Olga lét flúra yfir örið eftir brjóstnám Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2017 10:30 Fyrsti þátturinn er á dagskrá í kvöld. Í kvöld munu nýir þættir hefja göngu sína á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Flúr & Fólk. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með. Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur. Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. „Eiginlega er hálffyndið að ég skuli hafa endað sem umsjónarmaður þessa þáttar, verandi ekki með stakt tattú sjálf. En það er nú það skemmtilega við fjölmiðlana, það eru engir tveir dagar eins,” segir Sigrún Ósk sem segist þó lengi hafa haft áhuga á flúrum. „Mér finnst bara svo áhugavert að spá í af hverju fólk velur sér þetta eða hitt. Ennþá magnaðra finnst mér hversu margir eru snöggir að ákveða sig. Ég fæ valkvíða þegar ég þarf að ákveða hvað er í kvöldmatinn. Það skemmtilega við flúr er líka að það hafa allir skoðun á þeim og ég held að langflestir hafi á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér hvernig flúr þeir myndu fá sér ef þeir ætluðu að láta slag standa.”Klippa: Flúr & fólk hefst í kvöld Hún segir að einstaklingarnir sem koma fram í þáttunum séu jafn misjafnir og þeir eru margir. „Þetta er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Slökkviliðsmaður, starfsmaður í leikskóla, fyrrverandi sjómaður, hárgreiðslunemi og þannig mætti áfram telja. Við Lúlli ákváðum strax að okkur langaði að einbeita okkur að fólkinu sem er að fá sér flúr og mig minnir að sá sem hljóðsetti þættina hafi kallað þá „fólkaþætti í sauðargæru,” segir hún og hlær. „Í fyrsta þætti erum við til dæmis með Olgu Steinunni en hún missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. Með því að fá sér flúr yfir örið langaði hana að sýna öðrum konum sem hafa gengið í gegnum það sama að það eru til aðrir möguleikar en að fara í uppbyggingu. Ég dáist að henni, það þarf mikið hugrekki til að stíga svona fram.”Klippa: Fékk sér flúr eftir brjóstakrabbameinsmeðferð Húðflúr Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Í kvöld munu nýir þættir hefja göngu sína á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Flúr & Fólk. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með. Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur. Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. „Eiginlega er hálffyndið að ég skuli hafa endað sem umsjónarmaður þessa þáttar, verandi ekki með stakt tattú sjálf. En það er nú það skemmtilega við fjölmiðlana, það eru engir tveir dagar eins,” segir Sigrún Ósk sem segist þó lengi hafa haft áhuga á flúrum. „Mér finnst bara svo áhugavert að spá í af hverju fólk velur sér þetta eða hitt. Ennþá magnaðra finnst mér hversu margir eru snöggir að ákveða sig. Ég fæ valkvíða þegar ég þarf að ákveða hvað er í kvöldmatinn. Það skemmtilega við flúr er líka að það hafa allir skoðun á þeim og ég held að langflestir hafi á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér hvernig flúr þeir myndu fá sér ef þeir ætluðu að láta slag standa.”Klippa: Flúr & fólk hefst í kvöld Hún segir að einstaklingarnir sem koma fram í þáttunum séu jafn misjafnir og þeir eru margir. „Þetta er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Slökkviliðsmaður, starfsmaður í leikskóla, fyrrverandi sjómaður, hárgreiðslunemi og þannig mætti áfram telja. Við Lúlli ákváðum strax að okkur langaði að einbeita okkur að fólkinu sem er að fá sér flúr og mig minnir að sá sem hljóðsetti þættina hafi kallað þá „fólkaþætti í sauðargæru,” segir hún og hlær. „Í fyrsta þætti erum við til dæmis með Olgu Steinunni en hún missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. Með því að fá sér flúr yfir örið langaði hana að sýna öðrum konum sem hafa gengið í gegnum það sama að það eru til aðrir möguleikar en að fara í uppbyggingu. Ég dáist að henni, það þarf mikið hugrekki til að stíga svona fram.”Klippa: Fékk sér flúr eftir brjóstakrabbameinsmeðferð
Húðflúr Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira