Lífið

Heiða skammaðist sín fyrir „tramp stamp“ og huldi það með gullfiski

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiða var ánægð með útkomuna.
Heiða var ánægð með útkomuna.
Fyrir um tveimur vikum hófu göngu sína nýir þættir á Stöð 2 og bera þeir nafnið Flúr & Fólk. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með.

Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur.

Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.

Í síðasta þætti var Heiða Mjöll, 24 ára hárgreiðslunemi, til umfjöllunar en hún var með húðflúr á mjóbakinu. Slík húðflúr voru gríðarlega vinsæl á sínum tíma og kallast þau í daglegu tali „tramp stamp“.

Heiða lét flúra yfir stimpilinn með glæsilegri mynd af gullfiski. Hér að neðan má sjá myndbrot úr þættinum og bæði fyrir og eftir myndir.

Fyrir
Eftir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.