Hversdagleg nánd í Hveragerði Magnús Guðmundsson skrifar 2. janúar 2017 14:15 Bækur Skegg Raspútíns Guðrún Eva Mínervudóttir Útgefandi: Bjartur Prentun: ScandBook, AB, Svíþjóð Fjöldi síðna: 317 Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson Sögur þurfa ekki alltaf að fléttast um margslungna þræði eða segja frá stóratburðum til þess að vera stórar sögur. Skegg Raspútíns, nýjasta skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, sannar það með eftirminnilegum hætti. Sagan hverfist um kynni, vinskap og samtöl á milli þessara tveggja kvenna; Evu og hinnar lettnesku en rússneskumælandi Ljúbu. Báðar búa þær í Hveragerði og báðar eiga þær sínar sögur sem þurfa að finna sinn farveg. Þurfa að brjótast fram í gufustrókum Hveragerðis og hreinsa sálir sögumanna sinna. Skegg Raspútíns hverfist þannig um samræður tveggja kvenna í Hveragerði. Önnur er rithöfundur og þýðandi, hin garðyrkjubóndi. Báðar vinna þær heima og sinna einnig börnum og heimili og eru kvæntar íslenskum karlmönnum. Og þó svo þær eigi margt sameiginlegt þá koma þær hvor frá sínu landinu, eiga rætur í ólíkri menningu og hafa ólíkar hugmyndir um lífið og tilveruna Skegg Raspútíns er afar persónuleg bók og þó svo Guðrún Eva eyrnamerki verkið sem skáldsögu þá leynir sér ekki að margt er sótt í hennar eigin líf og veruleika sem og vinkonu hennar Ljúbu Guðrúnu Evu tekst líka að draga upp fádæma sannfærandi mynd af því hvernig þessi fallega vinátta myndast skref fyrir skref og trúnaðartraustið eykst jafnt og þétt. Auk þess er söguheimurinn ákaflega trúverðugur og heillandi, hvort sem er í Hveragerði eða Gömlu kirkju, og því fær lesandinn það auðveldlega á tilfinninguna að hann sé að verða vitni að einhverju sönnu. Einhverju sem skiptir máli og snertir líf okkar allra í þessum meinleysislega hversdagsleika sem við öll þekkjum og lifum í frá degi til dags Það gengur á ýmsu í lífi vinkvennanna Evu og Ljúbu og ýmsir erfiðleikar gera vart við sig í lífi þeirra. Sé horft til alls þess þá gæti maður sagt sem svo að þetta sé bók um að vera kona í karlaheimi, bók um alkóhólisma, eða bók um geðsjúkdóma, skrif, vináttu, von og garðyrkju og hún er það og meira til Skegg Raspútíns er um það að vera manneskja og að hafa þörf fyrir annað fólk. Þörf fyrir að deila lífi sínu, sigrum og erfiðleikum, með einhverjum sem skilur mann eða í það minnsta hlustar án þess að dæma. Skegg Raspútíns er bók um nánd. Bók um að deila lífi sínu, sorgum og gleði, í einföldum hversdeginum í Hveragerði. Inn í samskipti þeirra Evu og Ljúbu fléttast einnig draumar þeirrar fyrrnefndu og með þeim finnur höfundurinn ákveðið frelsi til þess að brjóta upp hversdaginn og leyfa skáldinu að takast á við hvað sem er. Og inn í sögu þessara tveggja kvenna fléttast svo einnig sagan um bóndasoninn Raspútín sem náði alla leið inn á síðustu rússnesku keisarafjölskylduna, sem einhvers konar ráðgjafi. Í þeirri sögu er jafnvel falinn ákveðinn kjarni eða lykill að sögum kvennanna tveggja því það er einmitt ein og sama þörfin fyrir nánd og trú á lífið sem gerði það að verkum að Raspútín komst þangað sem hann gerði. Þörfin sem er grundvöllurinn að vináttu kvennanna í Hveragerði. Hvar sem á Skegg Raspútíns er litið þá er þetta firnasterk skáldsaga. Vel skrifuð, vel stíluð, með sterkri persónusköpun og heildstæðum söguheimi.Niðurstaða: Heildstæð og falleg skáldsaga sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. janúar 2017 