóaði. Ágúst segir að tæknideild lögreglu hafi mætt á vettvang og hafi skóna til skoðunar.Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Ágúst á fjórða tímanum í nótt.Var í svaka stuði og rosalega hress Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom fram að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að hvarf Birnu væri með saknæmum hætti. Raunar hefði lögregla úr afar fáum vísbendingum að vinna en það breyttist í gærkvöldi þegar skórnir fundust. Ágúst segir að mál Birnu sé enn flokkað sem mannshvarf en ekki sakamál. Skór hafi vissulega fundist sem líklegt sé að séu Birnu en enn eigi eftir að leita af sér allan grun hvað það varði. Birna hefur nú verið týnd í tæpa þrjá sólarhringa. Hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu klukkan fimm að morgni laugardags. Þar hafði hún verið með vinkonu sinni, Matthildi Soffíu Jónsdóttur, og verið í svaka stuði og rosalega hress. Myndskeið úr eftirlitsmyndavél Húrra staðfesta þetta að því er fram kom á blaðamannafundinum í gær. Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan.Ólíklegt að Birna hafi stigið upp í rauðan Kia Prio Birna yfirgaf Húrra um klukkan 5 og sást næst í eftirlitsmyndavél á horni Klapparstígs og Laugavegs klukkan 05:25. Svo líða 15-16 sekúndur þar til rauður Kia Rio bíll sést í sömu myndavél aka niður Laugaveg. Ekkert sést til Birnu eftir að hún gekk út úr fyrrnefndri eftirlitsmyndavél. Mikil leit stendur yfir að rauðum fólksbílnum og hefur lögregla stöðvað nokkra rauða fólksbíla í leit sinni að Birnu undanfarinn sólarhring án þess að það hafi leitt til neins. Það hvernig síminn tengist símamöstrum miðbæjarins bendir til þess að sími Birnu hafi ferðast í öfuga átt við bílinn. Veldur það því að lögregla telur ólíklegt að Birna hafi farið upp í bílinn.Ýmsar mikilvægar upplýsingar er tengjast símanotkun Birnu og hvar merki frá síma hennar finnst.FréttablaðiðSlökkt á símanum handvirkt Lögreglan hefur birt myndband af Birnu þar sem hún gengur upp Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur. Í lok myndbandsins, þegar Birna er stödd við Klapparstíg, er sími hennar tengdur við símamastur í húsnæði Máls og menningar við Laugaveg. Skömmu síðar tengist sími Birnu símamastri við Lindargötu, sem getur bent til þess að Birna beygi niður af Laugavegi og á Hverfisgötu. Ekki löngu síðar tengist síminn símamastri á gamla Landsbankahúsinu á horni Barónsstígs og Laugavegar. Þremur til fjórum mínútum síðar tengist sími Birnu símamastri við Listaháskólann á horni Sæbrautar og Laugarnesvegar, en talið er fullvíst að þegar þangað sé komið, frá því að síminn tengist við Barónsstíg, sé sími Birnu kominn í ökutæki á ferð. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði.Rauði bíllinn, líklega Kia Rio, hvers ökumanns lögregla leitar.Þrír möguleikar í stöðunni Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er mun minna myndavélaeftirlit á Hverfisgötu en á Laugavegi. Samkvæmt ofangreindum upplýsingum kemur sterklega til greina, að mati lögreglu, að myndavél við Laugaveg 31, sem kviknar á við hreyfingu, hafi ekki numið hæga hreyfingu Birnu og hún gengið niður eftir Vatnsstíg. Rauði bíllinn sem lögreglan leitar nú, í þeirri von að ökumaður bílsins reynist mikilvægt vitni, sést í myndavél keyra í öfuga átt við Birnu. Akstur hans kveikir á myndavél við Laugaveg 31 hjá Kirkjuhúsinu og verkfæraverslunina Brynju. Fimmtán til sextán sekúndum síðar sést sami bíll á næsta horni aka yfir gatnamót Laugavegar og Klapparstígs. Myndavélar lögreglu missa sjónar á bílnum við Ingólfsstræti en tímaramminn og tenging símans gerir það að verkum að lögreglu finnst afar ólíklegt að Birna hafi farið upp í bílinn. Þó er það ekki útilokað. Lögregla segir þrjá möguleika í stöðunni, að Birna hafi farið inn í húsasund á leiðinni, en þau eru tvö, að Birna hafi farið upp í bíl eða Birna hafi beygt niður Vatnsstíg án þess að hreyfiskynjari á eftirlitsmyndavél lögreglunnar hafi numið ferðir hennar.Frá leit lögreglu og björgunarsveitarmanna í nótt.Vísir/VilhelmReyna að komast inn á Tinder-reikning Birnu Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sagði í viðtali við fréttamenn í gær að unnið væri með lögreglu að komast yfir upplýsingar af Tinder-reikningi Birnu. Tinder er stefnumótaforrit fyrir snjallsíma, afar vinsælt meðal ungs fólks. Í gegnum Tinder gæti Birna hafa mælt sér mót við einhvern. