Svona gerir þú bestu útsölukaupin Kynning skrifar 1. janúar 2017 20:00 Glamour/Getty Það er orðinn fastur liður hjá verslunum að hefja nýtt ár með allsherjar útsölum. Fatalínur síðasta misseris fara á niðursett verð til þess að rýma fyrir nýjum flíkum úr vorlínum búðanna. Þó að margir bíði kannski óþreyjufullir eftir hækkandi sól og brakandi ferskum trendum er engu að síður hægt að gera góð kaup á útsölum. Mikilvægt er þó að vanda valið svo fíkurnar standist tímans tönn.Hér koma nokkur góð ráð fyrir útsölukaupin frá Glamour.1. Taktu til í fataskápnum áður en þú skellir þér á útsölurnar til þess að fá betri yfrsýn yfir hvað þú átt og þar af leiðandi hvað þig vantar.2. Fjárfestu frekar í einföldum og klassískum fíkum á útsölu sem þú veist að þú kemur til með að nota mikið. 3. Leitaðu að dýrari og vandaðri hlutum á útsölu, það er betri fjárfesting þegar til lengri tíma er litið.4. Forðastu skyndikaup á útsölum – hugsaðu málið og nýttu útsölurnar í að kaupa vörur sem þú hefur haft augastað á en kannski ekki tímt að kaupa. Dömubuxur og pilsPhoto Gallery by QuickGallery.com Það er mjög sniðugt að nota útsölurnar til að finna góðar og klassískar buxur, hér má sjá fallegt úrval af buxum og pilsum sem við tókum saman. Fylgihlutir Photo Gallery by QuickGallery.com Fallegir fylgihlutir detta aldrei úr tísku, finndu þinn draumafylgihlut nú á niðursettu verði í myndaalbúminu fyrir ofan. HerraklæðiPhoto Gallery by QuickGallery.com Við tókum saman glæsilegt úrval af buxum, jökkum, skóm, bolum og bindum; allt fyrir herrann. YfirhafnirPhoto Gallery by QuickGallery.com Nú er rétti tíminn til þess að næla sér í fallega jakka og hlýjar yfirhafnir, enda margir kaldir mánuðir eftir áður en fer að vora. Allt fyrir börninPhoto Gallery by QuickGallery.com Dásamlegar flíkur fyrir börnin á góðu verði. Tilvalið er að nýta vetrarútsölurnar til að birgja sig upp fyrir smáfólkið í fjölskyldunni. Bolir og skyrturPhoto Gallery by QuickGallery.com Vantar okkur ekki alltaf boli? Fallegt úrval af bolum, toppum, blússum og skyrtum á útsölunum í ár. KjólarPhoto Gallery by QuickGallery.com Kjólar fyrir öll fínni tilefni. Sparaðu þér stressið og nældu þér í árshátíðarkjólinn á útsölunum. Það er alltaf tækifæri til að klæða sig upp. Mest lesið Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Selena Gomez í Galvan kjól á stjörnuprýddum tónleikum Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Selena Gomez frumsýnir nýja klippingu Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Beyoncé prýðir forsíðu september Vogue Glamour
Það er orðinn fastur liður hjá verslunum að hefja nýtt ár með allsherjar útsölum. Fatalínur síðasta misseris fara á niðursett verð til þess að rýma fyrir nýjum flíkum úr vorlínum búðanna. Þó að margir bíði kannski óþreyjufullir eftir hækkandi sól og brakandi ferskum trendum er engu að síður hægt að gera góð kaup á útsölum. Mikilvægt er þó að vanda valið svo fíkurnar standist tímans tönn.Hér koma nokkur góð ráð fyrir útsölukaupin frá Glamour.1. Taktu til í fataskápnum áður en þú skellir þér á útsölurnar til þess að fá betri yfrsýn yfir hvað þú átt og þar af leiðandi hvað þig vantar.2. Fjárfestu frekar í einföldum og klassískum fíkum á útsölu sem þú veist að þú kemur til með að nota mikið. 3. Leitaðu að dýrari og vandaðri hlutum á útsölu, það er betri fjárfesting þegar til lengri tíma er litið.4. Forðastu skyndikaup á útsölum – hugsaðu málið og nýttu útsölurnar í að kaupa vörur sem þú hefur haft augastað á en kannski ekki tímt að kaupa. Dömubuxur og pilsPhoto Gallery by QuickGallery.com Það er mjög sniðugt að nota útsölurnar til að finna góðar og klassískar buxur, hér má sjá fallegt úrval af buxum og pilsum sem við tókum saman. Fylgihlutir Photo Gallery by QuickGallery.com Fallegir fylgihlutir detta aldrei úr tísku, finndu þinn draumafylgihlut nú á niðursettu verði í myndaalbúminu fyrir ofan. HerraklæðiPhoto Gallery by QuickGallery.com Við tókum saman glæsilegt úrval af buxum, jökkum, skóm, bolum og bindum; allt fyrir herrann. YfirhafnirPhoto Gallery by QuickGallery.com Nú er rétti tíminn til þess að næla sér í fallega jakka og hlýjar yfirhafnir, enda margir kaldir mánuðir eftir áður en fer að vora. Allt fyrir börninPhoto Gallery by QuickGallery.com Dásamlegar flíkur fyrir börnin á góðu verði. Tilvalið er að nýta vetrarútsölurnar til að birgja sig upp fyrir smáfólkið í fjölskyldunni. Bolir og skyrturPhoto Gallery by QuickGallery.com Vantar okkur ekki alltaf boli? Fallegt úrval af bolum, toppum, blússum og skyrtum á útsölunum í ár. KjólarPhoto Gallery by QuickGallery.com Kjólar fyrir öll fínni tilefni. Sparaðu þér stressið og nældu þér í árshátíðarkjólinn á útsölunum. Það er alltaf tækifæri til að klæða sig upp.
Mest lesið Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Selena Gomez í Galvan kjól á stjörnuprýddum tónleikum Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Selena Gomez frumsýnir nýja klippingu Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Beyoncé prýðir forsíðu september Vogue Glamour