Bókmenntir Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Skegg Raspútíns Guðrún Eva Mínervudóttir Útgefandi: Bjartur Prentun: ScandBook, AB, Svíþjóð Fjöldi síðna: 317 Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson Sögur þurfa ekki alltaf að fléttast um margslungna þræði eða segja frá stóratburðum til þess að vera stórar sögur. Skegg Raspútíns, nýjasta skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, sannar það með eftirminnilegum hætti. Sagan hverfist um kynni, vinskap og samtöl á milli þessara tveggja kvenna; Evu og hinnar lettnesku en rússneskumælandi Ljúbu. Báðar búa þær í Hveragerði og báðar eiga þær sínar sögur sem þurfa að finna sinn farveg. Þurfa að brjótast fram í gufustrókum Hveragerðis og hreinsa sálir sögumanna sinna. Skegg Raspútíns hverfist þannig um samræður tveggja kvenna í Hveragerði. Önnur er rithöfundur og þýðandi, hin garðyrkjubóndi. Báðar vinna þær heima og sinna einnig börnum og heimili og eru kvæntar íslenskum karlmönnum. Og þó svo þær eigi margt sameiginlegt þá koma þær hvor frá sínu landinu, eiga rætur í ólíkri menningu og hafa ólíkar hugmyndir um lífið og tilveruna Skegg Raspútíns er afar persónuleg bók og þó svo Guðrún Eva eyrnamerki verkið sem skáldsögu þá leynir sér ekki að margt er sótt í hennar eigin líf og veruleika sem og vinkonu hennar Ljúbu Guðrúnu Evu tekst líka að draga upp fádæma sannfærandi mynd af því hvernig þessi fallega vinátta myndast skref fyrir skref og trúnaðartraustið eykst jafnt og þétt. Auk þess er söguheimurinn ákaflega trúverðugur og heillandi, hvort sem er í Hveragerði eða Gömlu kirkju, og því fær lesandinn það auðveldlega á tilfinninguna að hann sé að verða vitni að einhverju sönnu. Einhverju sem skiptir máli og snertir líf okkar allra í þessum meinleysislega hversdagsleika sem við öll þekkjum og lifum í frá degi til dags Það gengur á ýmsu í lífi vinkvennanna Evu og Ljúbu og ýmsir erfiðleikar gera vart við sig í lífi þeirra. Sé horft til alls þess þá gæti maður sagt sem svo að þetta sé bók um að vera kona í karlaheimi, bók um alkóhólisma, eða bók um geðsjúkdóma, skrif, vináttu, von og garðyrkju og hún er það og meira til Skegg Raspútíns er um það að vera manneskja og að hafa þörf fyrir annað fólk. Þörf fyrir að deila lífi sínu, sigrum og erfiðleikum, með einhverjum sem skilur mann eða í það minnsta hlustar án þess að dæma. Skegg Raspútíns er bók um nánd. Bók um að deila lífi sínu, sorgum og gleði, í einföldum hversdeginum í Hveragerði. Inn í samskipti þeirra Evu og Ljúbu fléttast einnig draumar þeirrar fyrrnefndu og með þeim finnur höfundurinn ákveðið frelsi til þess að brjóta upp hversdaginn og leyfa skáldinu að takast á við hvað sem er. Og inn í sögu þessara tveggja kvenna fléttast svo einnig sagan um bóndasoninn Raspútín sem náði alla leið inn á síðustu rússnesku keisarafjölskylduna, sem einhvers konar ráðgjafi. Í þeirri sögu er jafnvel falinn ákveðinn kjarni eða lykill að sögum kvennanna tveggja því það er einmitt ein og sama þörfin fyrir nánd og trú á lífið sem gerði það að verkum að Raspútín komst þangað sem hann gerði. Þörfin sem er grundvöllurinn að vináttu kvennanna í Hveragerði. Hvar sem á Skegg Raspútíns er litið þá er þetta firnasterk skáldsaga. Vel skrifuð, vel stíluð, með sterkri persónusköpun og heildstæðum söguheimi.Niðurstaða: Heildstæð og falleg skáldsaga sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. janúar 2017
Bókmenntir Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira