Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2017 10:15 Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. La La Land var tilnefnd til sjö verðlauna og hirti þau öll. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Streep var raddlaus þegar hún hélt ræðuna og baðst hún afsökunar á því. „Hollywood er troðfull af útlendingum og utanaðkomandi og ef við rekum þá alla í burtu þá verður ekkert til að horfa á nema fótbolti og blönduð bardagalist,“ sagði Streep sem gagnrýndi Trump harkalega í ræðunni. Streep var í raun í erfileikum með að flytja ræðuna, tilfinningarnar voru miklar. Hún sagði að leikarar hafi sýnt ótrúlega frammistöðu á síðasta ári en ein frammistaðan hafi verið betri en önnur. „Það var ein frammistaða sem algjörlega greip mig heljartökum, ekki útaf því að hún var góð, heldur hún var raunveruleg og skilaði sínu. Þá sáum við fólk fólk hlægja og sína tennurnar. Það var þegar maðurinn sem sóttist eftir æðsta embætti Bandaríkjamanna gerði grín að fötluðum blaðamanni.“ Donald Trump varð fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi undir lok ársins 2015. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt.„Þetta braut hjartað í mér og ég skil þetta í raun og veru ekki ennþá, því þetta var ekki í bíómynd. Þessi maður hefur í raun fengið leyfi til að niðurlægja og gera lítið úr fólki. Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll.“ Streep sagði það mikilvægt að fjölmiðlar fengu frið og tækifæri til að sinna sínu hlutverk eins vel og mögulegt er. „Við sem leikarar þurfum að minna hvort annað á að það eru forréttindi að fá að vinna sem leikarar en við þurfum einnig að minna okkur alltaf á það að sýna samkennd með öðrum og deila þeim boðskapi.“At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Stjörnurnar klæddust sínu fínasta pússi á rauða dreglinum í gær. 9. janúar 2017 08:30 La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04 Golden Globes: Textavélin bilaði þegar Fallon flutti upphafsræðuna Jimmy Fallon var kynnir Golden Globe hátíðarinnar sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 08:20 Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Það voru ekki allir sem hittu í mark á dreglinum í gær. 9. janúar 2017 09:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. La La Land var tilnefnd til sjö verðlauna og hirti þau öll. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Streep var raddlaus þegar hún hélt ræðuna og baðst hún afsökunar á því. „Hollywood er troðfull af útlendingum og utanaðkomandi og ef við rekum þá alla í burtu þá verður ekkert til að horfa á nema fótbolti og blönduð bardagalist,“ sagði Streep sem gagnrýndi Trump harkalega í ræðunni. Streep var í raun í erfileikum með að flytja ræðuna, tilfinningarnar voru miklar. Hún sagði að leikarar hafi sýnt ótrúlega frammistöðu á síðasta ári en ein frammistaðan hafi verið betri en önnur. „Það var ein frammistaða sem algjörlega greip mig heljartökum, ekki útaf því að hún var góð, heldur hún var raunveruleg og skilaði sínu. Þá sáum við fólk fólk hlægja og sína tennurnar. Það var þegar maðurinn sem sóttist eftir æðsta embætti Bandaríkjamanna gerði grín að fötluðum blaðamanni.“ Donald Trump varð fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi undir lok ársins 2015. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt.„Þetta braut hjartað í mér og ég skil þetta í raun og veru ekki ennþá, því þetta var ekki í bíómynd. Þessi maður hefur í raun fengið leyfi til að niðurlægja og gera lítið úr fólki. Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll.“ Streep sagði það mikilvægt að fjölmiðlar fengu frið og tækifæri til að sinna sínu hlutverk eins vel og mögulegt er. „Við sem leikarar þurfum að minna hvort annað á að það eru forréttindi að fá að vinna sem leikarar en við þurfum einnig að minna okkur alltaf á það að sýna samkennd með öðrum og deila þeim boðskapi.“At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Stjörnurnar klæddust sínu fínasta pússi á rauða dreglinum í gær. 9. janúar 2017 08:30 La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04 Golden Globes: Textavélin bilaði þegar Fallon flutti upphafsræðuna Jimmy Fallon var kynnir Golden Globe hátíðarinnar sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 08:20 Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Það voru ekki allir sem hittu í mark á dreglinum í gær. 9. janúar 2017 09:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Stjörnurnar klæddust sínu fínasta pússi á rauða dreglinum í gær. 9. janúar 2017 08:30
La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04
Golden Globes: Textavélin bilaði þegar Fallon flutti upphafsræðuna Jimmy Fallon var kynnir Golden Globe hátíðarinnar sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 08:20
Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Það voru ekki allir sem hittu í mark á dreglinum í gær. 9. janúar 2017 09:30