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa,“ sagði Sigurlaug. „Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“Síðustu samskipti á Facebook á fimmtudagLögregla reynir enn fremur að komast inn á Snapchat-aðgang Birnu til að skoða samskipti hennar þar aðfaranótt laugardagsins. Á blaðamannafundinum í gær kom fram að lögreglumenn hefðu fengið að skoða Facebook-síðu Birnu og að síðustu samskipti hennar þar hefðu átt sér stað á fimmtudag. „Það er þannig með þessi félög sem eru flest bandarísk að þau hafa stefnu um að hjálpa til þegar um er að ræða týnt fólk. Þá er það stundum þannig að þeir fallast á að gefa upplýsingar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, í samtali við Fréttablaðið í dag.Að neðan má sjá viðtal blaðamanna við móður Birnu, síðdegis í gær.Birna var að skemmta sér á Húrra en yfirgaf staðinn um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Hún var í miklu stuði að sögn vinkonu sinnar.VísirFjölmargar vísbendingar Lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Birnu. Þeirra á meðal er ábending frá konu sem setti sig í samband við lögreglu í gær og sagði frá árás sem hún varð fyrir ofarlega í Bankastræti aðfaranótt 8. janúar. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Í samtali við Fréttablaðið sagði konan frá því hvernig nokkrir menn réðust að henni þar sem hún var á göngu upp Bankastræti upp úr klukkan fimm að morgni. Eiginmaður hennar, sem var aðeins ofar í götunni, kom konu sinni til bjargar og lenti í stympingum við mennina. Þá leitaði önnur kona aðstoðar lögreglu vegna gruns um að hafa verið byrlað ólyfjan á skemmtistaðnum Húrra, kvöldið sem Birna hvarf. „Sem betur fer er hægt að halda því fram í þessu tilfelli að þó það sjáist að Birna hafi neytt áfengis þá ber hún sig ekki þannig að henni hafi verið gefið slíkt deyfiefni,“ segir Grímur.Símanum varla stolið „Ef við berum saman við það hvað fjölskylda hennar segir, að ekki sé líklegt að hún hafi verið að labba heim til sín, þá veltir maður fyrir sér hvert leið hennar getur legið. Var hún að fara eitthvert ákveðið eða búin að mæla sér mót? Þetta er eitt af því sem við erum að reyna að varpa ljósi á,“ segir Grímur. Velt hefur verið upp þeim möguleika að síma Birnu hafi verið stolið en það ekki talið líklegt, bæði vegna þess að sími Birnu virðist fylgja henni upp Laugaveginn, en einnig vegna þess að ekki hefur verið reynt að nota greiðslukort hennar frá því hún notaði þau sjálf í miðbænum, sem bendir til þess að veski Birnu hafi ekki verið stolið. Þá má sjá í myndbandi sem lögregla birti af ferðum Birnu að hún hefur heyrnartól tengd við tæki í vasa sér sem leiða má líkur að að sé sími hennar.Myndbandið sem lögregla birti má sjá hér að neðan.Ömurlegra með hverri einustu mínútu Lögreglumenn leituðu í gærmorgun fyrir utan skemmtistaðinn og björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leitar í miðbænum og við Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá voru flygildi einnig nýtt til leitar á strandlengjunni frá Hörpu að Laugarnesi. Lögreglu hefur ekki tekist að greina bílnúmer á hinum rauða Kia Rio hvers ökumanns er leitað. Bílnúmer ökutækisins er ógreinanlegt af myndunum sem lögregla dreifði sökum lélegra gæða. Lögð er áhersla á að ná tali af ökumanni bifreiðarinnar í þeirri von að hann reynist mikilvægt vitni. „Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn. Ég man ekki eftir svona máli þar sem við erum jafn grandalaus um hvað hefur gerst. Það hafa oft orðið mannshvörf en þá er á einhverju að byggja. Hér er á afar litlu að byggja,“ segir Grímur í Fréttablaðinu í dag.Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók við leitina í nótt. Leitin stendur enn yfir.Vilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm Gunnarsson