Sport

Verður frá í hálft ár vegna hnífaárásarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Petra Kvitova er ein besta tenniskona heims og hefur tvívegis fagnað sigri á Wimbledon-mótinu.
Petra Kvitova er ein besta tenniskona heims og hefur tvívegis fagnað sigri á Wimbledon-mótinu. Vísir/Getty
Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova ætti að geta stundað íþrótt sína á nýjan leik eftir fólskulega hnífaárás innbrotsþjófs en ekki fyrr en eftir hálft ár.

Þetta kom fram í yfirlýsingu umboðsmanns hennar en í innbrotsþjófur réðst inn á heimili hennar í Tékklandi í upphafi vikunnar.

Sjá einnig: Petra Kvitova: Heppin að vera á lífi

Kvitova, sem er örvhent, fékk skurði á vinstri höndina og þurfti að fara í aðgerð til að laga skemmdir á sinum og taugum.

Radek Kebrle, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina, segir að hún hafi gengið afar vel en að það þurfi að líða minnst þrír mánuðir áður en hún geti tekið í tennisspaða á nýjan leik.

Sjá einnig: Ein besta tenniskona heims varð fyrir hnífaárás

„Það er of snemmt að segja til um hvenær hún geti tekið aftur þátt í keppni en Petra er reiðubúin að gera allt sem hún getur til að keppa í fremstu röð á nýjan leik,“ var haft eftir Kebrle á vef BBC. „Petra er ánægð með hvernig aðgerðin gekk og líður vel.“

Áverkana hlaut Kvitova þegar hún tókst á við innbrotsþjófinn sem þóttist vera viðgerðarmaður til að komast inn í íbúðina.


Tengdar fréttir

Petra Kvitova: Heppin að vera á lífi

Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova verður frá í þrjá mánuði eftir að hafa orðið fyrir árás á heimili sínu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×