Ekki mæta í ræktina með farðann á þér Ritstjórn skrifar 5. janúar 2017 17:00 Flestir vita að það er slæmt að fara í ræktina með farðann á sér en ekki allir vita af hverju. Þrátt fyrir að maskari geri minnstan skaða þá getur hann smitast þegar svitinn er orðinn mikill. Meik og púður eru aðal skaðvaldarnir. Líkamsrækt getur gert margt gott fyrir húðina enda þá kemst blóðið á hreyfingu. Að hreyfa sig með farða á andlitinu getur stíflað svitaholurnar með hinum ýmsu afleiðingum. Helstu fylgikvillarnir eru þó bólur. Þegar þú hreyfir þig þá byrjar því að svitna en í leiðinni stækka svitaholurnar. Húðin þarf að geta andað og það getur hún ekki þegar púður reynir að halda rakanum inni. Þrátt fyrir að það séu ekki allir sem fá bólur í kjölfarið eru flestir sem fá mun meira af fílapenslum. Nú þegar það er kominn janúar og margir ætla sér að vera duglegir í ræktinni er mikilvægt að muna að hreinsa húðina vel áður en átökin hefjast. Mest lesið Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Selena Gomez í Galvan kjól á stjörnuprýddum tónleikum Glamour Selena Gomez frumsýnir nýja klippingu Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Beyoncé prýðir forsíðu september Vogue Glamour Bjútíbiblía Glamour er komin út Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour
Flestir vita að það er slæmt að fara í ræktina með farðann á sér en ekki allir vita af hverju. Þrátt fyrir að maskari geri minnstan skaða þá getur hann smitast þegar svitinn er orðinn mikill. Meik og púður eru aðal skaðvaldarnir. Líkamsrækt getur gert margt gott fyrir húðina enda þá kemst blóðið á hreyfingu. Að hreyfa sig með farða á andlitinu getur stíflað svitaholurnar með hinum ýmsu afleiðingum. Helstu fylgikvillarnir eru þó bólur. Þegar þú hreyfir þig þá byrjar því að svitna en í leiðinni stækka svitaholurnar. Húðin þarf að geta andað og það getur hún ekki þegar púður reynir að halda rakanum inni. Þrátt fyrir að það séu ekki allir sem fá bólur í kjölfarið eru flestir sem fá mun meira af fílapenslum. Nú þegar það er kominn janúar og margir ætla sér að vera duglegir í ræktinni er mikilvægt að muna að hreinsa húðina vel áður en átökin hefjast.
Mest lesið Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Selena Gomez í Galvan kjól á stjörnuprýddum tónleikum Glamour Selena Gomez frumsýnir nýja klippingu Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Beyoncé prýðir forsíðu september Vogue Glamour Bjútíbiblía Glamour er komin út Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour