Uppáhaldsleikir Leikjavísis á liðnu ári Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2017 15:00 34 leikir fengu gagnrýni á LeikjaVísi á liðnu ári. Vísir Nú er enn eitt tölvuleikjaárið liðið og því er vert að gera árið upp. Við á Leikjavísi tókum 34 tölvuleiki til skoðunar á árinu sem nú er liðið, en þar er óhætt að segja að nokkrir hafi staðið upp úr. Þar fer Battlefield 1 fremstur meðal jafningja. Framleiðendur leiksins tóku þá góðu ákvörðun að láta hann fjalla um fyrri heimsstyrjöldina, sem sjaldan hefur verið til umfjöllunar í tölvuleikjum áður. Óhætt er að segja að það hafi heppnast vel og hristir Battlefield 1 verulega upp í hinum hefðbundnu skotleikjum. „Með því að færa Battefield seríuna aftur í tíma hefur henni verið fleytt fram á við á annan hátt og aðgreinir leikurinn sig vel frá öðrum skotleikjum eins og Call of Duty. Fyrri heimsstyrjöldin er ekki eitthvað sem margir tölvuleikir hafa fjallað um og gerir það BF1 nokkuð einstakan. Þetta er án efa einn af bestu leikjum seríunnar, ef ekki sá besti.“Næstur er Uncharted 4: A Thief‘s End. Ef það er eitthvað sem starfsmenn Naughty dog kunna þá er það að segja góða sögu. Uncharted 4: A Thief‘s End fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um lokakaflann í ævintýrum fjársjóðsleitarmannsins og þjófsins Nathan Drake. Frábær grafík, þrautir, skotbardagar og margt fleiri gerir þennan leik stórgóðan. „Lokakafli sögunnar um Nathan Drake er einstaklega flottur og skemmtilegur. Uncharted 4: A Thief’s End sýnir hve góður miðill tölvuleikir eru fyrir frábæra sögusköpun á stórfenglegan hátt.“Lego Star Wars: The Force Awakens er einnig í uppáhaldi hjá Leikjavísi.Lego leikirnir eru eins mismunandi og efnið sem þeir fjalla um en Force Awakens þótti skemmtilegri en yfirleitt. Leikurinn fylgir söguþræði myndarinnar eftir að miklu leyti en það er þó mögulegt að ferðast sjálfstætt um vetrarbrautina sem er í órafjarlægð, en í raun gerist leikurinn fyrir löngu, löngu síðan.LSW: TFA er fyndinn og gaman er að spila hann með vini. „Yfir heildina litið er leikurinn einfaldlega skemmtilegur.“World of Warcraft aukapakkinn Legion fangaði einnig athygli Leikjavísis á árinu. Eftir að hafa flakkað um Hellfire Citadel í fjórtán mánuði og drepa orka og djöfla var flestum spilurum World of Warcrat farið að leiðast. Legion var svar Blizzard við gagnrýni spilara á Warlords of Draenor og býður aukapakkinn upp á ný landsvæði, nýjar dýflissur, nýja stétt, ný verkefni og margt, margt fleira. „Allt í allt virðist aukapakkinn einkar vel heppnaður og mun betri en blaðamanni þótti Warlords of Draenor þegar sá aukapakki var um viku gamall. Erfitt reyndist að skrifa dóminn niður án þess að fá kitl í puttana og vilja hlaupa heim að spila en það hafðist þó.“Nýjasta útgáfa vinsælasta íþróttaleiks sögunnar kom, eins og alltaf, út á árinu og vakti FIFA 17 mikla lukku.FIFA 17 er raunverulegasti fótboltaleikurinn hingað til og nýr spilunarmöguleiki, The Journey, hleypir miklu lífi í hann. Miklar breytingar voru gerðar og skiluðu þær árangri. „Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem EA Sports tekur svona mikla áhættu í uppfærslu sinni. Leikurinn er ekki fullkominn, en hann mun eflaust standa uppi sem mikilvæg uppfærsla í FIFA-seríunni. Líklega var EA Sports að framlengja gullaldartímabil knattspyrnuleikja enn frekar með þessum leik.“Total War serían vinsæla tók breytingum á árinu með útgáfu Total War: Warhammer. Þetta var í fyrsta sinn sem serían snýr sér að ævintýraheimi, en áður hefur hún fjallað um mikil umbreytingarskeið eins og upprisu og fall Rómarveldis, Samurai-tímabil Japan og Napóleon-stríðin. Að þessu sinni fá spilarar innsýn í hinn vinsæla söguheim Warhammer þar sem fljúgandi skrímsli og aðrar breytingar brjóta upp hina hefðbundnu formúlu Total War. „Að mörgu leyti virkar leikurinn sem nokkrir leikir. Í stað þess að hafa margar fylkingar virðast CA hafa einbeitt sér að því að gera fáar fylkingar vel. Það er allt annað að spila Empire eða Greenskins. Leikurinn lítur vel út, biðtímar eru ekki of langir, hljóðið er gott og sagan skemmtileg. Total War: Warhammer er nánast betri en forverar sínir í alla staði.“Annar leikur sem féll í kramið á árinu var Dishonored 2. Í leiknum heimsækja spilarar borgina Dunwall aftur eftir fimmtán ára fjarveru. Til þess að stöðva valdarán illrar nornar þarf að beita kynngimögnuðum kröftum og gífurlegu ofbeldi á fjölbreyttan og skringilega skemmtilegan hátt. „Þessi töfrabrögð gera mjög mikið fyrir leikinn og eru spilarar hvattir til að prófa sig áfram með þau til þess að koma óvinum sínum fyrir kattarnef. Vel heppnuð og frumleg tilraun getur skapað blóðuga og stórskemmtilega niðurstöðu.“Síðast en ekki síst er vert að nefna Civilization 6 á nafn. Fyrsti Civ-leikurinn kom út árið 1991 og hefur Sid Meier ekki tekið því rólega síðan þá. Civ6 er mjög góður og skemmtilegur leikur þrátt fyrir að hann sé töluvert öðruvísi en rótgrónir Civ-spilarar eiga að hafa vanist. „Eins og með svo gott sem alla aðra Civ-leiki, þegar þeir komu út, er CIV 6 líklegast sá besti hingað til. Nánast allt er betra en áður og nýjar breytingar, sem er nóg af, heppnast mjög vel.“Það voru þó ekki bara skemmtilegir leikir sem voru teknir til skoðunar á Leikjavísi á síðasta ári. Í byrjun árs skoðaði Leikjavísir tölvuleik sem fékk einungis eina stjörnu. Þar er um að ræða leikinn Handball 16. Eflaust eru einhverjir sem hafa beðið um áraraðir eftir góðum handboltaleik, en ljóst er að þessi leikur er án efa ekki sú niðurstaða sem beðið hefur verið eftir. Úrelt grafík, óskiljanleg stýring, lélegt hljóð og furðuleg talsetning hjálpar ekki til. „Eftir því sem ég best veit eru tveir takkar sem nota á í vörninni. Sama hvorn takkann ýtt er á þá er alltaf dæmt brot og leikmaðurinn rekinn út af í tvær mínútur. Hreyfanleiki leikmanna er ekki góður og því er vörnin tiltölulega erfið og er besta sóknarbragðið oftast að hlaupa í hringi þar til pláss myndast í varnarlínunni.“ Fréttir ársins 2016 Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Nú er enn eitt tölvuleikjaárið liðið og því er vert að gera árið upp. Við á Leikjavísi tókum 34 tölvuleiki til skoðunar á árinu sem nú er liðið, en þar er óhætt að segja að nokkrir hafi staðið upp úr. Þar fer Battlefield 1 fremstur meðal jafningja. Framleiðendur leiksins tóku þá góðu ákvörðun að láta hann fjalla um fyrri heimsstyrjöldina, sem sjaldan hefur verið til umfjöllunar í tölvuleikjum áður. Óhætt er að segja að það hafi heppnast vel og hristir Battlefield 1 verulega upp í hinum hefðbundnu skotleikjum. „Með því að færa Battefield seríuna aftur í tíma hefur henni verið fleytt fram á við á annan hátt og aðgreinir leikurinn sig vel frá öðrum skotleikjum eins og Call of Duty. Fyrri heimsstyrjöldin er ekki eitthvað sem margir tölvuleikir hafa fjallað um og gerir það BF1 nokkuð einstakan. Þetta er án efa einn af bestu leikjum seríunnar, ef ekki sá besti.“Næstur er Uncharted 4: A Thief‘s End. Ef það er eitthvað sem starfsmenn Naughty dog kunna þá er það að segja góða sögu. Uncharted 4: A Thief‘s End fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um lokakaflann í ævintýrum fjársjóðsleitarmannsins og þjófsins Nathan Drake. Frábær grafík, þrautir, skotbardagar og margt fleiri gerir þennan leik stórgóðan. „Lokakafli sögunnar um Nathan Drake er einstaklega flottur og skemmtilegur. Uncharted 4: A Thief’s End sýnir hve góður miðill tölvuleikir eru fyrir frábæra sögusköpun á stórfenglegan hátt.“Lego Star Wars: The Force Awakens er einnig í uppáhaldi hjá Leikjavísi.Lego leikirnir eru eins mismunandi og efnið sem þeir fjalla um en Force Awakens þótti skemmtilegri en yfirleitt. Leikurinn fylgir söguþræði myndarinnar eftir að miklu leyti en það er þó mögulegt að ferðast sjálfstætt um vetrarbrautina sem er í órafjarlægð, en í raun gerist leikurinn fyrir löngu, löngu síðan.LSW: TFA er fyndinn og gaman er að spila hann með vini. „Yfir heildina litið er leikurinn einfaldlega skemmtilegur.“World of Warcraft aukapakkinn Legion fangaði einnig athygli Leikjavísis á árinu. Eftir að hafa flakkað um Hellfire Citadel í fjórtán mánuði og drepa orka og djöfla var flestum spilurum World of Warcrat farið að leiðast. Legion var svar Blizzard við gagnrýni spilara á Warlords of Draenor og býður aukapakkinn upp á ný landsvæði, nýjar dýflissur, nýja stétt, ný verkefni og margt, margt fleira. „Allt í allt virðist aukapakkinn einkar vel heppnaður og mun betri en blaðamanni þótti Warlords of Draenor þegar sá aukapakki var um viku gamall. Erfitt reyndist að skrifa dóminn niður án þess að fá kitl í puttana og vilja hlaupa heim að spila en það hafðist þó.“Nýjasta útgáfa vinsælasta íþróttaleiks sögunnar kom, eins og alltaf, út á árinu og vakti FIFA 17 mikla lukku.FIFA 17 er raunverulegasti fótboltaleikurinn hingað til og nýr spilunarmöguleiki, The Journey, hleypir miklu lífi í hann. Miklar breytingar voru gerðar og skiluðu þær árangri. „Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem EA Sports tekur svona mikla áhættu í uppfærslu sinni. Leikurinn er ekki fullkominn, en hann mun eflaust standa uppi sem mikilvæg uppfærsla í FIFA-seríunni. Líklega var EA Sports að framlengja gullaldartímabil knattspyrnuleikja enn frekar með þessum leik.“Total War serían vinsæla tók breytingum á árinu með útgáfu Total War: Warhammer. Þetta var í fyrsta sinn sem serían snýr sér að ævintýraheimi, en áður hefur hún fjallað um mikil umbreytingarskeið eins og upprisu og fall Rómarveldis, Samurai-tímabil Japan og Napóleon-stríðin. Að þessu sinni fá spilarar innsýn í hinn vinsæla söguheim Warhammer þar sem fljúgandi skrímsli og aðrar breytingar brjóta upp hina hefðbundnu formúlu Total War. „Að mörgu leyti virkar leikurinn sem nokkrir leikir. Í stað þess að hafa margar fylkingar virðast CA hafa einbeitt sér að því að gera fáar fylkingar vel. Það er allt annað að spila Empire eða Greenskins. Leikurinn lítur vel út, biðtímar eru ekki of langir, hljóðið er gott og sagan skemmtileg. Total War: Warhammer er nánast betri en forverar sínir í alla staði.“Annar leikur sem féll í kramið á árinu var Dishonored 2. Í leiknum heimsækja spilarar borgina Dunwall aftur eftir fimmtán ára fjarveru. Til þess að stöðva valdarán illrar nornar þarf að beita kynngimögnuðum kröftum og gífurlegu ofbeldi á fjölbreyttan og skringilega skemmtilegan hátt. „Þessi töfrabrögð gera mjög mikið fyrir leikinn og eru spilarar hvattir til að prófa sig áfram með þau til þess að koma óvinum sínum fyrir kattarnef. Vel heppnuð og frumleg tilraun getur skapað blóðuga og stórskemmtilega niðurstöðu.“Síðast en ekki síst er vert að nefna Civilization 6 á nafn. Fyrsti Civ-leikurinn kom út árið 1991 og hefur Sid Meier ekki tekið því rólega síðan þá. Civ6 er mjög góður og skemmtilegur leikur þrátt fyrir að hann sé töluvert öðruvísi en rótgrónir Civ-spilarar eiga að hafa vanist. „Eins og með svo gott sem alla aðra Civ-leiki, þegar þeir komu út, er CIV 6 líklegast sá besti hingað til. Nánast allt er betra en áður og nýjar breytingar, sem er nóg af, heppnast mjög vel.“Það voru þó ekki bara skemmtilegir leikir sem voru teknir til skoðunar á Leikjavísi á síðasta ári. Í byrjun árs skoðaði Leikjavísir tölvuleik sem fékk einungis eina stjörnu. Þar er um að ræða leikinn Handball 16. Eflaust eru einhverjir sem hafa beðið um áraraðir eftir góðum handboltaleik, en ljóst er að þessi leikur er án efa ekki sú niðurstaða sem beðið hefur verið eftir. Úrelt grafík, óskiljanleg stýring, lélegt hljóð og furðuleg talsetning hjálpar ekki til. „Eftir því sem ég best veit eru tveir takkar sem nota á í vörninni. Sama hvorn takkann ýtt er á þá er alltaf dæmt brot og leikmaðurinn rekinn út af í tvær mínútur. Hreyfanleiki leikmanna er ekki góður og því er vörnin tiltölulega erfið og er besta sóknarbragðið oftast að hlaupa í hringi þar til pláss myndast í varnarlínunni.“
Fréttir ársins 2016 Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira