Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Haraldur Guðmundsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 6. janúar 2017 07:30 Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eru farnir út úr hluthafahópi Morgundags. Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson hafa selt 36 prósenta hlut sinn í Fréttatímanum og hverfa þar með úr eigendahópi fjölmiðilsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu þeir öllum afskiptum af rekstri útgáfufélags Fréttatímans í haust vegna óánægju með ritstjórnarstefnu blaðsins. Árni hættir sem formaður stjórnar og tekur Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, við. Eftir söluna eru hluthafar félagsins þrír; Gunnar Smári Egilsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári, sem er stærsti eigandi blaðsins, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í hádeginu í gær. „Viltu ekki bara ræða það við þá?“ sagði Gunnar Smári þegar blaðamaður náði í hann í síma í gær. Árni og Hallbjörn vildu heldur ekki veita viðtal en þeir áttu hvor um sig 18,1 prósent í Morgundegi ehf., útgáfufélagi Fréttatímans. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi, segist ekki hafa íhugað að selja sinn 18,1 prósents hlut sem hann á í fjölmiðlinum í gegnum félagið Dexter fjárfestingar ehf. „Það eru engar breytingar í vændum hjá mér,“ segir Sigurður Gísli í samtali við Fréttablaðið. Árni og Hallbjörn fóru inn í eigendahóp Morgundags, áður Miðopna, í nóvember 2015. Í fréttatilkynningu sem nýr eigendahópur Fréttatímans sendi þá frá sér kom fram að Gunnar Smári færi með forystu hans og að ritstjórinn og útgefandi blaðsins og Þóra Tómasdóttir myndu taka við stjórn þess í lok ársins. Markmiðið með kaupunum væri að efla og styrkja Fréttatímann og auka þátttöku fyrirtækisins á fjölmiðlamarkaði. Samkvæmt skráningu á eignarhaldi Fréttatímans hjá Fjölmiðlanefnd er Gunnar Smári stærstur hluthafa með 29,5 prósent. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á 16,2 prósent. Morgundagur var rekinn með 13,5 milljóna króna tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi útgáfufélagsins. Tvöfaldaðist tapið þá milli ára. Í haust var útgáfudögum fjölgað úr tveimur á viku í þrjá. Óskar Hrafn Þorvaldsson lét af störfum sem vefstjóri Fréttatímans um áramótin eins og kom fram á Vísir.is í gær. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson hafa selt 36 prósenta hlut sinn í Fréttatímanum og hverfa þar með úr eigendahópi fjölmiðilsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu þeir öllum afskiptum af rekstri útgáfufélags Fréttatímans í haust vegna óánægju með ritstjórnarstefnu blaðsins. Árni hættir sem formaður stjórnar og tekur Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, við. Eftir söluna eru hluthafar félagsins þrír; Gunnar Smári Egilsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári, sem er stærsti eigandi blaðsins, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í hádeginu í gær. „Viltu ekki bara ræða það við þá?“ sagði Gunnar Smári þegar blaðamaður náði í hann í síma í gær. Árni og Hallbjörn vildu heldur ekki veita viðtal en þeir áttu hvor um sig 18,1 prósent í Morgundegi ehf., útgáfufélagi Fréttatímans. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi, segist ekki hafa íhugað að selja sinn 18,1 prósents hlut sem hann á í fjölmiðlinum í gegnum félagið Dexter fjárfestingar ehf. „Það eru engar breytingar í vændum hjá mér,“ segir Sigurður Gísli í samtali við Fréttablaðið. Árni og Hallbjörn fóru inn í eigendahóp Morgundags, áður Miðopna, í nóvember 2015. Í fréttatilkynningu sem nýr eigendahópur Fréttatímans sendi þá frá sér kom fram að Gunnar Smári færi með forystu hans og að ritstjórinn og útgefandi blaðsins og Þóra Tómasdóttir myndu taka við stjórn þess í lok ársins. Markmiðið með kaupunum væri að efla og styrkja Fréttatímann og auka þátttöku fyrirtækisins á fjölmiðlamarkaði. Samkvæmt skráningu á eignarhaldi Fréttatímans hjá Fjölmiðlanefnd er Gunnar Smári stærstur hluthafa með 29,5 prósent. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á 16,2 prósent. Morgundagur var rekinn með 13,5 milljóna króna tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi útgáfufélagsins. Tvöfaldaðist tapið þá milli ára. Í haust var útgáfudögum fjölgað úr tveimur á viku í þrjá. Óskar Hrafn Þorvaldsson lét af störfum sem vefstjóri Fréttatímans um áramótin eins og kom fram á Vísir.is í gær.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira