Vandræðalegustu tískuaugnablik ársins Ritstjórn skrifar 30. desember 2016 11:45 Fyrirsætur Marc Jacobs voru með dredda á tískusýningunni fyrir sumarið 2ö17. Myndir/Getty Tískuheimurinn er langt frá því að vera fullkominn og því er best að líta yfir nokkur afar vandræðaleg og eftirminnileg tískuaugnablik frá árinu. Það voru margir sem móðguðust en önnur augnablik voru þó einfaldlega bara fyndin og klaufaleg. Marc Jacobs sendi fyrirsætur sínar niður tískupallinn með dredda í hárunum. Fyrir sýninguna sagði hann að hann hefði verið innblásinn af rave-tímabilinu en hann ætti þó að vita að dreddar koma frá svartri menningu. Margir urði reiðir og sögðu hann vera að reyna að komast upp með "cultural appropriation". Þá svaraði Jacobs að hann sæi ekki húðlit sem gerði fólk einungis ennþá reiðara. Á tískusýningu Yeezy Season 4 var margt sem fór úrskeiðis. Sýningin var haldin utandyra þar sem var afar heitt. Það leið yfir að minnsta eina fyrirsætu og margar þurftu að sitjast niður vegna hita. Áhorfendur voru byrjaðir að fara með vatnsflöskur til fyrirsætanna. Einnig fóru sumar út hælunum sem þær áttu að ganga því vegna þess að þeir voru svo óþægilegir. Ekki beint söluvæn uppákoma.Glæsilega fyrirsætan Bella Hadid lenti í því óhappi að detta á tískupallinum hjá Michael Kors. Okkar kona er þó mikil fagkona svo að hún stóð að sjálfsögðu beint aftur upp og hélt áfram eins og ekkert hafði í skorist. Slíkar uppákomur er eitthvað sem flestar fyrirsætur lenda í á ferlinum.Í myndatöku fyrir Vogue á Spáni þurfti Kendall Jenner að sitja fyrir sem ballerína. Þetta fór að sjálfsögðu fyrir brjóstið á reyndum ballerínum sem sögðu líkamsstöðu hennar vera langt frá því að vera ballerínuleg.Hljólabrettavika á vegum Vogue var fyrirbæri sem mörgum þótti vandræðalegt og alls ekki passa. Það er þekktað tískuheimurinn reynir að græða á hjólabrettakúltúr en þetta var þó af allt öðrum caliber. Í tilefni þessarar auglýsingar frá Calvin Klein var byrjað með undirskriftarlista til þess að taka hana úr umferð. Margir telja myndina normalísera kynferðislega áreitni en þó eru margir sem eru ósammála því. Kerry Washington var allt annað en ánægð með þessa forsíðu mynd af sér fyrir Adweek. Hún sagði á Instagram síðu sinni að henni þætti hún nánast óþekkjanleg vegna mikils magns af photoshoppi. Þrælasandalinn frá Dolce & Gabbana gerði allt vitlaust þegar hann var settur á sölu fyrir yfir 2.000 dollara. Sandalinn hét í alvöru "Slave Sandal" og því ekki skrítið að mjög margir hafi orðið ansi reiðir. Seinna var nefinu breytt í "Decorative Sandal" Fréttir ársins 2016 Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour
Tískuheimurinn er langt frá því að vera fullkominn og því er best að líta yfir nokkur afar vandræðaleg og eftirminnileg tískuaugnablik frá árinu. Það voru margir sem móðguðust en önnur augnablik voru þó einfaldlega bara fyndin og klaufaleg. Marc Jacobs sendi fyrirsætur sínar niður tískupallinn með dredda í hárunum. Fyrir sýninguna sagði hann að hann hefði verið innblásinn af rave-tímabilinu en hann ætti þó að vita að dreddar koma frá svartri menningu. Margir urði reiðir og sögðu hann vera að reyna að komast upp með "cultural appropriation". Þá svaraði Jacobs að hann sæi ekki húðlit sem gerði fólk einungis ennþá reiðara. Á tískusýningu Yeezy Season 4 var margt sem fór úrskeiðis. Sýningin var haldin utandyra þar sem var afar heitt. Það leið yfir að minnsta eina fyrirsætu og margar þurftu að sitjast niður vegna hita. Áhorfendur voru byrjaðir að fara með vatnsflöskur til fyrirsætanna. Einnig fóru sumar út hælunum sem þær áttu að ganga því vegna þess að þeir voru svo óþægilegir. Ekki beint söluvæn uppákoma.Glæsilega fyrirsætan Bella Hadid lenti í því óhappi að detta á tískupallinum hjá Michael Kors. Okkar kona er þó mikil fagkona svo að hún stóð að sjálfsögðu beint aftur upp og hélt áfram eins og ekkert hafði í skorist. Slíkar uppákomur er eitthvað sem flestar fyrirsætur lenda í á ferlinum.Í myndatöku fyrir Vogue á Spáni þurfti Kendall Jenner að sitja fyrir sem ballerína. Þetta fór að sjálfsögðu fyrir brjóstið á reyndum ballerínum sem sögðu líkamsstöðu hennar vera langt frá því að vera ballerínuleg.Hljólabrettavika á vegum Vogue var fyrirbæri sem mörgum þótti vandræðalegt og alls ekki passa. Það er þekktað tískuheimurinn reynir að græða á hjólabrettakúltúr en þetta var þó af allt öðrum caliber. Í tilefni þessarar auglýsingar frá Calvin Klein var byrjað með undirskriftarlista til þess að taka hana úr umferð. Margir telja myndina normalísera kynferðislega áreitni en þó eru margir sem eru ósammála því. Kerry Washington var allt annað en ánægð með þessa forsíðu mynd af sér fyrir Adweek. Hún sagði á Instagram síðu sinni að henni þætti hún nánast óþekkjanleg vegna mikils magns af photoshoppi. Þrælasandalinn frá Dolce & Gabbana gerði allt vitlaust þegar hann var settur á sölu fyrir yfir 2.000 dollara. Sandalinn hét í alvöru "Slave Sandal" og því ekki skrítið að mjög margir hafi orðið ansi reiðir. Seinna var nefinu breytt í "Decorative Sandal"
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour