Audi Q8 E-tron á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2016 10:01 Audi Q8 E-tron er nýjasta útspilið í sístækkandi jeppa/jepplinga-flokki Audi. Á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði ætlar Audi að kynna Audi Q8 E-tron, nýjan rafdrifinn jeppa sem er á stærð við Q7 jeppann en með coupe-lagi. Hann er þó ekki með jafn mikið afturhallandi línu og samkeppnisbílarnir BMW X6 og Mercedes Benz GLE Coupe. Miðað við E-tron nafnið verður Q8 eingöngu drifinn áfram með rafmagni og í því ljósi er þessi nýi bíll ef til vill fremur samkeppnisbíll Tesla Model X. Það er ekki bara þessi afturhallandi lína í Q8 sem verður frábrugðin Q7 jeppanum. Bíllinn fær nýjan framenda með mikið breyttu grilli og hvassari línum. Innréttingin í Q8 á að vera í ætt við útlitið í A8 bílnum og því mjög ríkulegt, en A8 er ávallt talið flaggskip Audi og ný kynslóð þess bíls fer í sölu næsta sumar. Mjög fáir takkar eru í mælaborði þeirra beggja, því flestu er stjórnað með upplýsingakerfinu á stórum skjá. Einu takkarnir eru “Hazard”-ljósið og takki sem ræsir eða slekkur á bílastæðaaðstoð. Mælaborðið verður allt stafrænt. Er þessi þróun orðin nokkuð afgerandi í lúxusbílum samtímans, sjáanlegum tökkum fer mjög fækkandi, eru nánast horfnir í sumum þeirra og öllu stjórnað gegnum afþreyingarkerfið. Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent
Á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði ætlar Audi að kynna Audi Q8 E-tron, nýjan rafdrifinn jeppa sem er á stærð við Q7 jeppann en með coupe-lagi. Hann er þó ekki með jafn mikið afturhallandi línu og samkeppnisbílarnir BMW X6 og Mercedes Benz GLE Coupe. Miðað við E-tron nafnið verður Q8 eingöngu drifinn áfram með rafmagni og í því ljósi er þessi nýi bíll ef til vill fremur samkeppnisbíll Tesla Model X. Það er ekki bara þessi afturhallandi lína í Q8 sem verður frábrugðin Q7 jeppanum. Bíllinn fær nýjan framenda með mikið breyttu grilli og hvassari línum. Innréttingin í Q8 á að vera í ætt við útlitið í A8 bílnum og því mjög ríkulegt, en A8 er ávallt talið flaggskip Audi og ný kynslóð þess bíls fer í sölu næsta sumar. Mjög fáir takkar eru í mælaborði þeirra beggja, því flestu er stjórnað með upplýsingakerfinu á stórum skjá. Einu takkarnir eru “Hazard”-ljósið og takki sem ræsir eða slekkur á bílastæðaaðstoð. Mælaborðið verður allt stafrænt. Er þessi þróun orðin nokkuð afgerandi í lúxusbílum samtímans, sjáanlegum tökkum fer mjög fækkandi, eru nánast horfnir í sumum þeirra og öllu stjórnað gegnum afþreyingarkerfið.
Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent