Toyota frumsýnir C-HR um helgina Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 09:13 Flottar línur í Toyota C-HR. Mikill viðbúnaður hefur verið að undanförnu hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota sem frumsýna nýjan Toyota C-HR næstkomandi laugardag og sunnudag, 7. og 8. janúar. Þessa bíls hefur verið beðið með meiri eftirvæntingu en dæmi eru um í seinni tíð hjá Toyota enda hefur C-HR vakið athygli fyrir fallega hönnun og þykir bíllinn gefa til kynna nýja tíma hjá Toyota. Slípaður demantur var hafður sem fyrirmynd að útliti bílsins bæði að utan og innan enda þykir C-HR glæsilegur á götu og vekur eftirtekt hvar sem hann fer. Aksturseiginleikar eru góðir og vel fer um ökumann og farþega í bílnum. C-HR er fáanlegur í nokkrum útfærslum og kostar hann frá 3.940.000 kr. Opið verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag, 7. janúar frá kl. 12:00 – 16:00 og auk þess verður opið á sunnudag á sama tíma hjá Toyota Kauptúni og Toyota Akureyri.C-HR fæst í hrikalega flottum litum. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent
Mikill viðbúnaður hefur verið að undanförnu hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota sem frumsýna nýjan Toyota C-HR næstkomandi laugardag og sunnudag, 7. og 8. janúar. Þessa bíls hefur verið beðið með meiri eftirvæntingu en dæmi eru um í seinni tíð hjá Toyota enda hefur C-HR vakið athygli fyrir fallega hönnun og þykir bíllinn gefa til kynna nýja tíma hjá Toyota. Slípaður demantur var hafður sem fyrirmynd að útliti bílsins bæði að utan og innan enda þykir C-HR glæsilegur á götu og vekur eftirtekt hvar sem hann fer. Aksturseiginleikar eru góðir og vel fer um ökumann og farþega í bílnum. C-HR er fáanlegur í nokkrum útfærslum og kostar hann frá 3.940.000 kr. Opið verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag, 7. janúar frá kl. 12:00 – 16:00 og auk þess verður opið á sunnudag á sama tíma hjá Toyota Kauptúni og Toyota Akureyri.C-HR fæst í hrikalega flottum litum.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent